blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 4
4 I IWWLEWDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 blaöið FL Group: Ragnhildur hætt eftir átta mánuði í starfi Miklar breytingar urðu á skipulagi FL Group son tekinn við. Hlutabréf ífélaginu lœkkuðu daginn. Sögusagnirþess efnis að Ragnhildur Geirsdóttur væri að láta af störfum og birtust meðal annars í dönskum fjölmiðlum reyndust á rökum reist- ar. I tilkynningu frá FL Group segir að í Ijósi áherslubreytinganna hafi orðið að samkomulagi að Ragnhild- ur léti af störfum. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál umfram það sem segir í tilkynningunni frá félaginu sagði Ragnhildur í samtali við Blað- ið. Aðspurð að því hvort hún væri að hætta að eigin frumkvæði sagði hún að samkomulag hefði verið gert þar sem báðir aðilar hefðu skilið sáttir. ,Ég vil ekkert ræða um nein ákveðin g sérstök efnisatriði umfram það sem ■§. fram kemur í tilkynningunni.' ígœr. Forstjóri félagsins hefur látið afstörfum ogerHannes Smára- í gœr í kjölfar fréttanna en lækkunin gekk nokkuð til baka er leið á Á stjórnarfundi í gær voru mikl- ar skipulagsbreytingar á FL Group samþykktar. Aðalverkefni FL Group mun í framtíðinni verða fjárfestinga- starfsemi og hefur Hannes Smára- son verið ráðinn forstjóri þess. Fjár- festingarnar falla undir þrjú svið sem stjórnað er af Jóni Sigurðssyni, Alberti Jónssyni og Halldóri Vil- hjálmssyni. Flug og ferðatengdum rekstri verður ennfremur skipt upp í tvö aðskilin dótturfélög. Alþjóðlegur flugrekstur undir merkjum Icelanda- ir Group, verður undir stjórn Jóns Karls Ólafssonar sem segir þetta gríð- arlega spennandi verkefni sem hann hlakki til að takast á við. Samanlög velta félaganna sem mynda munu Icelandair Group er um 35 milljarðar króna og eru starfsmenn um tvö þús- und. F1 Travel Group mun innihalda þau fyrirtæki sem annast hafa ferða- þjónustu hér á landi. Þorsteinn Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn forstjóri en samanlögð velta er um 11 milljarðar og starfsmenn fimm- hundruð. í fréttatilkynningu frá FL Group segir Hannes Smárason að breytingar þessar séu gerðar til að framkalla sterkari áherslur á rekstr- inum í þessum félögum. „Til verða öflug félög hvort á sínu sviði með skýr markmið um vöxt og arðsemi undir stjórn frábærra stjórnenda. Enn frekar er skilið á milli rekstrar- félaga og fjárfestingarstarfseminnar en verið hefur.” Nýr stjórnarformaður Skarphéðinn Berg Steinarsson er nýr stjórnarformaður FL Group. „Félagið hefur verið að breytast á til- tölulega stuttum tíma frá því að vera flug og ferðaþjónustufyrirtæki, yfir í að vera fjárfestingafélag og hefur Ragnhildur tekið þátt í þeim breyt- ingum. Þessi skipulagsbreyting sem orðin er endurspeglar þessar breyt- ingar." Miklar lækkanir urðu á bréf- um FL Group í gærmorgun eða um 5 % í byrjun dagsins. Bréfin hækkuðu er líða tók á daginn og nam lækkun dagsins 2,08% við lok dags. Skarp- héðinn segir þær lækkanir sem urðu Loðnuleit gengur illa Illa gengur að finna loðnu og þau fjögur veiðiskip sem voru við leit í síðustu viku hafa snúið aftur til hafnar. Árni Friðriksson, skip Haf- rannsóknarstofnunnar, er þó enn við leit en búist er við að henni muni ljúka um næstu helgi a.m.k. í bili. Þorsteinn Sigurðsson, sérfræðing- ur hjá Hafrannsóknarstofnun, sem nú er um borð í Árna Friðrikssyni rétt norðan við Kolbeinsey segir að lítið hafi fundist af loðnu hingað til. ,Það er búið að leita á hafsvæði fyr- ir austan okkur og það er verið að GÓÐ HEILSA GULU BETRI www.nowfoods.com llia gengur aö finna loðnu klára Vestfjarðarmið á næstu dög- um. Það hefur lítið fundist." Á vef- síðu útgerðar Guðmundar Ólafs ÓF frá Ólafsfirði, sem tók þátt í loðnu- leitinni, er bent á það að loðnuleit hafi jafnvel farið of snemma af stað og þess vegna gangi leitin illa. Þor- steinn vill ekki tjá sig sérstaklega um en telur það vera áhyggjuefni að leitin skuli ekki bera meiri árangur en sýnt er. „Ástand loðnustofnsins er búið að vera áhyggjuefni lengi og það hefur ekki tekist að mæla hann til að gefa út upphafskvóta og það er áhyggjuefni á meðan svo er.“ Leitinni verður haldið áfram næstu þrjá til fjóra daga en ákvörðun um framhald verður svo tekin að henni lokinni. ■ Alþingi: Ráðherrar kallaðir vindhanar Harðar umræður spunnust á Alþingi um fyrirhugað fjölmiðlafrumvarp i gær og deildi stjórnarandstaðan hart á Sjálfstæðisflokkinn í kjölfar ummæla Geirs H. Haarde, formanns og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns flokksins um að 25% hámark á eignaraðild í fjölmiðli væri of há tala og að hlutfallið ætti að vera lægra. Þorgerður Katrín áréttaði að þrátt fyrir skýrslu fjölmiðlanefndar væri það Alþingi sem á endanum tæki ákvörðun um endanlegt frumvarp. Mörður Árnason líkti forystu sjálfstæðisflokksins við vinhana sem snérust eftir Davíð Oddsyni og Ingibjörg Sólrún sagði menntamálaráðherra aðeins eiga tvo kosti í stöðunni. Annaðhvort þurfi hún að hlaupa frá þeirri sáttargjörð sem náðist með skýrslu fjöliðlanefndar í vor, eða þá að fylgja landsfundarsamþykktum landsfunds, og renna þá í slóð Davíðs. Þorgerður Katrín svaraði gagnrýninni á þann veg að í Sjálfstæðisflokknum væri hlustað á vilja fulltrúanna. Ingibjörg spurði Halldór Ásgrímsson hvort rjúfa ætti sátt þá sem náðist með skýrslu fjölmiðlanefndarinnar og svaraði hann því til að engin sátt væri rofin. Ingibjörg úr bankaráði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur skrifað for- seta Álþingis bréf þar sem hún óskar eftir að verða leyst undan setu í banka- ráði Seðlabanka íslands. Á fundi bankaráðsins fyrir viku síðan tilkynnti Ingibjörg Sólrún að hún hyggðist segja sæti sínu lausu en ástæðurnar segir hún vera þær breytingar sem orðið hafa á hennar högum frá því hún var kos- in í ráðið vorið 2003. Málið verður tekið fyrir á þingfundi í dag. i Kauphöllinni í gær eðlilegar. „Þeg- ar upp kemur óvissa um starfsemi skráðra hlutafélaga á svona markaði eins og er hér þá hefur það áhrif á gengi bréfanna." ■ Fer Sterling og Maersk Air á 15 milljarða? Á næstu dögum ræðst það hvort verður af kaupum FL Group á dönsku flugfélögun- um Sterling og Maersk Air en á þarlendum fréttasíðum er því haldið fram að kaupverðið geti numið allt að 15 milljörð- um króna. Félögin, sem eru í eigu Fons eignarhaldsfélagsins, þykja áhugaverður kostur fyrir FL Group af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi til að verjast auk- inni samkeppni og í öðru lagi til að ná mögulegum samlegð- aráhrifum á kostnaðarhliðinni. Fons greiddi á sínum tíma 4 milljarða fyrir Sterling en ekki hefur fengist uppgefið hvert kaupverðið var fyrir Mairsk Air. Félagið var rekið með gríðarlegu tapi um langt skeið og því hefur jafnvel verið haldið fram að seljandinn hafi greitt Fons fyrir að taka við rekstrinum. Taprekstur hefur einnig verið á Sterling en sérfræðingar segja að að hugsanlegt kaupverð á þessum tveimur félögum taki fyrst og fremst mið af þeirri hagræð- ingu sem FL Group sækist eftir. Skarphéðinn Berg Steinarson, stjórnarformaður FL Group, segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. „Það liggur ekki fyrir niðurstaða í þessum viðræðum og á meðan hún liggur ekki fyrir er lítið hægt að segja. Sú tilkynning sem send var út stendur enn.“ Skarphéðin segist ennfremur ekki vita til þess að brott- hvarf Ragnhildar hafi tengst þessum mögulegum kaupum. / Innimálning Gljástig 3,7,20 / Verð frá kr. 298 pr.ltr. y'' Gæða málníng á frábæru verði •/ Útimálning / Viðarvörn / Lakkmálning / Þakmálning / Gólfmálning / Gluggamálning “ÍSLANDS MÁLNING Sætúni 4/Sími 517 1500 O Heióskirt 0 Léttskýjaö ^ Skýjað ^ Alskýjað r ^ Rigning, litilsháttar f r/ Rignlng Súld Snjókoma \^; Slydda \^ j Snjðél \ j Skúr Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló Parfs Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 14 22 15 06 16 16 10 14 14 18 23 04 09 21 05 14 10 07 12 20 12 10 x / 4° / / / / / / / / ¥ 3” o / / / / 4° «o / ií;:: o. Veðurhorfur í dag kl: 12.00 Veðursíminn Byggt á upplýsingum fró Veðurstofu íslands 30>/ ^ ¥ o / / x X Á morgun X x X x

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.