blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 blaðið Saddam kveðst vera saklaus Saddam Hussein kvaðst vera sak- laus af ákærum um morð og pynt- ingar þegar réttarhöld yfir honum hófust í Bagdad í gær. Forsetinn fyrr- verandi notaði ennfremur tækifærið til að lýsa því yfir að hann drægi í efa lögmæti dómstólsins. „Ég svara ekki þessum svo kallaða dómstól með fullri virðingu fyrir því fólki sem í honum situr og ég held stjórn- arskrárbundnum réttindum mínum sem forseti lraks,“ sagði Saddam og lét tilraunir dómara til að grípa fram í fyrir sér sem vind um eyru þjóta. Saddam Hussein neitaði að segja til nafns þegar dómari bað hann um það. Dómari las þá sjálfur nafn hans og titlaði hann sem fyrrverandi for- seta Iraks sem Saddam mótmælti og hélt fram að hann gegndi enn því embætti. Saddam og sjö háttsettir aðstoð- armenn hans gætu átt yfir höfði sér dauðarefsingu ef þeir verða fundn- ir sekir um fjöldamorð á nærri 150 sjítamúslimum í bænum Dujail árið 1982. ■ Saddam Hussein, fyrrverandi forseti fraks, gefur dómurum merki við réttarhöldin sem hófust í Bagdad í gær. Mikill stuðningur við r/ærumorð" í Tyrklandi Hamfarirnar í Suður-Asíu Tala látinna komin yfir 79.000 Yfirvöld í Pakistan hafa staðfest að yfir 79.000 manns hafi farist í kjöl- far jarðskjálftans sem reið yfir í Suður-Asíu fyrr í mánuðinum. Asif Iqbal Daudzai, upplýsingaráðherra í norðvesturhéraði Pakistans, sagði að 37.958 manns hefðu farist í hér- aðinu og 23.172 slasast. Hann sagði að tölurnar væru byggðar á skýrsl- um frá yfirvöldum og talsmönn- um sjúkrahúsa. Að auki fórust um 40.000 í þeim hluta Kasmírhéraðs sem lýtur yfirráðum Pakistans. Þá hefur verið tilkynnt um 1360 dauðs- föll á Indlandi. Harðir eftirskjálftar riðu y fir norð- urhluta Pakistans í gærmorgun en ekki hefur verið tilkynnt um dauðs- föll eða slys á fólki í kjölfar þeirra. Jarðskjálfti sem mældist 5,8 á Richter-kvarða varð um hálfátta- leytið um morguninn og er það öfl- ugasti eftirskjálfti sem mælst hefur síðan stóri skjálftinn reið yfir þann 8. október. Annar skjálfti upp á 5,6 kom stuttu síðar. Óttast skriðuföll Þó að ekki sé vitað um mannfall í skjálftunum hrundu þeir af stað skriðum á svæðinu. Verkfræðingar hjá hernum óttast mjög skriðuföll, ekki síst í Neelum og Jhelum-dölum í Kasmírhéraði þar sem fjöldi fólks hefur ekki enn fengið hjálp vegna þess að vegir eyðilögðust. Yfirmenn björgunaraðgerða á svæðinu telja að það kunni að taka nokkrar vikur að ryðja burt skriðum og opna vegi á ný í efri hluta Neelum-dals. Þar er brýn þörf á neyðarvistum sem ekki verður komið þangað með þyrlum. ■ Tæplega 40% þátttakenda sögðust vera fylgjandi „ærumorðum" sam- kvæmt nýrri könnun sem háskóli í Tyrklandi lét gera. Könnunin var gerð í borginni Diyarbakir í suð- austurhluta landsins en íbúar henn- ar þykja íhaldssamir. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar fáeinum dögum eftir að dómstóll í Istanbul dæmdi bræður til lífstíðarfangels- isvistar fyrir að hafa orðið systur sinni að bana en hún hafði átt barn utan hjónabands. Tyrknesk löggjöf sem áður þótti umburðarlynd í garð ,æruglæpa“ var ítarlega endurskoð- uð þegar Tyrkir bjuggu sig undir að sækja um aðild að Evrópusamband- inu. Viðræður um aðild landsins að sambandinu eru nýhafnar en ekki er búist við að það gangi í það á næstu árum. 430 manns tóku þátt í könnuninni og voru flestir þeirra karlmenn. Þeg- ar spurt var hver væri viðeigandi refsing fyrir konu sem gerðist sek um hjúskaparbrot sögðu 37% að hún ætti að vera tekin af lífi. Fjórðung- ur svarenda taldi að skilnaður væri hæfileg refsing og 21% að skera ætti af henni nef og eyru. Þrátt fyrir að úrtakið hafi verið lítið minna niður- stöðurnar engu að síður á að „æru- morð“ njóta enn mikils fylgis í viss- um landshlutum Tyrklands. Með því er átt við þegar konur eru teknar af lífi fyrir að hafa fært skömm yf- ir fjölskyldu sína. Ekki liggja fyrir áreiðanlegar tölur um hversu marg- ar konur deyja á þennan hátt en tyrk- neskum yfirvöldum er mikið kapps- mál að berjast gegn þeim. ■ Ertu að byggja - Viltu breyta - Þarftu að bæta? ^jepgafieiÍSl Stök teppi á parket og flísar - mikið úrval Dreglar og slabbmottur fyrir veturinn Sisal og kókos gólfteppi frá 2,711 kr. tkJ Kópal -10 Itr 10% gljái 3,990 kr. Kópal - 4 Itr 10% gljái 1,990 kr. Ný sending af Veggfóðri og veggfóðursborðum Skrautlistar og rósettur - mikið úrval Betri og bjartari verslun • Sérpöntunarþjónusta , Líttu við í Litaver - heflir avat bor8að Sl?! Opnunartími: Mán. - fös. 9.00 -18.00 Lau. 10.00-16.00 Ik tepSboðin Grensásvegur 18 • Sími: 581 2444 Kona í fjallaþorpinu Comsar i Neeium-dal syrgir ættingja sína sem fórust í jarðskjálftan- um 8. október. Skjálfti skekurJapan Öflugur jarðskjálfti skók austur- hluta Japans í gær með þeim af- leiðingum að byggingar nötruðu í höfuðborginni Tókýó og í nágrenni hennar. Síðdegis í gær hafði ekki verið tilkynnt um meiðsl á fólki eða tjón af völdum skjálftans sem mældist 6,2 á Richter-kvarða. Upp- tök hans voru undir sjávarmáli um 38 kílómetra frá strönd Ibaraki-hér- aðs að sögn veðurstofu landsins sem sagði ennfremur að ekki væri hætta á flóðöldu í kjölfar hans. Flugbraut- um á Narita-flugvelli í Tókýó var lokað tímabundið en síðan opnaðar á ný og hið sama má segja um lesta- samgöngur. Þá var starfsemi sjálf- krafa hætt í kjarnorkuveri í grennd við skjálftasvæðið. Ár er síðan jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter-kvarða varð 40 manns að bana og olli skemmdum á meira en 6000 heimilum í norðurhluta lands- ins. Það var mannskæðasti skjálfti í landinu síðan jarðskjálftinn í Kobe varð 6433 að bana árið 1995. B

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.