blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 26
26 I MEWWIWG
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 Maöiö
LA frumsýnir Fullkomið brúðkaup
Kostuleg vandrœði og skondnar aðstœður
1 kvöld, fimmtudaginn 20. októb-
er, frumsýnir Leikfélag Akureyrar
gamanleikritið Fullkomið brúð-
kaup eftir Robin Hawdon. „Ég heill-
aðist af leikritinu þegar ég las það,“
segir leikstjóri verksins, Magnús
Geir Þórðarson. „Þetta er alveg
hreint óborganlega fyndið leikrit
með kostulega vandræðalegum og
skondnum aðstæðum. Textinn er
knappur og hraður. Þetta er nútím-
anlegt verk um venjulegt nútímalegt
fólk. Margir þessara sígildu farsa
eru of langir og hægir. Svo hefur mér
oft fundist vanta björt og jákvæð
leikrit í leikhúsin. Þetta leikrit er í
anda góðu bresku rómantísku gam-
anmyndanna, Four Weddings and a
Funeral, Love Actually, Notting Hill
og About a Boy. Þetta er leikrit um
alvöru fólk sem gæti verið Jói eða
Gunna i næsta húsi og margir ættu
að sjá sjálfa sig á sviðinu og vonandi
getað brosað að. Leikrit sem kemur
manni til að hlæja og fara brosandi
út úr leikhúsinu. Leikritið svona
dansar á milli þess að vera dæmi-
gerður farsi með hurðum, misskiln-
ingi og framhjáhaldi yfir í það að
vera hugljúft kómískt leikrit um ást-
fangið fólk.“
Fjör og hlátur
Með aðalhlutverk fara Álfrún Örn-
ólfsdóttir, Esther Thalia Casey,
Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes
Haukur Jóhannesson, Maríanna
Clara Luthersdóttir og Þráinn Karls-
son. „Þetta er búinn að vera ótrúlega
skemmtilegur æfingatími. Leikar-
arnir sex eru flestir inni á sviðinu
allan tímann og því höfum við frá
fyrsta degi unnið þetta öll saman á
öllum æfingum," segir Magnús Geir.
„Það er búið að vera mikið fjör og
ótrúlega mikið hlegið. Reyndar svo
mjög að á tímabili horfði til vand-
ræða! Við höfum hlegið að aðstæð-
unum og hvoru öðru. Ég hef sjald-
an unnið með jafn duglegum og
skemmtilegum leikhópi og þessum.
Allir hafa lagt sig alla fram og við
höfum skemmt okkur mikið saman.
Þar sem persónurnar standa okk-
ur svo nærri hafa þær verið tilefni
margra sögustunda af neyðarlegum
atvikum sem við höfum heyrt af vin-
um okkar eða lent í sjálf.“
Uppselt fram í tímann
Mikil áhugi virðist vera á sýning-
unni því þegar er uppselt á fyrstu tíu
sýningar verksins. „Það er náttúru-
lega alveg ótrúlega skemmtilegt að
finna hvað fólk er spennt og mikil
eftirspurn er eftir miðum,“ segir
Magnús Geir. „Greinilega líst fólki
á sýninguna og trúir því að hér sé
á ferðinni skemmtileg sýning. Við
höfum orðið vör við að margir skipu-
leggja hópferðir á sýninguna og það
er mikill straumur fólks annars
staðar að af landinu í leikhúsferðir
norður. í fyrra tókum við upp nýtt
sýningarfyrirkomulag sem er þann-
ig að hvert verk er bara sýnt í stutt-
an tíma en sýningar eru þéttar á
tímabilinu. Það var gríðarlega góð
aðsókn í fyrra og stundum komust
færri að en vildu. Ég held að fólk
sem missti af gæsinni í fyrra ætli
ekki að láta það henda sig aftur og
tryggi sér því miða í tíma á sýning-
ar sem það langar að sjá. Um daginn
voru gestasýningar á Belgíska Kon-
gó og þá komust færri að en vildu og
allar fyrirhugaðar gestasýningar á
Piaf í nóvember voru uppseldar. Til
að mæta þessari eftirspurn höfum
við bætt inn aukasýningum, bæði
Fýla út í Booker verðlaunahaía
Eins og kunnugt er hreppti írski rit-
höfundurinn John Banville Booker
verðlaunin fyrir skáldsögu sína The
Sea. Úrslitin komu gríðarlega mikið
á óvart og sagt er að þegar tilkynnt
var um þau á hátíðarsamkomu hefði
þögn slegið á alla viðstadda, svo
mikil varð undrunin. Daginn eftir
sagði bókmenntaritstjóri The Inde-
pendent þetta hugsanlega vera versta,
sannarlega öfugsnúnasta og kannski
óréttlætanlegasta val í 36 ára sögu
verðlaunanna. Þetta var ekki eina
gagnrýnisröddin því margir urðu
til að nöldra vegna niðurstöðu dóm-
nefndar. Banville varð skiljanlega
furðu lostinn. „Fyrst mér eru afhent
andskotans verðlaunin af hverju hef-
ur þá enginn neitt fallegt að segja um
mig?” kvartaði hann.
Skýringanna er ekki einungis að
leita í óánægju með bókina. The Sea
er reyndar afar góð bók og frábær-
lega stíluð en það kann að trufla ein-
hverja hversu lágstemmd hún er. Ban-
ville varð það hins vegar á að sigra
þungavigtarhöfunda. Af þeim sex
höfundum sem tilnefndir voru var
Banville sá sem talið var vonlaust að
ynni. Öruggt var talið að valið stæði
á milli Julian Barnes og Kazuo Ishig-
uro. Nú tala því ýmsir eins og Barnes
hafi stolið verðlaununum.
Það kann líka að skýra hin nei-
kvæðu viðbrögð að margir bók-
menntamenn hafa ekki fyrirgefið
Banville fyrir sláturdóm hans um
skáldsögu Ian McEwan, Saturday. Sú
bók hafði fengið frábæra dóma og var
talin líkleg til að hreppa Bookerinn -
en þá birtist dómur Banville þar sem
hann sagði bókina slæma og fárán-
lega. Þessi dómur hafði veruleg áhrif.
Margir þeirra sem áður höfðu borið
lof á bók McEwans fundu henni nú
flest til foráttu. Saturday kom ekki
lengur til greina sem verðlaunabók.
Hvað sem segja má um viðtökur
bókmenntamanna við Booker verð-
launaveitingunni þá hefur almenn-
ingur tekið við sér og sala á The Sea
hefur þrefaldast.
John Banville. Ekki eru allir sáttir við nýja
Booker verðlaunaliafann.