blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 8
8 I XNNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 blaöið Rjúpnaveiði: Gjaldtaka í góðu lagi Sveitarstjóri Húnaþings vestra segist hafa heyrt afgagn- rýni áfyrirkomulagveiðileyfagjalds en segir ákvörðun- ina réttmceta. Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í Húna- þingi vestra segir ekki rétt að bann við rjúpnaveiðum hafi verið sett á svæðinu eins og kom fram í máli Sig- mars B. Haukssonar, formanns Skot- vís í Blaðinu í gær. Þar sagði Sigmar að sett hefði verið bann við rjúpna- veiðum á Víðidalstunguheiði og Arnarvatnsheiði. Sigmar gagnrýndi einnig gjaldtöku þá sem viðhöfð er í Húnaþingi þar sem heimamenn greiða 3.000 krónur fyrir veiðileyfi á meðan utanbæjarmenn þurfa að greiða 5.000 krónur. „Við höfum ekki bannað veiðar á rjúpu á þessum svæðum," Skúli sagði það hins vegar rétt hjá Sigmari að greiða þurfi fyr- ir veiðileyfi í Húnaþingi, og eigi það við um Víðidalstunguheiði og Arn- arvatnsheiði. „Þetta eru reglur sem sveitarstjórnin hefur samþykkt, og við erum að mælast til að fólk fylgi. Ég hef heyrt þessa gagnrýni á fyrir- komulag gjaldtökunnar og er það eitthvað sem við erum að skoða núna. Hvort þessu verði brey tt núna í haust eða að ári get ég ekkert sagt um. Við teljum okkur vera í fullum rétti til að gera þetta á þennan hátt en við tökum ábendingunum bara vel og vegum og metum þessa stöðu.“ Skúli sagði enga gaumgæfilega at- hugun á því hvort það standist lög að utanbæjarmenn þurfi að greiða hærra verð fyrir veiðileyfi. „Hugs- unin á bak við það að heimamenn greiði lægra verð er einfaldlega sú að þeir fái að njóta nálægðarinnar, og það er ekkert óeðlilegt við það að mínu mati.“ Styrkja Stigamót A uppskeruhátíð byggingariðnaðarins sem haldin var í samvinnu við Steypustöðina 8. október sl. voru seld vináttubönd til styrktar Stígamótum. Fjöimörg fyrirtæki og einstaklingar gáfu í söfnunina. (gær var svo forsvarsmönnum Stígamóta afhentur afraksturinn sem nam alls einni og hálfri milljón króna. vinnum meira Fyrstu vöruT á markað í nóvember Islendingar vinna að meðaltali 4% lengur um þessar mundir en þeir gerðu fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í nýjum niðurstöðum úr ársfjórðungs- legri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu, sem birtar voru í gær. Er ástæðan rakin til spennu á vinnumarkaði og minna at- vinnuleysis nú miðað við sama tíma í fyrra. Meðalfjöldi vinnu- stunda um þessar mundir eru tæplega 44 klst. á viku hverri. gorenje ÍSSKÁPUR Verð kr. 69.900 Áður kr. 96.900 RÖNNING Borggrtúni 24 | Reykjavík | Sími: 562 4011 | Óseyri 2 | Akureyri | Sími: 460 0800 Lifeyrissjóðir: Mikil aukn- ing eigna Eignir íslenskra lífeyrissjóða hafa aukist um 123 milljarða króna, eða 12,5% það sem af er þessu ári. Frá þessu er sagt á heimasíðu Viðskiptablaðs- ins í gær. Þar segir ennfrem- ur að i ágúst síðastliðnum hafi eignir sjóðanna numið í.no milljöðrum króna. „Erlendar eignir sjóðanna námu 264 milljörðum króna eða 23,8% af heildareignum. Hlutfall erlendra eigna í árslok 2004 nam hins vegar 22,1% og nemur aukningin tæplega 80 milljörðum króna. Sérstaka athygh vekur að innlend hlutabréfaeign hefur vaxið um 28,9% frá árslokum 2004 eða um tæplega 37 milljarða króna enda hefur úrvalsvísi- talan hækkað um 38% frá áramótum “ segir ennfremur á heimasíðu Viðskiptablaðsins. Leðurjakkar Áður: 14.900.- Nú: 9.990.- Laugavegi 54, sími 552 5201 Framkvœmdastjóri Mjólku sakar mjólkuriðnaðinn um að bregða fœti fyrir fyrirtækið. Vífilfell hf keypti nýverið 30% hlut í Mjólku. Ólafur M. Magnússon framkvæmda- stjóri Mjólku segir að með aðkomu Vífilfells hafi fyrirtækið fengið öfl- ugan bakhjarl með langa og farsæla reynslu af því að framleiða inn á hinn kröfuharða íslenska neytenda- markað. „Samstarf við Vífilfell mun treysta Mjólku mjög í þeirri samkeppni sem framundan er við ríkisstyrktan samkeppnisaðila.“ Mjólka er sem kunn- ugt er starfandi utan greiðslumarkskerfis landbúnaðarins og nýt- ur því ekki framleiðslu- styrkja frá ríkinu. „Við höfum gengið frá sam- starfssamningi á milli fyrirtækjanna," segir Ólafur í samtali við Blaðið. „Samstarfið gef- ur okkur ákveðin tæki- færi sem við horfum á til framtíðar enda hefur Vífilfell gríðarlega mikla þekkingu á sölu og markaðsmálum, sölu og dreifingar- málum auk þess að vera mjög stór framleiðandi.“ Mjólka er að vinna að því að koma fyrstu vöru sinni, fetaosti, á markað. fhuga lögsókn „Það gengur ágætlega nú um stundir hjá okkur, þó að það hafi nú gengið á ýmsu. Það sem hefur komið okkur mest á óvart er ákveðin tregða í kerfinu til þess að af- greiða þau erindi og annað sem við höfum þurft að fá afgreidd. Við höf- um líka fundið fyrir því, og erum við að láta skoða þau mál hjá lögfræð- ingi okkar, að mjólkuriðnaðurinn hefur beinlínis verið að bregða fyrir okkur fæti. Þar á ég við til dæmis að okkur hefur verið neitað um að kaupa undanrennuduft til iðnaðar- framleiðslu. Duftið er niðurgreitt af ríkinu um 47% og hafa innlendir framleiðendur þurft að sæta því að geta ekki keypt það á heimsmarkaðs- verði þar sem það hefur oft á tíðum verið mun lægra. Því finnst okkur mjög skrítið þegar einokunarfyrir- tæki eins og Osta og smjörsalan neit- ar að afgreiða okkur um vöruna. En það stoppar okkur ekki neitt og við erum farin að framleiða vörur sem neytendur mega búast við að komi í verslanir í nóvember." ■ RYMINGARSALA 1 SERVERLUN MEÐ INNRETTINGAR OG STIGA 7® AFSLÁTTUR AF NÝJUM VÖRUM TIL 22. OKT. A ELDHÚS OG BAÐINNRÉTTINGUM VEGNA ENDURNÝJUNAR í SÝNINGARSAL. AFSL. ER VEITTUR AF SÝNINGARINNRÉTTINGUM W7W7W/d Hamraborg 1 • 200 Kópavogur • Sími 554 4011 • Fax 554 4111 • a 3JUOI inn val@inn val. is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.