blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 32
32 I AFÞREYING FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER blaðiö Má&faí lak ÍSLAND Á TRAFALGAR Þrír íslenskir brettamenn munu halda til Lundúna eftir réttan mánuð til þess að taka þátt í Red Bull Rail Storm snjóbretta- mótinu á Trafalgartorgi þann 20. nóvember. Þeir Eiríkur Helgason, Guðlaugur Hólm Guðmundsson og Viktor Helgi Hjartarson verða fulltrúar íslenskra fjalla í stórborginni og verða að öllum líkindum landi og þjóð til sóma. Ellefu þjóðir senda fulltrúa sína en heimamenn eru frekir og senda tvö lið til keppni. Samkvæmt tilkynningu verður atburðurinn svakalegur og stærri en nokkru sinni fyrr. Á Red Bull Rail Storm munu 36 snjóbrettakappar koma saman í miðborginni ásamt 8 þúsund áhorfendum og þannig verður boðið upp á stórkost- lega sýningu. íslendingum gefst kostur á að fá sér miða á viðburðinn og eru allar upplýs- ingar að finna á Bigjump.is. NOKIA I NÁTTÚRUNNI „Fyrir marga neytendur er farsíminn orðinn ff amlenging á stíl hvers og eins - hann er orðinn að jafnmikilli tískuyf- irlýsingu og hann er þróað samskiptatæki", sagði Alastair Curtis, varaforseti hönnunar- deildar Nokia, þegar hulunni var svipt af nýjustu framleiðslu þessa forna stígvélaframleið- anda. Nýja línan heitir L’Amour á fr anska vísu og er sam- hljómur við náttúr- una ríkjandi í henni. w ■ Ljösin í bænum 0 SUBURVE* Stigahlíð45 • 105 Reykjavík SU DOKU talnaþraut nr. 75 Leiðbeiningar Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem uþþ eru gefnar. 5 6 8 1 8 3 2 7 1 2 6 7 9 1 4 2 3 8 3 9 4 9 2 6 7 5 1 4 Lausn á 75. þraut veiöur aö finna í blaðinu á moigun Lausn á 74. gátu 4 3 2 7 6 5 8 1 9 9 7 8 2 1 4 3 5 6 6 1 5 8 3 9 4 2 7 7 2 4 9 8 3 5 6 1 5 6 1 4 7 2 9 8 3 3 8 9 6 5 1 7 4 2 8 4 6 I 9 7 2 3 5 2 9 3 5 4 6 1 7 8 1 5 7 3 2 8 6 9 4 Mý könnun hefur leitt í ljós að þeir sem búa til tölvuleiki eru í lang- flestum tilfellum karlmenn - jafnréttið á langt í land. Götu ust götum Lyon í Frakklandi hafa tveir ungir menn smellt hönnun sinni á annað hundrað götu- í skiltum og fest á ljósastaura borgarinnar. Lista- mennirnir tveir, annars vegar grafískur hönnuður og hins vegar ljósmyndari, mynda saman listahópinn Kanardo. Nöfn sín gefa þeir ekki upp, enda segja þeir að þau skipti ekki máli. Saman stunda þeir götulist á milli þess sem þeir vinna sína eiginlegu vinnu. Þeir segja að með skiltagerðinni finni þeir innblástur fyrir önnur verkefni sín, þau sem gefa af sér í aðra hönd. „Við elskum að sjá það sem skapandi fólk út um allan heim er að gera. Hvort það eru plaköt eða límmiðar á auglýsingum stórfyrirtækja, skapalón- eða graffitíverk skiptir ekki máli. Hvert einasta skapandi verk á götum úti sem er opið öll- um vegfarendum, er okkur að skapi. List á ekki að loka inni í galler- íum með þeim viðundrum sem sækja þau“, segja tvímenningarnir. Þeir segja að á sinn hátt sé uppsetning skiltanna pólitísk yfirlýsing þar sem neðanjarðarhreyfingin er óháð föstu formi samfélagsins. Hins vegar er myndefnið sjálft á skiltunum einungis ætlað til þess að kalla fram bros á andlitum fólks. Kanardo segjast ekki enn hafa lent í útistöðum við lögregluna vegna skilt- anna en hins vegar hafi komið upp „ósamkomulag" um nokkur skapalónverk þeirra fyrir nokkrum árum. Pakkadagur I leikjabúðu Fimm tölvuleikir frá stórfyrirtækinu Electronic Arts munu kynnast hillum verslana í dag þegar þeir líta dagsins ljós. ’Æ Helst ber að nefna nýjasta SSX íeikinn. Það virðist vera góður mark- aður fyrir nýjar útgáfur á gömlu efni. SSX snjóbrettaleikurinn hefur fengið andlitsupplyftingu og nýjan " smekk á tónlist. Nú er markmiðið áð enda sem konungur fjallsins p^með iPodinn stútfullan af hágæða rokki. Síðan er komið til móts við sjtíðafólk með því að bjóða upp á -skíðaferðir og er víst mjög frelsandi að vera ekki fastur við plankann. fllp. - FIFA Hinn árlegi leikur í FIFA syrpunni sem hefur hið frumlega nafn FIFA 06, kemur nú út fyrir nýju PSP leikjavélina. Samkvæmt hönnuðum leiksins er nú loksins nánast eins og maður sé kominn í takkaskóna þar sem leikurinn er hraðari og komið er í veg fyrir rugl eins og að markmaðurinn missi boltann á milli lappanna eftir skot frá miðju. Þá á að líða mun styttri tími frá því að ýtt er á takka þar til leik- maður tekur við sér á skjánum. Hinir Nýr hetjuslagsmálaleikur, Marvel Nemesis: Rise of the Imperfects, leyfir leikmönnum að leika •rgf>> nýjustu hetjur myndasöguheimsins og berjast við hinar sígildu hetjur Marvel, t.d. Köngulóarmanninn. Nascar 06: Total Team Control, er bílaleikur sem tekur ökuþóra í hringkappakstra um Bandaríkin á allt of kraftmiklum bílum. Að lokum kemur viðbót við er-Strike skotleikinn, Counti Source, á gömlu góðu PC vél:

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.