blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 20
20 I VIÐTAL FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 blaAÍÖ Verkin skipta mestu máli Þessa dagana er Baltasar Kormákur að gera nokkrar endurbætur á mynd sinni Little Trip to Heaven. „Éftir sýningu á myndinni í Toronto ákvað ég að laga hana aðeins," segir Baltasar. „Erlendis eru myndir forsýndar, viðbrögð könnuð og síðan jafnvel gerðar endurbætur en vegna smæðar íslenska markaðarins tíðkast þetta ekki hér heima. Menn eru líka kannski hræddir við að mynd spyrjist neikvætt út ef unnið er í henni eftir forsýningu. Ég óttast þetta ekki og ákvað að nýta tækifærið því myndin verður ekki frumsýnd hér á landi fyrr en eftir áramót. Síðan er ég að undirbúa vinnslu á kvikmynd eftir sögu Arnaldar Indriðasonar, Mýrinni, sem ég og Lilja konan mín framleiðum. Það var nokkuð auðvelt að gera kvikmyndina 101 Reykjavík vegna þess að þótt bókin hafi öðlast sinn sess þá fékk hún á þeim tíma ekki sérlega góð viðbrögð og það skapaði ákveðið frelsi fyrir mig sem framleiðanda og leikstjóra. Eiginlega er betra að gera mynd eftir bók sem hefur ekki fengið glimrandi viðtökur. Það eru sterkar væntingar sem fylgja kvikmynd eftir Mýrinni og maður hefur ekki alveg sama frelsi. Hrokapúkinn í manni segir: Ég geri það sem mér sýnist. En samt er það ekki þannig með vel heppnaðar bækur. Maður verður að finna rödd kvikmyndarinnar og setja sinn eigin stimpil á hana en um leið verður maður að vera efninu trúr.“ Finnurðu stundum fyrirhrœðslu um að mistakastsem listamaður? ,Það að mistakast er nauðsynlegur þáttur í því að vera listamaður. Mér hefur gengið misvel með það sem ég hef gert þótt flest hafi gengið tiltölulega vel. Ég held að engir alvöru listamenn fari í gegnum lífið án þess að verða fyrir einhverjum áföllum. Mistök eru sennilega óumflýjanlegur þáttur velgengninnar." Tilheyri engum hóp Faðir þinn, Baltasar Samper er Spánverji. Eru spænsku ræturnar stór hluti afþér eða líturðu algjörlega á þig sem íslending? „Ég lít á mig sem íslending en á móti kemur að mér hefur aldrei fundist ég tilheyra neinum sérstökum hóp. Ætli ég sé ekki utangarðs að vissu leyti? Ég varð var við það sem barn að faðir minn var þekktur. I dag þekkja börn ekki listmálara en þegar ég var að alast upp vissu krakkar hver pabbi var. Stundum var ég kaUaður Márinn, ætli suðræna útlitið hafi ekki valdið því. Ég er ósköp þakklátur fyrir spænsku ræturnar en ég held að ég sé jafn mikiU lopapeysumaður og aðrir íslendingar." Þú ert kaþólikki, er trúin stórþáttur af þínu lífi? „Kaþólskan er arfleifð sem ég fæddist með. Kaþólska trúin er eins og foreldrar þínir. Þegar þú ert barn þá eru foreldrar þínir bara foreldrar þínir. Svo flyturðu að heiman og sérð þetta fólk í öðru ljósi og berð virðingu fýrir því á annan hátt og upp úr þrítugu ferðu að velta því fyrir þér hvaðan þetta fólk komi og hvar rætur þess liggja. Þegar ég var barn heimsótti ég ömmu mína í Pyreneafjöllin. Þá var ég ekki meðvitaður um áhrifþess á mig að eiga ömmu sem byggi í Pyreneafjöllunum en ekki í Hveragerði. Það er svipað með kaþólsku trúna. Ég ólst upp við hana og núna geri ég mér grein fyrir gUdum hennar og leita tU hennar án þess að fara reglulega í kirkju. Það er ekkert annað sem ég trúi á.“ Drakk í mig karakter Hefurþaðháðþérálistamannsferlinum að vera fallegur og hafa hvað eftir annað lent á lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn landsins? „Mér fannst á sínum tíma að umfjöUunin um suðræna útlitið og tUnefningar um kynþokka stæðu í vegi fyrir að fólk tæki mig alvarlega. Einhvern tíma var sagt við mig að ég væri of myndarlegur fyrir ákveðið hlutverk. Það særði mig mjög. I dag get ég hlegið að þessu því mér finnst ég hafa sannað að ég er annað og meira en sætur strákur. Þá verður þetta léttvægt og truflar mig ekki neitt.“ Varþetta samt ekki gottfyrir egóið? „Eg hef sjálfsagt tekið út alla kostina við þetta á sínum tíma. Samt sem áður reyndist þetta mér erfitt. Eitt sinn var ég beðinn um að vera kynnir á styrktartónleikum í LaugardalshöUinni. Ég gekk inn á sviðið og stór hópur 13-16 ára stelpna byrjaði að garga. Mér fannst verið að niðurlægja mig. Svo öskraði ein stelpan: Ég elska þig, Baltasar. Ég spurði hana hvað hún væri gömul. Fjórtán ára, svaraði hún. Kynntu mig fyrir mömmu þinni svaraði ég í Fullt af spennandi vörum sem þú vilt ekki missa afl Vilt selja eitthvað á uppbod.is? Endalausir möguleikarl Hafðu samband í síma 552 7977 eða á uppbod@uppbod.is. uppbod.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.