blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 blaöiö Ásakanir á hendur her- sveitum bandamanna: Brot á al- þjóðalögum Breskar og bandarískar her- sveitir brjóta alþjóðalög með því að neita íbúum umsetinna borga um mat og vatn. Jean Ziegler, mannréttindafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum og fyrrverandi prófessor í félagsfræði, heldur þessi fram í skýrslu sem birt verður í heild sinni í lok mánaðarins. Ziegler segir að þessari aðferð hafi meðaí annars verið beitt i umsátrinu um borgirnar Falluja, Tal Afar og Samarra. Bandarísk heryfirvöld neita ásökununum og halda því fram að þó að stundum verði töf á flutningi vista vegna átaka sé mat aldrei haldið frá fólki af ásettu ráði. ■ Fuglaflensu- tilfelli í Kína 2600 fuglar hafa drepist úr fuglaflensu á búi nálægt borg- inni Hohhot í Innri Mongólíu í Kína. Fuglarnir sem drápust voru haldnir H^Ni-afbrigði flensunnar sem getur reynst mönnum banvænt. Ekki hefur verið gefið upp um hvers konar fugla var að ræða eða hvenær sjúkdómurinn braust út. Fyrr á árinu braust fugla- flensa út í Qinghai, Xinjiang og Tíbet og var þúsundum fugla slátrað í kjölfarið. Að minnsta kosti 60 manns hafa látist úr sjúkdómnum í Asfu síðan í desember 2003. ■ Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna yfirvöld íMarokkó: 111 meðferð á flóttafólki Flóttamenn hafast við í flóttamannabúðum í Alsír eftir að hafa verið vísað úr landi í Marokkó. Yfirvöld í Marokkó brjóta al- þjóðalög með meðferð sinni á innflytjendum að mati stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem sinnir málefnum flóttamanna. Starfs- menn stofnunarinnar segja enn- fremur að marokkósk yfirvöld veiti þeim ekki fullan aðgang að tjaldbúðum þar sem talið er að hælisleitendum sé haldið. Mar- okkósk yfirvöld hafa áður staðfast- lega neitað ásökunum mannrétt- indasamtaka um að þau hafi skilið meira en þúsund flóttamenn frá ýmsum löndum Afríku eftir í Sa- hara-eyðimörkinni án matar og vatns. Skildir eftir í eyðimörkinni Aftur á móti leyfðu þau frétta- mönnum Breska ríkisútvarpsins að skoða flóttamannabúðir um 700 km sunnan við höfuðborgina Rabat. Marokkómenn halda því fram að þar sé ólöglegum innflytj- endum en ekki hælisleitendum haldið. 1 búðunum var fjöldi fólks frá stríðshrjáðum löndum svo sem Líberíu, Sierra Leone og Lýð- veldinu Kongó sem sýndu frétta- mönnum skráningarvottorð frá Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Margir þeirra sögðust hafa unn- ið löglega í Casablanca og Rabat en hafi verið handteknir af lögreglu, handjárnaðir og ekið í rútum út í eyðimörkina þar sem þeir voru skildir eftir án vatns. Báðu þeir ennfremur yfirvöld í Marokkó um að leita í eyðimörkinni að þeim sem kynnu að hafa komist lífs af. Elektron í rússneskri landhelgi Rússneski togarinn Elektron komst inn fyrir 12 mílna landhelgi Rússlands seint á þriðjudagskvöld. Rússneska freigátan Levsjenkó aðmírall fylgdi togaranum sem stefndi til hafnar í Múrmansk. Innan 12 mílna landhelginnar gátu norsk varðskip sem íylgt höíðu togar- anum ekki aðhafst frekar. Búist var við að togarinn yrði kyrrsett- ur við komuna til Múrmansk og áhöfn hans handtekin. Norðmenn telja sig eiga fulla lögsögu á hafsvæðinu í kringum Svalbarða þar sem rússneski togarinn var stöðv- aður. Rússar viðurkenna ekki þá kröfu. Skipstjóri togarans neitaði að hlýða fyrirskipunum norsku landhelgisgæslunnar sem haíði staðið hann að meintum ólöglegum veiðum í Barentshafi. 1 stað þess að halda til hafnar í Tromso snéri hann til Rússlands með tvo norska eftirlitsmenn innanborðs. ■ Wilmafœrist enn í aukana: Öflugasti fellibylur sem mælst hefur Hitabeltislægðin Wilma varð að öflugasta fellibyl sem mælst hef- ur á Atlantshafi í gærmorgun. Fellibylnum fylgdu miklar rign- ingar í Mið Ameríku og í Mexíkó og hafa veðurfræðingar varað við að Flórídaskaga standi umtals- verð hætta af honum um helgina. íbúar á Flórídaskaga og á Keys- eyjum voru hvattir til að fylgjast vel með þróun bylsins. Kraftur Wilmu jókst til muna á einum sól- arhring en að morgni þriðjudags breyttist hún úr hitabeltislægð í veikan fellibyl. Loftþrýstingur hennar mældist 892 millibör og er sami þrýstingur og á ónefnd- um fellibyl sem olli miklu tjóni á Keys-eyjum, rétt utan við Flórída- skaga árið 1935. Trisha Wallace, veðurfræðingur hjá Fellibylja- miðstöð Bandaríkjanna, sagði að þar á bæ vissu menn ekki hve lengi Wilma yrði 5. stigs bylur. Veðurspár sýndu að hún stefndi að öllum líkindum á Yucatan- sund milli Kúbu og Cancun-hér- aðs í Mexíkó og þaðan myndi hún halda út á Mexíkóflóa. Að minnsta kosti tíu manns fórust á Haítí í skriðuföllum af völdum hitabeltislægðarinnar Wilmu í fyrradag. ■ 'miHÍÍmrítbli? Rússneski togarinn Elektron gekk norskum varðskipum úr greipum í fyrradag þegar hann komst inn fyrir 12 mílna landhelgi Rússlands. Eftirlýstur stríðsglœpamaður sendirfrá sér bók: Vel la -fy Vegna aukinna umsvifa í blaðadreifingu óskar Morgunblaðið eftir að ráða fólk á öllum aldri í blaðburð víða á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst. Blaðberi hjá Morgunblaðinu færað meöaltali 31.160 kr. á mánuði fyrir klukkustundarlangan hressandi göngutúr.' Til viðbótar kemur þungaálag og greiðslur fyrir aldreifingar tvisvar i viku. Vinsamlegast hafið samband í síma 569 1440 eða sendið tölvupóst á netfangið bladberi@mbl.is. *Miöaö við að 65 eintúkum af Morgunblaðinu sé dreift i 30 skipti. Ný ljóð eftir Karadzic Bók sem sögð er innihalda ný ljóð eftir Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu Serba og eftirlýstan stríðsglæpamann, er nýkomin út í Serbíu. Útgefandinn sagði AP-frétta- stofunni að ljóðin hefðu verið skrif- uð á undanförnum mánuðum en sumum lesendum þykja þau koma sér kunnuglega fyrir sjónir. Florence Hartmann, talsmaður Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag í Hollandi sagði að ef um ný ljóð væri að ræða væri það smán að Karadzic skyldi vera frjáls og getað skrifað þau. „í stað þess að fela sig ofan í holu eins og Saddam Hussein er hann að skrifa bækur. Maður skrifar ekki bækur ofan í holu,“ sagði Hartmann. „Það er smán að eftirlýstur sakborn- ingur skuli hafa frelsi til að skrifa og gefa út bækur.“ Karadzic frekar tengdur við morð Fréttaritari Breska ríkisútvarpsins í Belgrad sagði að nafn Karadzics væri í hugum flestra frekar tengt við morð á múslimum í borgunum Sarajevo og Sebrenica en við ljóða- gerð. Þó að leiðtoginn fyrrverandi hafi verið á flótta undan réttvísinni í nærri áratug virðist það ekki hafa staðið I vegi fyrir bókmenntaferli hans. Nýja bókin sem heitir Undir vinstra brjósti aldarinnar var gefin út í Poazarevac, heimabæ Slobo- dans Milosevics, fyrrverandi for- seta Júgóslavíu, en réttarhöld yfir honum standa nú yfir í Haag vegna Gömul mynd af Radovan Karadzic, fyrrver- andi leiðtoga Bosniu-Serba, eftirlýstum stríðsglæpamanni og Ijóðskáldi. stríðsglæpa. Slavoljub Obradovic, út- gefandi bókarinnar, sagði í viðtali við AP-fréttastofuna að hann vissi ekki hvar Karadzic héldi sig og að hann myndi ekki gefa það upp þó að hann vissi það. í fyrra vann önnur bók sem hann var sagður hafa skrif- að til bókmenntaverðlauna í Serbíu. Talið er að verk Karadzic njóti frek- ar vinsælda vegna persónulegrar aðdáunar sumra Serba en út af bók- menntalegum verðleikum þeirra. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.