blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 22
22 I MATUR FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 blaöiö Margvísleg ráð við eldamennskuna Fiskur afþýddur í mjólk Þó flestir vildu vera sérstaklega góð- ir í eldhúsinu og við eldamennskuna þá er það ekki svo um mörg okkar. Það er alltaf gott að vita eitthvað að- eins meira og kunna eitthvað aðeins betur. Hér eru nokkur góð ráð sem ættu að auðvelda veruna í eldhúsinu og eldamennskuna yfir höfuð. • Ef skera á kjöt í þunnar ræmur, eins og fyrir kínverska rétti, þá er gott að frysta kjötið að hluta og þá er lítið mál að skera það fallega. • Til að hamborgarinn sé þeim mun safaríkari og betri er hægt að hella köldu vatni á kjötið áður en það er steikt eða grillað. Mælt er með hálfum bolla af vatni á móti 500 grömmum af kjöti. Til að blómkálið haldist hvítt meðan það er eldað, skal setja svolitla mjólk út í vatnið. ■ Þegar fransk- ar kartöflur eru búnar til skal geyma kartöflurnar í hálf- tíma í köldu vatni áður en þær eru steiktar. Þetta gerir kartöflurnar stökkari. Stálpottasett á góðu verði Brúðhjónalistar og gjafakort búsáhöld Sími: 568 6440 KRINGLUNNI I busahold@busahold.is • Kál geymist betur ef það er ekki skolað áður en það er sett í ísskáp- inn. Skolið kálið daginn sem það er notað. • Ekki nota stálskálar þegar salat er búið til. Notið viðar-, gler- eða keramikskálar. • Setjið sítrónu í örbylgjuofninn í 15 sekúndur áður en hún er notuð þar sem safinn tvöfaldast. • Setjið hvítlauk í örbylgjuofn í 15 sekúndur og húðin flagnar auð- veldlega af. • Besta leiðin til að geyma sellerí er með því að vefja álpappír utan um það og geyma í ísskáp. Með þessu móti geymist selleríið í margar vikur. • Þegar hvítlaukur er hakkaður er gott að strá smá salti á hann svo hann festist ekki við hnífinn eða skurðarbrettið. • Setjið epli í kartöflupokann því með því kemurðu í veg fyrir að kartöflurnar springi út. • Látið stilkana vísa niður þegar tómatar eru geymdir. Þannig verða þeir ferskir og góðir í lengri tíma. • Fiskur bragðast betur ef hann er afþýddur í mjólk svanhvit@vbl.is GYLLTA GLASIÐ 2005 EscudoRojo 1999 Gyllta glasið var veitt vinum á íslandi í fyrsta sinn síðastliðinN laugardag á uppskeruhátið í tilefni af Norðurlandakeppni vínþjóna sem haldin var hér á landi. öestu vínþjónar Norðurlanda blindsmökkuðu á þriðja tug vína í verðflokknum 1.200 til. 1.500 krónur í Vínbúðunum. Escudo Rojo sem framleitt er af Baron Philippe de Rothschild í Chile, hlaut Gyllta glasið sem eitt af 10 bestu vínunum í þessum verðflokki. Eins og fram hefur komið er Escudo Rojo úr Chile görðum Baron Philippe de Rothschild, nánar tiltekið Maipo dalnum. Escudo Rojo er stórt vín. Þar kemur saman hin gríðarlega þekking Baron Philippe de Rothschild og frábær ræktunar- skilyrði íChile. Vínþrúgurnar þrjár sem vínið er gert úr, Cabernet Sauvignon, Carmenére og Cabernet Franc eru handtín- dar. Escudo Rojo er látið liggja í 12 mánuði á franskri eik áður en það er sett á flöskur. Petta gefur vininu djúpan dökkan lit, vínið er ilmríkt og þar má finna sultaða og mikla berjalykt. Escudo Rojo er bragðmikið vin með mikinn ávöxt. Escudo Rojo er ekta hátiðarvín og passar einstaklega vel með villibráð, nauti lambi og öðrum bragðmiklum mat. Escudo Roio Veneto svædid á Ítalíu Undanfarið hefur salan á ítölskum vínum vaxið til muna. Ein ástæðan er sú að gæði ítalskra vína hafa aldrei verið meiri en núna. Hver árgangur síð- an 1995 hefur verið langt fyrir ofan meðallag hvað gæði varðar. Margir framleiðendur hafa einnig tekið sig á og passað upp á að jafnvel ódýr- ustu vínin séu sambærileg að gæð- um og vín í sama verðflokki frá öðr- um löndum t.d. Chile og Argentínu. Ekki var hægt að segja þetta fyrir 15 árum síðan. Þó það komi ekki á óvart að ítölsk vín eru að sækja á hér heima, þá kemur kannski á óvart hvaða svæði eru að verða virkilega vinsæl. Eitt svæði sem hefur verið frekar áberandi undanfarið ár er Ve- neto, sem er á norðaustur Ítalíu og frægasta borgin á svæðinu er án efa hin undurfallega Feneyjar. Á Veneto svæðinu er framleitt meira af D.O.C. vínum en á nokkru öðru svæði á Ítalíu. Það eru fjögur svæði sem hafa náð mestri fótfestu á íslandi. Bardolino: Þar eru rauðvín búin til. Vínin eru oftast mjög létt og þægileg, ekki vín til að geyma. Soave: þetta svæði var nýlega hækk- að upp í D.O.C.G. ( hæsti gæðaflokk- ur), vínið er hvítt, oftast frekar þurrt með hátt sýrustig og er ætlast til að það sé drukkið ungt. Þó er til sætt Soave hvítvín sem heitir Recioto Soa- ve en lítið er framleitt af því. Proseco: Létt freyðivín, oftast þurrt, mjög þægilegt en gerir engar kröfur til bragðlaukanna. Valpolicella: Einu sinni kallaði Ro- bert Parker, helsti víngagnrýnandi Bandaríkjanna þetta vín, “insipid industrial garbage” eða lapþunnt verksmiðjuframleitt sorp. Sem bet- ur fer hefur þetta breyst til muna, en til eru fjórar mismunandi tegundir af Valpolicella. Valpolicella D.O.C.: Rauðvín sem er yfirleitt létt og tilbúið til drykkjar strax, hefur mikið ávaxtabragð, gott eitt og sér eða með léttum mat. Valpolicella Ripasso: Valpolicella sem er sett í tunnur sem hafa enn- þá leifar af Recioto(sjá neðar). Þetta gefur víninu meiri fjölbreytni og þyngd. Recioto: Vín sem er búið til úr þurrk- uðum vínþrúgum til að fá meiri syk- ur í vínið, minnir helst á portvín. Amarone: Búið til með svipaðri aðferð og Recioto en hefur meira súkkulaði-krydd bragð og er einnig frekar í þurrari kantinum. Stefán Guðjónsson Sommelier WWW.SMAKKARINN.IS Gufrótar Heilsubuff Morgunverður/Brunch Mán-fös frá 08:00 til 11:30 Lau-sun frá 09:00 til 15:00 www.cafeoliver.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.