blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 blaftið Meiðyrðadómur Hannesar vegna handvammar HÍ? Beiðni Hannesar Hólmsteins um að heimasíðu sinni yrði lokað var ekki sinnt afstarfs- manni Háskólans, en í kjölfarið sigldi stefna Jóns Ólafssonar. Dómur í hliðstœðu máli í Kan- ada hafnaði því að menn gœtu valið sér sóknarþing vegna meiðyrða á netinu. BlaÖiÖ/SteinarHugi Hannes Hólmsteinn Gissurarson óskaði eftir því við starfsmann Háskólans að heimasíða sín yrði tekin niður í júlí 2004, en það fórst hins vegar fyrir þar til hann sendi ítrekun um það í september sama ár, eftir að stefna barst frá Jóni Ólafssyni vegna ummæla um sig á síðunni. í Fréttablaðinu í gær var það haft eftir Friðriki Rafnssyni, hjá markaðs- og samskiptadeild Há- skólans, að engin merki væru um það í sínum bókum að Hann- es hefði óskað eftir því að síðan væri tekin niður fyrr um haust- ið. Hannes hefur hins vegar lagt fram tölvupósta sína um málið og samkvæmt þeim óskaði hann eftir því hinn 3. júlí 2004 að síðan yrði tekin niður, en þá hafði hon- um borist áskorun um það frá lögmannsstofu Jóns í Englandi. Friðrik sagði í samtali við Blaðið í gær að þetta væri rétt athugað hjá Hannesi og að hann hafi áfram- sent beiðnina, en af einhverjum ástæðum hafi henni ekki verið sinnt. Vegna þessa tómlætis var Hannesi stefnt, en þá ítrekaði hann beiðnina hinn 6. septemb- er 2004 og var hún þá loks tekin niður. Lögsaga á netinu vafasöm Ailt frá því að netið varð almenn- ingseign hafa verið uppi umræð- ur um lögsögu á því. Nýlega féll dómur í Óntario í Kan- ada í máli, sem að mörgu leyti er hlið- stætt m á 1 i J ó n s gegn Hann- esi. Þar stefndi Fílabeins- strandar- maðurinn Cheickh Bangoura, sem áður var embættismaður Sameinuðu þjóðanna, bandaríska dagblaðinu Washington Post fyr- ir meiðyrði um sig árið 1997, en í greinum blaðsins höfðu komið fram alvarlegar ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni, fjármálamisferli og fleira. I dómnum kom fram að stefn- andi hefði ekki stefnt vegna um- mælanna þegar þau voru birt, heldur beðið með það í mörg ár. Það hefði hann síðan gert í Kanada eftir að hafa að- eins búið þar um þriggja ára skeið, auk þess sem gögn sýndu að einu Kanadamenn- irnir, sem skoð- að hefðu grein- arnar á þeim tíma, væru lögmenn stefn- anda. „Væri stefnanda heimilt að flytja búferlum og leggja fram lögsókn þar vegna atburða, sem áttu sér stað annars staðar, væri það verulega íþyngjandi fyrir stefnda.“ Jafnframt kom fram að stefndi gæti ekki sagt fyrir um það við út- gáfu hvert leið stefnanda lægi síð- ar í lífinu. „Að halda öðru fram myndi leiða til þess að lögsækja mætti varnaraðila nánast hvar sem er í heiminum eftir því hvar sóknaraðili kýs að skrá lögheim- ili sitt, löngu eftir útgáfu meiðyrð- anna.“ ■ Tveir litir Hvrtt-Silfur Atelur Sjálfstæðis- flokkinn fyrir tvískinnungshátt Fjallað var um flugvöllinn í Reykjavík í utandagskrárumrœðu á Alþingi ígœr Björgvin Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn fyrir tvískinn- ungshátt og stefnuleysi í afstöðu sinni til flugvallarins í utandag- skrárumræðu um Reykjavíkur- flugvöll sem fram fór á Alþingi ígær Málshefjandi að umræðunni var Guðlaugur Þór Þórðarsson, þing- maður Sjáifstæðisflokksins, en hann lagði fram fyrirspurnir til sam- gönguráðherra hvort m.a. til greina kæmi að flytja flugvöllinn og koma upp millilandaflugvelli á öðrum stað í borginni og nefndi sérstaklega Miðdalsheiði í því samhengi. I svari ráðherra kom fram að settur hefði verið á fót sérstakur vinnuhópur til að vinna að málinu og enn lægi ekki niðurstaða fyrir. Hann benti einnig á að í þessu máli væru miklir hags- munir í húfi og taldi nauðsynlegt að reyna komast að niðurstöðu sem menn gætu sæst á. Ráðherra taldi ólíklegt að byggður yrði annar milli- landaflugvöllur á suðvesturhorninu og sagði ennfremur að nýbúið væri að byggja upp Reykjavíkurflugvöll og því óráðlegt að rífa hann niður á næstunni. Umdeilt mál Björgvin Sigurðsson gagnrýndi Sjálf- stæðisflokkinn og sagði lítið sam- ræmi milli yfirlýsinga þeirra sem nú berjast um að fá að leiða borgar- stjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins og þeirra sem sitja á þingi þar sem annar aðilinn vilji flugvöllinn burt og hinn að hann verði áfram. Björg- vin lagði áherslu á að ekkert annað kæmi til greina en að Reykjavíkur- flugvöllurinn færi til Keflavíkur, annað væri bara sóun á fjármunum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði í samtali við Blaðið ekki taka gagnrýni Björgvins alvarlega. Hann segir flugvallarmálið vera erfitt mál og nauðsynlegt sé að fá niðurstöðu í því. „Þetta mál klýfur Reykvíkinga í tvær fylkingar og um það hefur verið deilt í tvo áratugi. Þetta klýf- ur líka stjórnmálaflokka ekki síður aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn þannig að það verður að fara að fást niðurstaða í málið.“ ■ m5 R- EISLA Aðeins kr. 2500.- Munið frítt á afmælisdaginn S. 565 1130 ahansen.is Varnarmál: Viðræðum um framtíð Varnarliðsins frestað Hætt var við viðræður íslenskra og bandarískra embættismanna um framtið varnarstöðyarinnar í Kefla- vík, sem áttu að hefjast í Washing- ton, höfuðborg Bandaríkjanna í gær, og er íslenska sendinefndin væntan- leg heim aftur í dag. Ríkisútvarpið hafði það eftir Ro- bert Lostis, formanni bandarísku viðræðunefndarinnar, að íslenska sendinefndin, sem er undir forystu Alberts Jónssonar sendiherra, hefði aflýst þátttöku Islendinga á fundin- um og af frekari fundahöldum yrði því ekki í bráð. Þetta mun hafa gerst í kjölfar við- ræðna þeirra Alberts og Lostis, en í þeim hefði á daginn komið að við- ræðurnar væru ekki komnar á stig efnislegra samninga líkt og vonir hefðu staðið til. Ekki hafði verið búist við að við- ræðurnar leiddu til endanlegrar niðurstöðu, enda um flókið mál að ræða og innan Bandaríkjastjórnar eru ólik sjónarmið á lofti um hana. Varnarmálaráðuneytið vill minnka umsvifin til muna, en innan utan- ríkisþjónustunnar og Hvíta hússins ríkir mun meiri skilningur á af- stöðu Islendinga. Helsti ágreiningur ríkjanna, auk umfangs varnarviðbúnaðar, felst í skiptingu kostnaðar við rekstur stöðvarinnar, en fyrir liggur að Is- lendingar þurfi að axla frekari byrð- ar að því leyti í framtíðinni. ■ Krani Blaliö/SlelnarHugi Byggingakrani við Landspitalann féll á hliðina i gær þegar jarðvegur undir honum gaf sig. Kraninn féll yfir akveg þar við hliðina en ekki urðu slys á fólki né skemmdir á eignum. Nokkurn tima mun taka að flytja kranann í burtu og verður því Háaleitisbraut neðan við bifreiðastæði við Landspítalann lokuð fram á Föstudag. 2005

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.