blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 17

blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 17
blaðið FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 FRÉTTASKÝRIIffG 117 á förum frá íslandi Kalda stríðsins en með minnkandi hernaðarlegu mikilvægi landsins sé það ekkert sem Islendingar ættu að hafa áhyggjur af. Herstöðin er til dæmis ekki bein ógn við neitt sérstakt ríki á sama hátt og hún var gagnvart Sovétríkjunum fram að hruni kommúnismans. „Ég held ekki að það yrði þess virði fyrir ein- hvern eða einhverja að fara alla leið til íslands til að framkvæma árás af einhverjum toga. Það er bæði erfitt að komast inn í landið og erfitt að komast út úr því ef viðkomandi er yfirlýstur hryðjuverkamaður eða ólöglegur innflytjandi. Sérstaklega í samanburði við önnur lönd í heim- inum.” Ekki möguleiki á sambærilegum vörnum hjá Evrópusambandinu Þegar Alyson er spurð hvort Evr- ópusambandið gæti mögulega orð- ið einhverskonar valkostur fyrir varnarskuldbindingar íslendinga hverfi bandaríski herinn alfarið á brott héðan segir hún svo ekki vera. „ísland gæti aldrei nokkurn tímann fengið þessa beinu og áþreif- anlegu hernaðarvernd sem landið fær hjá Bandaríkjunum hjá Evrópu- sambandinu né það einhliða flæði fjármagns sem streymt hefur frá Bandaríkjunum til Islands á und- anförnum áratugum. Ef að ísland myndi þiggja varnarstuðning frá Evrópusambandinu þá yrði hann að allt öðrum og breytilegri toga. Sá stuðningur myndi beinast gegn öryggisógnum nútímans, hvort sem um er að ræða fuglaflensu, loftslags- breytingar, einhverskonar hryðju- verkastarfsemi eða í raun hvað sem er. Ég tel það afar ólíklegt að það sé einfaldlega hægt að framkvæma innáskiptingu og að landið myndi áfram njóta sömu hernaðarþjónustu og Bandaríkin veita þeim.“ Með áframhaldandi samþættingu innan Evrópusambandsins, og þá sérstaklega innan Öryggis- og varn- armálavíddar þess, spá margir því að NATO verði í framtíðinni fyrst og fremst vettvangur þar sem Evr- ópusambandið og Bandaríkin takist á. Aðspurð segir Alyson að það sé sanngjörn spurning að spyrja hvort að ekki sé hætta á því í náinni fram- tíð að ísland gæti einangrast innan NATO. „Eins og er þarf Islending- um ekki að finnast eins og þeir séu skildir útundan þar sem að örygg- is- og varnarmálavídd ESB veitir all- mörgum ríkjum sem ekki eru aðilar að sambandinu, þar á meðal Islandi, tækifæri til að taka þátt í þeim verk- efnum sem hún ræðst í hverju sinni. Islendingar hafa líka verið duglegir að nýta sér þau þátttökutækifæri sem í boði eru með því að bjóða fram þá borgaralegu aðstoð sem þeir geta. Hinsvegar mun þessi vídd styrkjast innan ESB í framtíðinni og verða miklu alvörugefnara afl. Með tíð og tíma mun hún að mínu mati krefjast aukinnar samþættingar þeirra landa sem standa að henni og lönd verði knúin til að sérhæfa sig í ákveðnum málaflokkum til að bæta upp veikleika hvors annars þar sem löndin hafa ekkert sérlega mikið fjármagn til að eyða í hernaðarmál og hernaðaruppbyggingu. Því gæti sú tilfinning að ísland væri skilið dá- lítið útundan vaxið samhliða þeirri samþættingu." EES-samningurinn ekki í hættu Hún telur ekki að það yrði erfitt fyrir Evrópusambandið að taka við íslendingum ef þeir kysu að ganga inn. „ísland yrði auðtyggjanlegur biti. Ekki einungis vegna þess að það sé svona lítið land heldur líka vegna þess að íslenskur efnahagur er mjög samrýmanlegur ESB,“ enda ísland búið að taka upp allflestar löggjafir innri markaðar Sambandsins í gegn- um EES-samninginn. „Það er engin ágreiningur að neinu viti um utan- ríkismál eða siðmenningu á milli ESB annarsvegar og Islands hinsveg- ar. Frá þessu sjónarhorni er aðild afar framkvæmanleg. Spurningin hlýtur fyrst og fremst að vera hvaða ábata landið myndi hljóta af aðild í efnahagslegum og öryggistengdum skilningi og hverju það myndi tapa. Augljóslega myndu fiskveiðarnar vega þar þungt í efnahagslegu tilliti en íslenskir framleiðendur og fjár- festar þyrftu einnig að skoða gaum- gæfilega hvaða auknu gæði myndu fylgja því að ganga í sambandið. Sama gildir í sambandi við öryggis- mál. 011 þessi atriði þyrfti að skoða gaumgæfilega." Alyson segir að höfnun stjórnar- skrár Evrópusambandsins síðast- liðið sumar hafi án efa hægt á sam- runaferlinu innan sambandsins. Yfirlýsingar nýju ríkisstjórnarinnar í Noregi benda til þess að Norðmenn séu Alyson sammála og að höfnunin hafi frestað því að þeir þurfi að tak- ast á við spurninguna um aðild. „Ég held reyndar að þessi synjun stjórn- arskrárinnar hafi keypt svolítinn tíma fyrir alla þá sem eru ekki endi- lega tilbúnir að ákveða sig á þessu tímapunkti." Hún telur einnig að EES-samningurinn sé ekki í hættu svo lengi sem aðilar hans vilji halda honum við. „Jafnvel þótt að einung- is eitt ríki vildi halda honum við, meira segja ef það ríki væri Lichten- stein, þá getur samningurinn lifað af. Það verður samt að taka það inní reikninginn að því færri aðilar sem verða að samningnum, því meiri verður sú fjárhagslega byrði sem hvert þeirra þarf að axla. Evrópu- sambandið hefur enga ástæðu til að segja honum upp þannig að ef slíkt yrði gert þá kæmi það líklega frá EFTA-ríkjunum sem eiga aðild að samningnum." ■ Harpa Sjöfn heitir nú Flligger litir Endurbættar verslanir • Gott vöruval • Tilboð • Skemmtileg getraun Opnunarhatið 21. október! ð tilboð • Ka i

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.