blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 biaAÍA I Gulli Jóns fór til KR Varnarmaðurinn snjalli Gunn- laugur Jónsson sem hefur leikið með íA í knattspyrnu, skrifaði í gær undir samning við KR. Samn- ingurinn er til næstu þriggja ára. Gunnlaugur sem er 31 árs hefur verið fyrirliði í A síðastliðin fimm ár. Hann hóf leik með meistara- flokki ÍA1994. Fyrir utan að spila með ÍA í meistaraflokki fór Gunn- laugur á vit ævintýra í Noregi, Sví- þjóð og Þýskalandi í fótboltanum og var á þeim vettvangi í ein tvö ár, 1998-2000. Gunnlaugur hefur að undanförnu verið orðaður við mörg félög í Reykjavík en hann hefur verið búsettur í Reykjavík undanfarin ár og ekið á æfingar og leiki á Akranesi. Fyrir tveimur dögum sendu Skagamenn frá sér fréttatil- kynningu þar sem kom fram að Gunnlaugur yrði ekki áfram með í A á næstu leiktíð. En afhverju valdi Gunnlaugur KR? „Ég finn svona ákveðinn kraft í fé- laginu og skynja aðeins að taka þátt i að reyna að rífa þetta upp. Þeir eru búnir að fá mjög reyndan og hæfan ijáifara sem hefur alið sinn feril er- endis og það er spennandi að vera látttakandi í því“, sagði Gunnlaug- ur Jónsson í gær í samtali við Blaðið. Komu önnur lið en KR til greina hjá Gunnlaugi? Það voru þrjú Reykjavíkurfélög sem komu til greina hjá mér. Valur, Fylkir og KR sem ég hafði úr að velja og á endanum valdi ég KR“. Varþetta erfið ákvörðun? „Já, ég þurfti að velta þessu tals- vert fyrir mér. Fyrst í stað var erfitt að yfirgefa Skagann þar sem ég hef verið lengstum þannig að þetta var talsvert erfið ákvörðun. Ég er Skaga- maður að upplagi“. Teitur Þórðarson er nýráðinn þjálf- ari KR og er Skagamaður að upplagi eins og Gunnlaugur. Skptiþað máli í ákvörðun Gunnlaugs? „Það gerði svosem ekki útslagið. Teitur er vissulega Skagamaður en hann er nýr hér á landi og á eftir að koma með nýja hluti. Ég tel að ég þurfi nýja áskorun á mínum knatt- spyrnuferli. Þetta er rétti tímapunkt- urinn fyrir mig að skipta um félag ef ég ætlaði á annað borð að gera slíkt á mínum ferli“, sagði Gunnlaugur Jónsson sem hefur verið einn albesti varnarmaður okkar undanfarin ár. Missir lA er mikill en fengur KR -inga er mjög mikill. Gunnlaugi hefur ekki enn verið fengið númer hjá KR en hans treyjunúmer hjá ÍA hefur verið 4 en með það númer hjá KR hefur Kristinn Magnússon verið með. Nú er spurning hvort Kristinn lætur ekki Gunnlaugi eftir treyju númer 4. ■ I 1 I Afrekssjóður ÍBR og SPRON auglýsir eftir umsóknum íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) og Sparisjóður Reykavíkur og nágrennis (SPRON) hafa gert með sér samkomulag um stofnun sjóðs til að styrkja ungt og efnilegt íþróttafólk í íþróttafélögum í Reykjavík. Markmið sjóðsins er að styrkja ungt og efnilegt reykvískt íþróttafólk á aldrinum 15-22 ára sem hefur hæfileika til að verða afreksfólk í íþróttum. Hægt er að sækja um styrki fyrir eftirfarandi: • Þátttöku þjálfara í námskeiðum erlendis. • Verkefni sem tengjast afreksíþróttum svo sem æfingabúðir, námskeið og ferðir á mót erlendis. Félög eru sérstaklega hvött til að sækja um styrki til nýsköpunar á sviði afreksíþrótta. Hugmyndin er að félögin búi til verkefni sem miða að því að bæta árangur síns fólks, gjarnan eitthvað sem ekki hefur verið gert áður. [ því sambandi sé litið til samstarfs við aðra aðila sem tengjst afreksstarfi með einum eða öðrum hætti auk faglegra þátta og raunhæfra markmiða. Umsókn skal fylgja lýsing á verkefni ásamt fjárhagsáætlun. Umsóknum skal skilað til ÍBR, Engjavegi 6, 104 Reykjavík eða á ibr@ibr.is. Reglugerð sjóðsins er að finna á heimasíðu (BR www.ibr.is. spron ÍÞRÓTTABANDALAG REYKJAVfKUR I a é ^ Ronaldo handtekinn vegna gruns um nauðgun Portúgalski leikmaðurinn, Cristiano Ronaldo sem leikið hefur með Manchester Un- ited, var í gær handtekinn af Scot- land Yard lögreglunni. Ronaldo sem er tvítugur að aldri er sakaður um nauðgun en atburðurinn á að hafa átt sér stað á hótelherbergi í London 2.október síðastliðinn. Atburðurinn á að hafa gerst degi eftir að Manc- hester United lék gegn Fulham í London i ensku úrvalsdeildinni. Ronaldo verður í varðhaldi á meðan á yfirheyrslum stendur en ekki er bú- ist við að hann verði þar lengi að svo stöddu. Málið er hið alvarlegasta fyrir hann og Manchester United en að undanförnu hefur verið mikið rætt um þetta á spjallsíðum í Bret- landi án þess að nein nöfn hafi verið nefnd í því sambandi. Aðeins að um mjög efnilegan leikmann væri að ræða. Konan sem ákærir Ronaldo fyrir nauðgunina segir að atburður- inn hafi átt sér stað í svítu á efstu hæð hótelsins í mið London 2.októb- er. Ef Ronaldo verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér langa fangels- isvist og ljóst að knattspyrnuferill þessa unga pilts verður þá á enda. LIÐIÐ MITT í KVÖLD KL. 20.00 Böddi Bergs tekur á móti stuöningsmönnum ensku liðanna sem skeggræða um leikmenn, væntingar og drauma ásamt því að fjalla um gullaldarár hvers liðs. TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT í SÍMA 800 7000, Á WWW.ENSKI.IS EÐA I NÆSTU VERSLUN SIMANS. EOSHí $ B O LT I N I I [• I I I

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.