blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Árogdagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. ÁTÖK HJÁ FL GROUP Hlutabréfamarkaðurinn tók illa í nýjustu fregnir af sviptingum hjá FL Group í gær og lækkuðu bréf félagsins um tæp 3 pró- sent þrátt fyrir að samningurinn um Sterling flugfélagið virð- ist vera innan seilingar. Það er ekki nema von. Það er með ólíkindum hversu klaufalega hefur verið haldið á málum hjá fyrirtækinu að und- anförnu. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan tilkynnt var um umfangsmiklar skipulagsbreytingar hjá félaginu þar sem meðal annars var ráðinn nýr forstjóri í stað Sigurðar Helgasonar sem dró sig í hlé eftir farsælt starf. Meðal annars vakti athygli að ung kona, Ragnhildur Geirs- dóttir var ráðin í forstjórastólinn eftir að hafa staðið sig vel 1 fyrra starfi sínu innan samstæðunnar. Almennt var þessu vel tekið, enda sjálfsagt að ungt og vel menntað fólk ráðist til ábyrgðarstarfa. Það er ekki langt síðan að stjórn FL Group gekk nánast í heilu lagi út vegna ágreinings um stjórnun innan félagsins. Núna er nýi forstjór- inn látinn fara eftir aðeins sex mánuði og stjórnarformaðurinn sest í sætið í staðinn. Tilkynnt er um frekari uppstokkun innan félagsins og er ekkert við því að segja enda má FL Group hagræða eins og önnur fyr- irtæki. Það vekur hins vegar athygli og furðu að skipt sé um skipstjóra í brúnni eftir svona stuttan tíma. Auðvitað vitum við ekki hvað, ef þá eitthvað, hefur gengið á í yfirstjórn félagsins síðustu mánuði en það verður að segjast eins og er að þessir stjónunarhættir sem nú blasa við lykta af ákveðinni ruddamennsku. Vissi Hannes Smárason ekki hvern hann var að ráða í starf forstjóra í vor? Hvað hefur breyst svona mikið í rekstrinum sem gerir Ragnhildi Geirsdóttur óhæfa? Var ágreiningur- inn kannski óbrúanlegur? Spyr sá sem ekki veit. FL Group hefur vakið athygli síðustu ár fyrir góðan rekstur. Fyrir- tækið er á mikilli siglingu og ber að fagna því, enda er það þjóðarnauð- syn að þetta fyrirtæki gangi vel. Við munum þá tíma þegar illa áraði og menn höfðu áhyggjur af því að flugsamgöngur milli íslands og annarra landa leggðust nánast af. Þvi er ekki að heilsa í dag. Þessum árangri er fyrst og fremst að þakka hæfu starfsfólki og stjórnendum. Það er nauð- synlegt fyrir eigendur FL Group að klúðra ekki góðum árangri með klúðurslegum vinnubrögðum. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalslmi: 510 3700. Simbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreiflng: (slandspóstur. íslensk list er góð gjöf Gallerí Fold • Kringlunni og Rauöarárstíg- Opi& í Kringlunni laugardaga kl. 10-18, sunnudaga kl. 13-17 Opi& á Rau&arárstíg laugardaga kl. 11-16, sunnudaga kl. 14-16 Sjáumst í Galleríi Fold Rau&arárstíg 14-16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 • www.myndlist.is 14 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 blaöiö Yngstt TnnMSoKWRMnvuo. imvs\us 'Ffl’NTKST NÝLEGA já VFSTRÁ BG VERÐ ST6R KTIA ÉG W Forsetinn og stjórnarskráin Menn hafa enn farið að ræða stjórnarskrána í kjölfar landsfund- ar Sjálfstæðisflokksins, en þar var samþykkt ályktun, sem laut að því að breyta ætti því ákvæði stjórnar- skrárinnar, sem kveður á um synj- unarvald forseta Islands á lögum frá Alþingi. Sumir eru þeirrar skoðunar að stjórnarskrárákvæðið sé svo skýrt orðað að enginn vafi leiki á því. Og jafnvel þó svo að það standist ekki fyllilega við aðrar greinar stjórnar- skrárinnar hafi skilningur manna á tilvist þess verið einn og hinn sami um áratugaskeið án þess að mótmæl- um væri hreyft. Þar fyrir utan þurfi ákvæði af þessu tagi að vera inni til þess að slá megi á fingurna á þing- inu ef í nauðirnar rekur. Aðrir benda á að ákvæðið sé eng- an veginn skýrt, það sé verulega tak- markað af öðrum stjórnarskrárgrein- um og þess utan gangi það ekki upp að einum manni sé falið það vald að setja ákvarðanir þjóðþingsins í upp- nám með þessum hætti. Völd og ábyrgð Segja má að báðir kunni að hafa nokk- uð til síns máls, en það er hins vegar fullkomlega óþolandi að slíkur vafi leiki á um stjórnarskrána. Stjórnar- skráin er grundvöllur allra annara laga og stjórnskipunar. Minnsti vafi um hana má ekki líðast og honum verður að eyða. Því er engin goðgá að fjalla um slíkar breytingar á stjórnarskránni þó menn kunni að hafa misjafnar skoðanir á því með hvað hætti þær skuli vera. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að forseti hafi einfaldlega ekki heimild til þess að synja lögum staðfestingar upp á sitt eindæmi. Skýrt er tekið fram í stjórnarskránni að forsetinn beri enga ábyrgð á stjórnarathöfn- um sínum, það geri ráðherra. Hér er orðið ábyrgð afar mikil- vægt. Deilan stendur nefnilega um vald forseta. I lýðræðisríkjum er það ófrávíkjanleg regla að öllu valdi fylgi ábyrgð. Af sama hlýtur að leiða að ábyrgðarleysi fylgir valdaleysi. Þessu til stuðnings má minna á það að í fyrra var rætt um það að forseti gæti ekki haft afskipti af setn- ingu Fjölmiðlalaganna vegna þess að dóttir hans væri verkefnastjóri innlendra fjárfestinga hjá Baugi og færi því fyrir fjárfestingum fyr- Andrés Magnússon irtækisins í íslenskum fjölmiðlum, aukþess sem hún væri sjálf hluthafi. Þá rifjuðu menn upp skrif dr. Ólafs Jóhannessonar, sem kvað upp úr um það að forseti væri aldrei vanhæfur. Það var án vafa rétt athugað hjá dr. Ólafi, en því aðeins að forseti sé valdalaus. Þrír kostir Hvað er til ráða? Að mínu viti eru þrír kostir álitlegastir. Sá fyrri er ein- faldlega að afnema synjunarrétt for- seta og staðfesta með þeim þá venju, sem ríkt hafði frá lýðveldisstofnun. Það er sjálfsagt einfaldast að gera það þannig. Það kynni hins vegar að valda töluverðri úlfúð, því afar margir eru á þeirri skoðun að í mikilsverðum málum verði að vera hægt að skjóta málum til þjóðarinnar. Það mætti gera með því að afnema hinn form- lega synjunarrétt forseta, en setja um leið ákvæði þar sem tiltekinn hluti þings eða kjósenda gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. En síðan er þriðji kosturinn. Hann væri að halda núverandi ákvæði um synjunarréttinn, en búa svo um hnútana að því valdi fylgdi ábyrgð, til dæmis þannig að vanhæfisreglur giltu. En í hverju ætti ábyrgð forseta að felast? Hún þarf að vera veruleg, því málið snýst um grafalvarlegan hlut, sumsé að taka fram fyrir hend- urnar á löggjafarsamkundunni. Mætti ekki gera forseta það að með synjun setti hann starfið að veði, þannig að ef þjóðin staðfestir vilja þingsins þyrfti hann að segja af sér? Þá væri að minnsta kosti ljóst að valdi fylgdi ábyrgð. Höfundur er blaðamaður. Klippt & skoríð Ahorfendur Stöðvar 2 gátu hlýtt á við- tal við Gísla Martein Baldursson f fslandi í dag f fyrrakvöld. Ekki svo að skilja að það sé beinlínis fréttnæmt að Gfsli Mar- teinnséáskjánum.en hins vegar hafa sumir velt þvf fyrir sér hvers vegna Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, keppi- nautur Gfsla Marteins um borgarstjórsætið á lista sjálfstæðis- manna f komandi prófkjöri, skuli ekki hafa verið í viðtalinu líka. Ástæðan mun þó alls ekki vera sú að Glsli Mar- teinn njóti fjölmiðlatengsla sinna á sjónvarps- stöðvunum á þennan hátt. Mikið mun hafa verið reynt að fá þá Vilhjálm og Gísla Martein saman í helstu viðtalsþætti þjóðarinnar, en án nokkurs árangurs þar sem Vilhjálmur mun þvertaka fyrir að mæta Gfsla Marteini í sjón- varpssal. Þó segja gárungarnirað Jóhanna Vil- hjálmsdóttir f Kastljósi hljóti að geta lempað pabba sinn til þess að koma f viðtal þó Gísli Marteinn sé með. Mörgum hefur þótt nóg um hvernig svokallaðir raunveruleikasjón- varpsþættir hafa rutt sér rúms, þar sem mannlegar tilfinningar og átök eru opinberuð á ýmsan hátt. Nú hyggst RÚV blanda sér í leikinn, því Gísli Einarsson fréttamað- ur skipuleggur leitina að arftaka Guttorms f Húsdýragarðinum, sem fallinn er í valinn. Þeir tuddar sem komast í úrslitakeppni fá heyvisk, en það naut, sem loks verður valið, fær sfðasta hálmstráið. Þrjár kýr búa f Húsdýragarðinum og verður álits þeirra á keppendunum leitað. klipptogskorid@vbl.is IStaksteinum Morgunblaðsins í gær er um það fjallað hvernlg Hallgrímur Thorsteinsson, útvarpsmaður á Tal- stöðinni, hafi rætt um það í útsendingu að Morgunblaðið hefði breyst f flokksblað Sjálf- stæðisflokksins (kring um landsfund hans. Það er síðan rifjað upp í dálkinum hvernig fjallað hafi verið um landsfund Samfylking- arinnar á síðum þess, en það var með afar svipuðumhætti.Ersvo spurt hvort Moggi hafi þá verið flokksblað Samfylkingar. Skrýtið, Vef- Þjóðviljinn telur einmitt að svo sé alla daga.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.