blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 31

blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 31
blaöiö FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 ÍPRÓTTIR I 31 MaggiGylfa til Víkings I gær var Magnús Gylfa- son ráðinn þjálfari Víkings til næstu þriggja ára. Magnús Gylfason er Ólafsvík- ingur að upplagi þar sem hann þjálfaði fyrst á sínum ferli. Hann hefur þjálfað landshðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri og gerði það í ein 5 ár. Þá þjálfaði hann 2.flokk KR og hélt síðan til Vestmannaeyja og þjálfaði meistaraflokk ÍBV árin 2003 og 2004. Þar náði hann mjög góðum árangri og kom ÍBV i Evrópukeppni félagsliða. Síðan var Magnús ráðinn til KR og stýrði þeim í sumar en var sagt upp störfum um mitt sumar vegna slælegs árangurs. Samningur Magnúsar við Víking er óuppsegjan- legur fyrstu tvö árin. Voru fleiri lið en Víkingur sem komu tilgreina? „I rauninni komu mörg lið til greina en ég var búinn að ákveða það að ef ég ætlaði að þjálfa áfram, þá vildi ég vera í Landsbankadeildinni. Eftir að hafa skoðað leikmannamálin hjá Víkingi, þá fannst mér þetta vera rnjög freistandf, sagði Magnús Gylfason í samtali við Blaðið í gær eftir að hafa skrif- að undir þriggja ára samning við Víking um þjálfun liðsins. En hve margir leikmenn verða fengnir til félagsins? „Þeir eru ákveðnir í að styrkja liðið og það verða fengnir um 4-6 nýir leikmenn til félagsins. Verða það útlendir leikmenn eða íslendingar? „Það veit enginn hvers lenskir þeir verða, það kemur bara í ljós. Það skiptir ekki máli hvað- an þeir koma“, sagði Magnús. Tóku samningaviðræður við Víking langan tíma? „Nei í rauninni ekki. Það er að vísu um hálfur mán- uður síðan við ræddumst fyrst við. En í þessari viku hafa hlutirnir gerst hratt og örugglega og ég er mjög ánægður með samninginn". Orðrómur hefur verið á kreiki að undanförnu að þú takir við Undir 21 árs landsliði Islands. Hefur KSÍ talað við þig? „KSÍ hefur ekki rætt við mig og það á eftir að ráða í það starf. Ef til þín yrði leitað, mynd- irðu segjajá? „Já ég myndi segja já við KSÍ. Ég hef starfað þar áður og það er mjög gott að starfa hjá KSÍ“, sagði Magnús Gylfason í samtali við Blaðið í gær. Magnús er fær þjálfari, það hefur hann sýnt bæði hjá ungmennalandsliði íslands og hjá ÍBV. Margur KR-ingur- inn var ósáttur við brotthvarf hans frá félaginu í sumar og vildu meina að hann hefði ekki fengið þann tfma sem hann þurfti með liðið til að móta það eftir sínu höfði. Eitt er ljóst að Víkingar eru himinlifandi yfir að hafa náð í þennan ágæta pilt. Siggi Jóns til Grindavíkur ávallt sloppið við fall og í sumar sluppu þeir á síðustu stundu á kostnað Fram. Það er mikill hugur í Grindvík- ingum og víst er að Sigurð- ur á eftir að koma með nýja vinda með sér til Grindavíkur og yfir því ættu Grind- jánar að kætast. ■ Samkvæmt heimildum Blaðs- ins skrifa Grindvíkingar í dag eða á morgun undir þriggja ára samning við Sigurð Jónsson sem næsta þjálfara meistaraflokks félags- ins í knattspyrnu. Sigurður hefur undanfarin þrjú ár verið þjálfari Víkings. Tvö fyrstu ár samningsins verða óuppsegjanleg af beggja hálfu. Sigurður tekur við af Milan Stefán Jankovic sem kemur til með að vera í yngri flokka þjálfun hjá Grindavík ásamt því að vera Sigurði innan hand- ar. Samkvæmt heimildum Blaðsins verður Magni Fannberg Magnússon aðstoðarþjálfari Sigurðar hjá Grinda- vík. Magni Fannberg hefur verið þjálfari 2.flokks HK í Kópavogi með mjög góðum árangri ásamt því að vera aðstoðarmaður Gunn- ars Guðmundssonar þjálfara meistaraflokks HK. Grindvíkingar hafa verið í fallbaráttu undanfarin ár en A VELLINUM MEÐ SNORRA MA ALLTAF Á LAUGARDÖGUM AÐ LEIKSLOKUM LIÐIÐ MITT A MANUDOGUM KL 21.00 A FIMMTUDOGUM KL. 20.00 HELGÆRUPPGJOR ÁSUNNUDÖGUMKL 21.00 LEIKIR HELGARINNAR LAUGAROAGUR 22. OKTÓBER 11.45 Blackburn - Birmingliam (b| 14.00 Man.Utd. - Tottenham (b) 14.00 Arsenal - Man.City EB2 (b) 14.00 Fulham - Liverpool EB3 (b) 14.00 Aston Villa - Wigan EB4 (b) 16.15 Portsmouth - Charlton (b) SUNNUDAGUR 23. OKTOBER 12.30 Newcastle - Sunderland íb) 14.00 West Ham - Middlesbrough EB2 (b) 14.00 Bolton - WBA EB3 (b) 15.00 Everton - Chelsea (b) ICHLANDAIR Mr' f FRJÁLSI TRYGGÐU ÞER ÁSKRIFT í SÍMA 800 7000. Á WWW.ENSKI.IS EÐAI NÆSTU VERSLUN SÍMANS. EfíSHI % B O LT 1 NN^F

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.