blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 21

blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 21
blaðið FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 VIÐTAL I 21 míkrafóninn. Síðan gekk ég af sviðinu og fór á barinn. Ég átti að sjá um fjórtán kynningar. Ég kláraði eina. Á eftir mér kom Páll Hjálmtýsson og baðaði sig upp úr aðdáuninni. Hann kunni á þetta en ég kunni ekki á þessar aðstæður. Einhvern tíma sagði ég að ég hefði tekið þá ákvörðun að drekka í mig karakter af því ég nennti ekki að líta út eins og baby-face. Ég ákvað því að drekka allhressilega framan af ævinni til að jafna þetta út. Svo hætti ég því.“ Hvenœr áttaðirðu þigá því að drykkjan væri orðin vandamál? „Það var á frumsýningu á Hafinu í San Sebastian. Ég lenti á feikna fylliríi kvöldið áður - eitt af hundrað fylliríum. Ég var með konunni minni á hátíðinni og annað barnið okkar var með, nýlega fætt. Konan mín tók þessu ekki vel. Ég var í viðtölum allan daginn, óhemju þunnur, en tókst einhvern veginn að klóra mig út úr því. Um kvöldið gengum við hjónin, ákaflega óhamingjusöm, upp rauða dregilinn. Ég setti upp falskt bros og breiddi þannig yfir allan sársaukann og óánægjuna. Um leið hugsaði ég: Já, það er svona svipur sem fólk setur upp í Hollywood þegar það er óhamingjusamt en í aðstæðum sem eiga að vera skemmtilegar. Við tilhugsunina setti að mér kuldahroll. I flugvél á leið til London hugsaði ég: Nú er ég hættur. Síðan hef ég ekki smakkað dropa. Það eru þrjú ár síðan. Ég sökk aldrei það djúpt í brennivínið að ég færi á túrafyllirí. Ég drakk oft og lengi. Þetta var skemmtilegt en svo hætti það að vera það. Þá var eins gott að koma sér frá því. Maður sem vinnur mikið og á fimm börn verður að kunna sér hóf “ Hjónabandið skiptir þig miklu? „Ég er hamingjusamlega giftur glæsilegri konu. Við Lilja eigum tvö börn saman og ég átti tvö fyrir og hún átti eitt. Börnin eru þvf fimm alls. Við reynum að búa sem mest í Skagafirðinum. Ég hef alltaf haft unun af sveitalífi og er mikill hestamaður. Annars er ég ekki mikið fyrir að ræða mín persónulegu mál. Ef maður talar um einkalíf sitt við fjölmiðla er hætt við að maður opni fyrir umfjöllun sem maður getur svo ekki haft stjórn á. Maður getur ekki ákveðið hvernig fjölmiðlar fjalla um mann og ætlast til að þeir geri það þegar manni hentar en láti það vera þegar allt er í rúst. Og þegar maður er í vinnu þar sem maður er mikið á ferð og flugi og oft sýnilegur þá verður maður að halda einhverju fyrirsig.“ Deiltum ruslatunnulok Á sínum tima fórstu í framboð fyrir Sjálfstœðisflokkinn í borgarstjórnarkosningum. Ertu ennþá pólitískur? „Ég er það. Á hverjum einasta degi sé ég eitthvað í blöðunum sem ég er tilbúinn að rífast út af. Sérstaklega á morgnana þegar ég er að koma mér í gang. Ég fór í pólitík vegna þess að það var sífellt verið að biðja mig um að styðja ákveðna frambjóðendur. Ég svaraði því til að ég vildi frekar gera þetta af heilum hug og fara sjálfur í pólitík og koma hugmyndum mínum á ffamfæri. Ég komst að þvl, sem margir hefðu getað sagt mér fyrirfram, að í pólitík eru margar hópsálir. Ég varð varamaður sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Á einum fundi var verið að ræða ruslatunnulok. Stefna flokksins var sú að vera á móti ruslatunnulokum. Ég sá ekki alveg hvernig væri hægt að vera á móti ruslatunnulokum. En svo vildi til að R-listinn hafði ákveðið að setja lok á ruslatunnur og sjálfstæðismenn sáu mikla nauðsyn á að vera á móti því. Ég man líka eftir árshátfð borgarfulltrúa í Höfða. Sjálfstæðismenn sátu í einum enda salarins og R-listinn í hinum endanum. Menn skemmtu sér við að semja kerknisvísur hverjir um aðra, í þessum stíl „stelpur eru með bólu á nefinu, strákar eru með bólu á rassinum". Ég brást við með því að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu upp í dans. Þetta átti ekki við mig. Ég er of mikill einstaklingshyggjumaður til að geta tekið þátt í svona bulh. Það hefur ekkert breyst. Pólitík af þessu tagi er lítilfjörleg og múgsefjunin er mikil. Mín pólitíska sýn er sú að fólk á að fá tækifæri í lífinu og njóta sín og saman eigum við að skapa kerfi sem aðstoðar þá sem minna mega sín. Því miður hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki staðið fyrir þessum hugsjónum upp á síðkastið." List á ekki að vera áróðurstæki Ertu samt ennþá Sjálfstæðismaður? „Ég veit það ekki. Það fer sennilega ekki vel saman að vera hstamaður og blanda sér i pólitík. Þetta fer að þvælast hvort fyrir öðru. Fólk fer að skoða verk þín í ljósi pólitískra skoðana þinna. Ég hef aldrei getað skapað verk þar sem pólítísk stefna er í eina átt. Ég vil varpa fram spurningum, sýna ólíkar aðstæður og ólík sjónarhorn. Þetta á listin að gera. Hún á ekki að vera áróðurstæki. Slík list hefur aldrei vakið áhuga minn. Lilja 4 ever er mynd sem margir eru hrifinir af. Mér finnst hún rusl. Hún er einhliða áróður: Karlmenn eru aumingjar og drullusokkar og allar konur sem stunda vændi eru góðar stelpur sem voru óheppnar því vondu kallarnir gerðu þær að hórum. Mér misbauð þessi umfjöllun. Það eru miklu áhugaverðari sjónarhorn til í þessum málum en þau sem leikstjóri myndarinnar sýndi. Listinerhafinyfirflokkadrætti. Hún er aðferð til að fara úr skotgröfunum og skoða lífið frá öðru sjónarhorni en sínu eigin. Þá seturðu þig í spor annarrar manneskju og skilur hana. I kvikmyndum hefurðu sjónarhorn Guðs, horfir á hlutinn utan frá, sérð hann ekki innan ffá. Ef þú horfir á hlut frá einungis einu sjónarhorni þá verður sjóndeildarhringur þinn skelfilega þröngur.“ Hvaða máli skiptir alþjóðleg viðurkenningfyrir þig? „Hún skipti mig afar miklu máli í upphafi kvikmyndaferils míns. Ef þú ert búinn að starfa í tíu ár sem hstamaður á íslandi þá eru kannski fjórir til fimm gagnrýnendur sem hafa fjallað um verk þín. Það er eins og þú búir enn heima hjá foreldrum þínum. Alltaf sama fólkið sem segir þér hvernig þú ert. Þegar þú ferð að fá umfjöllun hér og þar, jákvæða eða neikvæða, um verk þín þá opnast heimurinn fýrir þér. Þá gerirðu þér grein fyrir því að það eru fleiri mið sem hægt er að róa á. En menn mega ekki elta verðlaun og viðurkenningar. Vitaskuld finnst mér ánægjulegt að fá verðlaun fyrir störf mín. Verðlaun eru á vissan hátt hégómi en hégómi er hluti af lífinu. Við megum ekki afneita því að við séum hégómafull, við eigum hins vegar að vinna með hégómann og ekki láta hann stjórna okkur. Þegar upp er staðið eru það verk manns sem skipta mestu máli. Einhver sagði við mig að hann væri kominn yfir gagnrýni og læsi hana ekki. Ég spurði hann hvort hann væri þá ekki bara kominn hálfa leið. Þegar maður getur tekið gagnrýni og unnið úr henni, er maður ekki þá kominn alla leið?“ kolbrun@vbl.is v V ✓ s \ ^ ‘Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga *Vaxtalaus kjör í allt að 24 mánuði* engin útborgun *þú hefur oftar ráð á nýjum gleraugum *2ja mánaða aðlögun á margskiptum glerjum *mikið úrval snertilinsa *fagleg og góð þjónusta *gleraugnatryggingar í boði *Linsur í áskrift 'gildir ekki um önnur tilboð Endurnýjar þu gleraugun þín nógu oft eða langar þig bara í ný? Suðurlandsbraut 50, í bláu húsunum við Faxafen Sími: 568 1800

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.