blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 24
24 I MATUR FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 blaöiö Polenta Eitt helsta meðlæti ítala með mat fyr- ir utan pasta er polenta. Það getur verið mjög skemmtilegt að breyta að- eins til og nota polenta í matargerð- ina heima hjá sér. Kokkar nota þetta nú svolítið á veitingastöðum en þetta er eitt af því léttara sem mað- ur lagar og eitthvað sem gleymist oft eða bara að fólk kann ekki að nota hana. Polenta er algjör snilld sem meðlæti, bæði með fiski og kjöti eða bara sem aðalatriði í grænmetisrétti. Fyrir þá sem ekki vita hvað polenta er þá er það gróf möluð maískorn og eru kornin ennþá gul en þetta er ekki maís-mjöl sem er hvítt duft. Þegar maður lagar polenta þá er soðið vatn með einhverjum bragð- teningum út í eins og kjúklinga eða grænmetisteningum. Síðan er po- lentamjölinu hellt út í ásamt sýrðum rjóma, parmesan og smjöri. Hrært vel í á meðan þetta sýður því þá byrj- ar sterkjan að brotna niður og þetta fer að þykkna. Þá er þetta smakkað til með salti og pipar. Það er hægt að framreiða polenta beint upp úr potti, svona mjúka. En einnig er hægt að hella henni í form með smjörpapp- ír og kæla niður, því þá er hægt að skera hana niður í alls kyns form og steikja eða grilla. Polenta er líka mjög sniðug í pinnamat, þá skorin í litla bita og sett alls konar álegg ofan á hana eins og á brauðsneið. Hægt að bragðbæta polenta með nánast hverju sem er en það þarf að gera það á meðan hún er enn í pottinum. Það er hægt að setja pestó, tómatten- inga, sólþurrkaða tómata eða ólífur svo eitthvað sé nefnt. Uppskriftin sem fylgir með í dag er forréttur: „Grilluð polenta með blönduðum skelfiski á salati“ 6 dlfiskisoð (vatn og teningur) 3 dlpolentamjöl 11/2 dl rifinn parmesanostur 1 msk smjör 1 msk sýrður rjómi 1 msk steinselja salt og pipar Aðferð: Sjá í texta að ofan og í þessu tilfelli kæld, skorin í bita og grilluð fyrir notkun. 600 g blandaður skelfiskur (rækjur, humar, hörpuskel, krœklingur) 2 msk ólífuolía 1 stk hvítlauksgeiri (hakkaður) 1 dl hvítvín 1 mskpestósósa saltogpipar Aðferð: Skelfiskurinn hreinsaður eins og venjulega og steiktur í olíunni á heitri pönnu. Þegar hann er alveg að verða klár þá er hvítlauknum, hvít- víninu og pestóinu bætt út í, hrært vel saman og bragðbætt. Þá er salat sett á disk, polentan ofan á og síðast skelfiskurinn. Sósan sem kemur á pönnunni er notuð á diskinn og gott brauð með, „skothelt" Kveðja Raggi BlaliS/Steinar Hugi Úr uppskriftabók kjötmeistara Nóatúns Fljótlegt og framandi eru orð sem eiga einstaklega vel við þennan seiðandi grísakjötsrétt Nando's sósurnar eiga uppruna sinn að rekja til Suður-Afríku. En fyrstu sósurnar sem þeir framleiddu byggðust á uppskriftum sem þróuðust hjá portúgölskum landnemum með áhrifum frá afrískum matarhefðum. Sósurnar eru fyrir þá sem eru tilbúnir að taka áhættu eins og portúgölsku landnemarnir og hafa gaman af lífinu og njóta þess til fulls. Nando’s Marinade & Stir Roasted reds Besta Shiraz vínið í Kaliforníu, fjögur ár í röð. "hvað getur verið betra með Svínahnakka" Delicato fjölskyldan er einn af elstu vínframleiðendum í Kalifornlu. Sykileyingurinn Gasparé Indelicato stofnaði fyrirtækið Delicato í Kaliforníu árið 1935. Undirstjórn þriggja sona hans,Tony, Frank og Vince, hefur fyrirtækið tekið stórstígum framförum og vakið verðskuldaða athygli fyrir framleiðslu sína undanfarin ár. Fyrirtækinu hlotnaðist sá heiður að vera kosið vínframleiðandi ársins 2003 í Kaliforníu. Þetta er sérstakur heiður, þar sem framleiðendur Kalifornlu kjósa hann úrslnum röðum. Eins má geta þess að hinn virti vínrynir, Robert Parker sá ástæðu til að taka sérstaklega fram að Delicato vínin væru góð viðbót við gæðavínflóru Kaliforníu. Árið 1988 keypti Delicato fjölskyldan San Bernabe vínekruna, sem er ein stærsta vínekran í allri Kalifornfu. I dag er Delicato eitt af þeim fyrirtækjum í heiminum sem er í hvað mesta vextinum. Shiraz þrúgan hefur verið þeirra aðal þrúga, enda fengið mörg verðlaun fyrir hana. Delicato Shiraz hefur verið útnefnd sem besta Shiraz vínið í Kaliforníu fjögur ár í röð, sem er einsdæmi. Delicato Shiraz vínið er: Dumbrautt, með angan af grænum pipar og lakkrfs. Afar góð fylling. Þaðermeð kraftmiklu bragði með keim af leðri og í löngu eftirbragðinu kemur fram bragð af bláberjum og vanillu. Margverðlaunað vín. Vínið er kjörið með grillmat, sérstaklega svfnakjöti og sterksósa á einstaklega vel við það. Vínið er einnig afar gott með þroskuðum ostum. Verð f vfnbúðum er 1220,- Vfnið fæst í öllum stærri búðum. "Smakkið og dæmið sjálf" Nýju uppskriftaspjöldin liggja frammi í öllum verslunum Nóatúns!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.