blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 35

blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 35
blaðið FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 KVIKMYNDIR I 35 400 kr. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR kl: 12 UM HELGINA í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI STftRSTft KVIKMTNDAHÚS UNDSINS • HAGATORGI • S. 530 1919 • www.haskolablo.ls FUGHTPIAN CINDERELLA MAN MUST LOVE DOGS CHARUE & THE CHOCOUTE FACTORY KÓRINN - fSLENSK HEIMILDARMTND STRÁKARNIR OKKAR KL. 5.50-8-10.15 KL 5.30-830-10.10 KL 6-8-10 KL 5.45-8 KL6 KL 10.15 TRANSPORTER 2 FUGHTPUN WALUCE & GROMIT ísl. tal MUSTLOVEDOGS SKYHIGH KL 6-8-10.10 KL 8-10.10 KL 6 KL 8-10.10 kl. 5.45 KL 6-8.15-10.30 B.l. 12 KL 3.45-6-8.15-10.30 KL4-6 KL 6-8.15-10.30 KL 5-8-10.50 B.1.14 KL 5.30-8.10.30 KL 8.15-10.30 KL3.40 KL3.50 KL3.45 FLIGHTPUN FUGHTPUNViP WALUCE & GROMIT isl. tal WALUCE & GROMIT enskt tal CINDERELU MAN THE 40YEAR OLD VIRGIN GOAL VALIANT ísl. tal SKYHIGH CHARLIE & THE CH0C0UTE FACTORY BÍÓDAGAR NORRÆNA HÚSSINS HAWAIIOSLO KL8 HADEGISBIO Russeli Crowe Renée Zeliweger Uppliföu stórkostlegustu endurkoma allra timaí Cindereila Man Óskarsverölaunahafarnir Russell Crowe og Renée Zellweger fara á kostum í sterkustu mynd ársins. FLIGHTPLAN KL8 THE 40 YEAR OLD VIRGIN KL8 AKUREYRI (RIHGLAN { 588 0800 C AKUREYRI C «1 4666 KEFLAVÍkC 421 1170 ' Útgáfa og tónleikar 12 Tóna Ný plata frá Póri Þegar Þórir var aðeins tvítugur að aldri sendi hann frá sér sína fyrstu plötu hjá 12 Tónum, I Belive in This. Sú skífa fékk frábæra dóma meðal gagnrýnenda og endaði ofarlega á mörgum listum yfir bestu plötur ársins. Ábreiða Þóris af lagi Outkast, Hey Ya!, varð feikivinsæl og ekki spillti fyrir frumlegt myndband sem fór í spilun. Síðan þá hefur I Belive inThis fengið dreifingu á Norðurlöndunum í gegnum Dotshop.se og seldist hún m.a. upp um tíma. Nú í dag, einu ári seinna kemur önnur plata Þóris út hjá 12 Tónum og heitir hún Anarchists are hopless romantics. Greina má mikinn þroska hjá tónlistarmanninum á þessu eina ári frá því frumraunin leit dagsins ljós. Öll áferð, hljómur og stefna er markvissari en líkt og áður leikur Þórir á flest hljóðfærin sjálfur og eru lögin falleg og áhrifarík. Ein stór breyting hefur þó orðið á högum hins unga sveins á göngustíg frægðarinnar. Þegar Þórir hóf leik sem einyrki gekk hann undir nafninu My summer as a salvation soldier og svo hefur einnig verið alla tíð á erlendri gund. Hér heima speglaði Þórir hins vegar sitt sjálf undir sínu skírnarnafni. Nú hefur sú ákvörðun verið tekin að nýta listamannsnafnið ógleymanlega My Summer as a Salvation Soldier á öllum vígstöðvum. Nýi diskurinn, sem kemur út í dag, var hljóðritaður í hljóðhúsi Ólafs Arnalds í Mosfellsbæ, Tónlistar- þróunarmiðstöðinni og víðar þar sem Þórir gat komið sér fyrir ásamt tölvunni og Mboxinu. Hljóðblöndun annaðist G. Kristinn Jónsson í Geimsteini en um masteringu sá Guy Davie sem hefur m.a. unnið fyrir Björk, Moby, Peaches, The Jesus & Mary Chain og Fat Boy Slim. Þórir / My summer as a salvation soldier spilar á Airwaves, laugardaginn 22. október, í Þjóðleikhúskjallaranum klukkan 02:30. Einnig leikur Þórir í verslun 12 Tóna fimmtudaginn 20. október klukkan 18:00 ásamt sænska tónlistamanninum José Gonzáles, en 12 Tónar halda úti tónleikum alla daga Airwaves-hátíðarinnar. Föstudaginn 21. október kl. 17:00 spilar Trabant, og kl. 18:00 spilar Architecture in Helsinki. Laugardaginn 22. október spila svo Viking Giant Show klukkan 13:00, Jakobínarína klukkan 14:00 og Au Revoir Simone klukkan 16:00. ■ ..og það er byrjað Iceland Airwaveshátíðin hófst í gær með kraftmiklum tónleikum hljómsveitarinnar Mammút á Gall- erý Humar eða Frægð á Laugaveg- inum. Þeir tónleikar voru þó með minna sniði en það sem fylgdi því stórtónleikar voru haldnir á fjór- um skemmtistöðum í miðborginni frameftir kvöldi. Aldrei fyrr hafa jafnmargir listamenn komið fram á hátíðinni og í ár - eða 160 hljómsveit- ir, listamenn og plötusnúðar á sex aðal-tónleikastöðum hátíðarinnar í miðborg Reykjavíkur. Mikil aukn- ing hefur orðið á heimsókn erlendra listamanna en um 30 erlendar hljóm- sveitir og listamenn koma fram á Airwaves í ár, tíu fleiri en í fyrra. ■ Mynd/SteinarHugi Plan B ÞRJÁR NÝJAR PLÖTUR í BYRJUN NÓVEMBER Nýstofnað hljómplötufyrirtæki Einars Bárðarsonar Plan B sendir núna um mánaðamótin út þrjár nýjar íslenskar plötur. Þar eru á ferðinni plötur með Garðari Thór Cortes, Nylon og Skítamóral. GARÐAR THÓR CORTES - CORTES Fyrsta sólóplata Garðars Thórs Cort- es lítur dagsins ljós og hófst undir- búningur að henni í janúar á þessu ári. Áætlaður útgáfudagur plötunn- ar í dag er fimmtudagurinn 10. nóv- ember. Það er Friðrik Karlsson sem stjórnar upptökum ásamt Robin Sellars og fara upptökur fram um þessar mundir í London. Friðrik og Robin hafa unnið mikið saman með Nigel Wright í London. Robin hefur meðal annars stjórnað söngupptök- um á tveimur síðustu plötum José Carreras og Friðrik spilað allan gít- ar á sömu plötum. Óskar Einarsson hefur útsett tónlistina fyrir Sinfóníu- hljómsveit en það er Sinfóníuhljóm- sveit Bradislava í Júgoslavíu sem mun leika undir í upptökunum. SKfTAMÓRALL-MÁ ÉG SJÁ Hljómsveitin Skítamórall er nú að senda frá sér sína fimmtu breið- skífu en sex ár eru liðin frá því að sveitin sendi síðast frá sér plötu. Platan mun innihalda 10 ný lög en þrjú af þessum lögum hafa notið mikilla vinsælda á íslandi síðustu misseri. Það eru lögin; Ástin dugir, Hversvegna? Má ég sjá og nú síðast lagið Hún eftir Þorvald Bjarna Þor- valdsson við texta Andreu Gylfadótt- ur. Það lag hefur vægast sagt slegið í gegn og er á góðri leið með að verða eitt vinsælasta lagið á landinu. NYLON - GÓÐIR HLUTIR Nylon flokkurinn er nú að ljúka vinnu við hljómplötu sem væntan- leg er í verslanir 3. nóvember næst- komandi. Hljómplatan hefur verið í vinnslu frá því í vor og mun inni- halda 12 lög. Flest lögin eru ný en tvö eru endurunnin, Dans, dans, dans og Einskonar ást sem sótt voru til áranna milli sjötíu og áttatíu. Platan er unnin af Óskari Páli Sveinssyni, Friðriki Karlssyni og Richard Barr- aclough. Meðal lagahöfunda á plöt- unni eru: Gunnar Þórðarson, Magn- ús Kjartansson, Magnús Eiríksson, Friðrik Karlsson, Óskar Páll Sveins- son og Alma Guðmundsdóttir úr Nylon. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.