blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 18
18 I SAMSKIPTI FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 blaöÍA Nauðgun vaxin út úr ólíkum kynhlutverkum Nauðganir hafa legið eins og mara á samfélaginu svo langt sem elstu heimildir ná og menn hafa löngum þrætt um það hvað nauðgun er, hvar mörkin liggja og hvað liggur að baki. Lagalega skýringin er ljós en hver er skýringin og skilgreiningin út frá félagslegum þáttum mannlegs eðlis? Helgi Gunnlaugsson félagsfræðiprófessor við Háskóla í slands leitast hér við að skýra þessa hegðun. ,Fyrst og fremst er nauðgun kynmök án samþykkis annars aðilans, í flestum tilfellum konunnar. I lagalegum skilningi er það ekki nóg. Það verður að vera ásetningur að hálfu gerandans og það er oft erfitt að sýna fram á þennan ásetning," segir Helgi. „Ef við tökum þetta út frá félagsfræðinni sem tekur víðara sjónarhorn er nauðgun þegar kynmök er gegn vilja annars aðilans - þá er um kynferðislega þvingun að ræða. Hinsvegar er þetta út frá lagalegum skilningi kallað nauðgun. Það sem ég hef lagt áherslu á þar sem ég kem inn á þetta í afbrotafræðinni er að skoða raunverulega þessar aðstæður sem verða þegar kynferðisleg þvingun á sér stað - hvernig þetta gerist í hinum félagslegum veruleika." Ólík hlutverk kynjanna Helgi segir menninguna og hlutverk kynjanna í samfélaginu skipta þar meginmáli. „Eg hef oft staldrað við og bent á ýmsar kenningir og rannsóknir. Til dæmis hefur Diana Russel, sem er félagsfræðingur og mikill kvenréttindafrömuður fjallað um að nauðgun vaxi hreinlega út úr menningunni. Við erum með ákveðnar hugmyndir um það hvernig karlar og konur eiga að hegða sér. Imynd karlsins er að vera sjálfstæður, sína vald, styrkleika, ákveðni, fá sínu fram og vera töff. Þetta eru allt eftirsóknarverðir hlutir í fari karlmanns. Hins vegar eru aðrar hugmyndir um það sem þykir eftirsóknarvert í fari kvenna. Halda sig til baka, vera undanlátssöm að einhverju leyti, ekki að trana sér fram og vera í raun veikara kynið,“ segir Helgi og bætir við að hann sé sammála kenningum Russel, um að nauðgun vaxi úr úr þessum samskiptum, karlmaðurinn sé í raun að sýna frumkvæði sitt, vald og sjálfstæði gagnvart konunni. Konan byrji þá jafnvel á því neita karlinum eins og prúðri stúlku er samboðið en láti síðan eftir þegar karlinn hefur sýnt henni fram á eðliskosti sína. Þannig geti myndast misvísandi skilaboð á milli kynjanna og kynferðislega þvingunin verði því niðurstaðan af þessum ólíku hugmyndum. „Nauðgun hefur því jafnvel vaxið út þessum ólíku kynhlutverkum sem okkur er ætlað að leika í samfélaginu en er ekki endilega utanaðkomandi mein á samfélaginu. Þetta er einn flötur sem mér finnst alveg sjálfsagt að benda á,“ segir Helgi. Þolandinn sóttur til saka Annað sem Helgi vill benda á í þessu samhengi er að kynferðisafbrot eru einu afbrotin þar sem þáttur þolandans er dreginn fram. „Oft er dregið fram að eitthvað í atferli eða fari konunnar gefi það til kynna að hún sé í raun að gefa samþykki sitt þegar hún er það ekki. Eins og hvernig hún var klædd, fyrri athafnir og eitthvað slíkt. Þetta hefur alltaf verið dálítið undirliggjandi í málsmeðferðum, þessi breytni konunnar fyrr um kvöldið, samskipti hennar við karlmanninn, vinatengslin, hvernig þau voru. Að sumu leyti held ég að þessi þáttur sé ástæðan fyrir því að konur veigri sér við því að kæra, að eitthvað verði dregið upp um þær eins og fyrri tengsl við gerendur sem gæti komið þeim illa í málsmeðferðinni." Líta ekki á þvingun sem nauðgun Helgi segir að í fjölda félagsfræðilegra kannana sem gerðar hafa verið til dæmis í Bandaríkjunum um nauðganir í samfélaginu komi fram sláandi sannleikur. „Þegar konur eru spurðar hvort þeim hafi verið nauðgað eru mjög fáar sem segja já, kannski eitt til tvö prósent. Hins vegar af spurt er hvort konan hafi einhverntímann lent í þeim aðstæðum þar sem hún hefi veriðþvingaðtilaðhafakynferðismök við karlmann gegn sínum vilja, hækkar talan mjög mikið, allt upp í 10-20%. Konur líta ekki á þessa kynferðislegu þvingun sem nauðgun heldur sem samskiptamunstur sem fór öðruvísi en upphaflega var ætlað. Karlarnir hafa auðvitað ekki nauðgað en oft lent í þeirri aðstöðu að fá höfnun og beita afli vilji þeir ekki taka höfnunina til greina. Þeir líta margir ekki á þessa þvingun sem nauðgun,“ segir Helgi. Konan verður réttlaus I réttarkerfinu hefur sýnt sig að þau mál sem líklegust eru að komast í gegn eru þau mál sem gerandi er ókunnugur fórnarlambinu. „I þeim tilfellum er einnig líklegra að málin verði kærð. Ef tengsl eru á milli á kærandi minni Hkur á því að ná fram rétti sínum. Þannig er það samt miklu oftar. Það er eins og réttur konunnar við að segja nei minnki ef hún þekkir gerandann, til dæmis ef hún hefur verið á stefnumóti svo ég tali nú ekki um ef hún hefur farið með honum heim. Þá er þannig litið á að hún hafi verið að bjóða hættunni heim. Þá er eins og konan verði réttlaus,“ segir Helgi. katrin. bessadottir@vbl. is Afleiðingar nauðgana viðvarandi - íyfirgnœfandi meirihluta Neyðarmóttaka vegna nauðgana hefur verið starfandi frá 1993. Þær konur sem leituðu sér aðstoð- ar fyrir þann tíma vegna nauðg- ana voru aðallega þær sem höfðu hugsað sér að kæra. Þær leituðu þá yfirleitt aðstoðar lögreglu og síðan til þess að fá kvenskoðun og réttarskoðun. Þá var þeim vísað á kvennadeild og ef um áverka- skoðun var að ræða fóru þær á slysadeild. Ekki var boðið upp á neinn stuðning fyrir þolendur fyrir þann tíma. Þær sem ekki ætluðu að kæra leituðu sér síður aðstoðar. Eyrún jónsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur á neyðarmóttöku vegna nauðgana svaraði nokkrum spurningum varðandi neyðarmót- tökuna og þau mál sem þangað berast. Hver eru kynjahlutföll hjá þeim sem sœkja sér aðstoðar eftir nauðg- un? Konur eru þolendur í 96 % tilfella. Það er frá einu tilfelli og upp í sex þar sem karl leitar sér aðstoðar. Þeir eiga erfiðara með að leita sér aðstoð- ar vegna þess að það er mikil skömm og annað sem fylgir þessu, það er oft fyrsta tilfinningin sem fólk fær. Karl- mönnum finnst oft að ráðist sé að karlmennsku þeirra og þeir eiga oft erfitt með að taka það upp að leita sér aðstoðar og viðurkenna það að þeir geta eins fyrir orðið þessu broti, ekki síður en konur. Það er ekki síð- ur mikilvægt að þeir veiti sér það að vinna með þetta því að þetta er jafn alvarleg fyrir þá eins og konur. Hvert er hlutfall gerenda eftir kynj- um? Gerendur eru í nánast öllum tilfell- um karlar. Það sem hefur komið inn af konum er teljandi á fingrum annarrar handar. I einu máli hefur gerandi verið kona, þar sem karl hefur leitað sér aðstoðar. Svo hafa konur kannski verið þátttakendur í málum, bæði þvingaðar og óþving- aðar til þess. Hversu margir þolendur kæra nauðgunina og hvað verður til þess að sumar ákveða að kæra ekki? Það er tæpur helmingur sem kærir. Samt eru ekki nema fá mál á ári sem fara áfram. Það eru mikil afföll í þessum málum, þau eru felld niður í stórum stíl. Ástæðan fyrir því að þol- endur ákveða að kæra ekki getur ver- ið hræðsla, og þær treysta sér ekki til þess vegna þess að þær þekkja ger- andann. Þær vita að málið sönnunar- lega er erfitt, það er orð gegn orði og það eru engin vitni sem styður mál- ið frekar. Þær hafa líka alveg sömu vitneskju og annað fólk um það að þetta er mjög erfitt mál að fara með áfram. Hinar taka ákvörðun um það að kæra þó að þær viti að málið sé erfitt. Þær vita að gerandi er að minnsta kosti tekinn til yfirheyrslu. Þær telja að það sé þess virði þó að þær viti að málið fær ekki framgang, hvorki frá lögreglu né saksóknara. Er einhver munur á þeim málum sem eru kœrð og þeim sem ekki eru kærð? Aðallega er það þannig að ef það er eitthvað sem styður málið, s.s. áverk- ar, þó það séu ekki nema minnihátt- ar áverkar þá eru konur tilbúnari að skoða það því það styður mál þeirra. Ef einhver er sem getur vitnað til um ástand konunnar, hvernig það var fyrir verknaðinn og eftir verkn- aðinn þá eru þær tilbúnari að skoða það og fara með kæruna fram. Ef um áfengisdauða eða dá er að ræða þar sem þolandi hefur vaknað I aðstæðunum er málið oft erfiðara. Hveru stórt hlutfall af þolend- um eru í áfengisdauða eða hefur jafnvel verið byrlað ólyfjan þegar verknaðurinn erframinn? Um það bil þriðjungur. Það á líka við um þær sem hafa kannski sofn- að, verið þreyttar og kannski ekki drukkið nema lítið og vakna við að gerandinn er að reyna að ná vilja sín- um fram. Síðan er þessi hópur sem man ekki aðdragandann en vakna þegar verið er að nauðga þeim. Sam- kvæmt skilgreiningu laga er þannig brot ekki nauðgun heldur misbeit- ing. Þá er refsiramminn mikið lægri, oft hefur verið rætt að taka það til endurskoðunar. Oft er það meira áfall þegar manneskja getur ekki einu sinni bjargað sér eða veitt mótspyrnu. Þetta er auðvitað mjög skemmtana og neyslutengt brot og gildir bæði um þolendur og gerend- ur í sumum tilfellum. Hverjar eru ykkar vœntingar varðandi þær lagabreytingar sem hugsanlega verða á nœstu misser- um? Við vonum að það verði farið að líta betur á andlegar afleiðingar þessara brota, að það sé líka litið til þess áfalls sem þolendur verða fyrir og hvaða áhrif það hefur til framtíðar. Við vonum líka að við endurskoð- un á lögum verði horft á kynfrelsi kvenna, að þær hafi ekki endilega barist á móti og hafi alla áverka til að hægt verði að leggja mat á það hvort að þær hafi upplifað áfall eða ekki. Það er sú vinna sem við höfum miklar væntingar til. Eina rannsókn- in sem hefur verið gerð hér á landi á áfallaröskun eftir nauðgun bendir til að um 85% höfðu orðið fyrir áfallaröskun eftir kynferðisbrotið. Það er mjög há tala. g sem skita þér ávaviqrL n Vorum að fá nýja sendingu af handlóðum, öllum þyngdarflokkum, litum og gerðum, lausum lóðum, lyftinqastöngum, ólympískum lyftingasettum og lyftincjabekkjum. Jafnt fyrir byrjendur sem meistara. Fyrir heimili, líkamræktarstöðvar, fyrirtæki og fl. Tækin eru uppsett í verslun! TaJcfu aþví vneð tœkjum... ÖRNINN0* Skeifunni 11 d. Sími 588 9890 SCHWINN PRO FORM NordicTrack.. <Z*C!/BEX NAUTILUS

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.