blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 38
38 I FÓLK FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER blaöið BEINT AFRAM BORG Smáborgaranum finnst Reykjavík vera svona beint áfram borg. Það lýsir sér kannski best í því hvernig borgin er hönnuð og hvernig hún liggur. Svona frá Gróttu og svo beint áfram uppá heiði mörg hundruð metrum yfir sjávarmáli. Hún er ekki eins og aðrar borgir sem liggja eins og kringlóttar klessur á landakortunum. Þvert á móti er hún bein og lítur frekar út eins og krepptur hnefi með útréttan vísifingur sem bendir í vestur. Þessi beina stefna í borgarskipulagi hefur valdið þrálát- um höfuðverkjum fyrir margar sálir sem í þessari borg búa. Þannig hefur t.d. reynst ómögulegt að staðsetja nákvæmlega miðbæ borgarinnar því hvar er miðjan í línu sem stöðugt er að lengjast? [ fyrstu var miðbærinn bara þar sem eina kirkjan stóð. Svo þegar hún stækkaði þótti fínt að smella nið- ur öðrum miðbæ þar sem Kringlan stendur nú. En borgin hélt áfram að stækka og rann að lokum saman við nærliggjandi svefnbæi og þá var hinn nýi miðbær orðinn eitthvað hálf utan viðaila miðju. Þetta miðjuleysi eða beint áfram stefna eins og Smáborgarinn kýs að kalla þetta fyrirbæri hefur margar sér- kennilegar birtingamyndir. Þetta hefur t.a.m. ruglað starfsmenn fyrirtækisins sem sér um almenningssamgöngur í borginni gjörsamlega í rýminu þannig að þeir vita ekki lengur í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Vagnarnir keyra fyrir vikið bara út og suður en þó aðallega fram og aftur. (umferðinni þykir ekki voða fínt að taka þeygjur. Sjaldan er meira segja gert ráð fyrir því að menn taki beygjur yfir höfuð. Þannig var bara lögð bein braut beint í gegn- um borgina til að hindra allar þannig óþarfa hreyfingar. Þar sem svo boðið er uppá beygjuljós myndast langar raðir því þeir sem keyra þeint áfram eru bara of uppteknir og sjá ekkert hina sem þverbrjóta beint áfram regl- una. Þetta gengur jafnvel svo langt að í sumum tilvikum virðast menn hrein- lega skammast sín fyrir það að þeygja. Þá reyna menn að fela það með því að gefa ekki stefnuljós heldur kjósa að skella sér leifturhratt á milli akreina í þeirri vona að engin sjái. Þetta finnst Smáþorgaranum vera hreint og beint undarlegt. HVAÐ FINNST ÞER? Snorri Sigurðsson, hjá Landsambandi kúabænda. Hvað finnst þér um leitina að arftaka Guttorms? „Við erum auðvitað afskaplega ánægð með þessa athygli og upphefð, sem nautgriparæktin fær með þessum þætti. Þetta er erfitt val. Nautið þarf auðvitað að vera af góðu kyni, það þarf að hafa gott skapferli og síðan finnst manni að það þurfi að veljast fallegt naut í þetta. Það þarf að velja naut með fallegan lit, til dæmis fallega skjöldótt í bland við bröndótt, sem er soldið séríslenskt, En síðan erum við auðvitað líka með fallega erlenda kúastofna hér, sem væru verðugir gestakeppendur í þættinum. En það væri kannski ójafn leikur, erlendu stofnarnir eru miklu vöðvastæltari. Svo skiptir skapið miklu máli, naut geta verið afar misjöfn að því leyti og sum fara í manngreinarálit. Ég er raunar ekki frá því að íslenski stofninn sé ekki ósvipaður mannfólkinu hérna í skapinu. En sendiherra íslenska kúastofnsins í Húsdýragarðinum þarf auðvitað að vera allra vinur og leika við hvurn sinn fingur." ■ Kate bannar Pete að heimsœkja sig Aumingja Kate Moss er á milli tannanna á fólki eftir nýlegt eiturlyfjamál tengt henni. Maður mætti halda að hún kynni því vel að meta heimsókn frá kærastanum Pete Doherty. En það er af og frá. 1 stað þess, hefur hún bannað honum að heimsækja sig á Meadows Rehab Clinic-meðferðarstofnunina sem hún er á í Arizona. Kate vill ein- göngu hitta fjölskyldu og nána vini. Jefferson Hack, barnsfaðir Kate, hefur fengið að koma en Pete vill hún ekki sjá. Vinur sagði: „Hún trúir að fjölskyldan geti hjálpað sér á bataveginum og vill ekki hætta á neitt í þeim efnum. Auðvitað vilja allir bara að Kate einbeiti sér að batanum." ■ Bono er „Imelda Marcos sólgleraugnanna" Bono segist vera „Imelda Marcos sólgleraugnanna“, og segist alltaf nota sólgler- augu, hvert sem hann fer, því augu hans séu mjög viðkvæm fyrir dagsbirtu. Hinn 45 ára gamli söngvari U2 hefur sjaldan sést án dýrra Bulgari-sólgleraugna síð an hann byrjaði að nota sólgleraugu að staðaldri um 1990. Hann sagði í við- tali við Rolling Stone: „Ef einhver tekur mynd af mér án gleraugnanna mun ég sjá flassið það sem eftir lifir dags, og augun á mér bólgna upp. Fólk heldur að ég sé algjör sjálfselskupúki þegar það sér hið stóra „B“ á hlið gleraugnanna minna, og að einhverju leyti hefur það bara rétt fyrir sér.“ Imelda Marcos, fyrrverandi forsetafrú Filippseyja, átti sem frægt var 3000 skópör þegár mað- ur hennar Ferdinand Marcos var forseti. ■ Madonna grátbœnir Abba Madonna hefur sagt frá því að hún hafi þurft að senda bónarbréf til laga- smiða Abba-flokksins, þar sem hún bað um leyfi til að nota hluta af tónlist þeirra á nýrri smáskífu. Brot af Abba-laginu „Gimmie Gimmie Gimmie“ er notað í nýju lagi frá Madonnu sem heitir „Hung Up“. Madonna sagði í nýlegu viðtali: „Ég varð að koma bréfi og laginu mínu til Stokkhólms, þar sem ég grát- bændi og suðaði í Benny og Björn. Ég sagði þeim að ég dýrkaði tónlistina þeirra, og að þetta væri gert þeim til heiðurs, sem er allt rétt. Þeir þurftu að hugsa mál- ið. Þeir samþykktu alls ekki strax, og þeir hefðu getað sagt „Nei“. Guði sé lof að þeir sögðu ekki „Nei“. Bara einu sinni áður hefur lag eftir Abba verið notað upp á nýtt, og það var „The Name Of The Game“, sem Fuggees-flokkurinn notuðu í lagi sínu frá 1996, „Rumble In The Jungle“. ■ NewYork Ligg veikur heima og horfði í gær á „rírönn“ af CSI: NewYork. Hló gríðarlega þegar þátturinn var að verða búinn. Þá, þegar búið var að berja einn í spað og skjóta hann svo í hausinn, einn var dauður úr heróín- notkun, ein stúlka á spítala eftir óver- dós, einn varétinn afbjarndýri, einn með skotsár í fangelsi og ég veit ekki hvað og hvað - þá kom auglýsing: New York-ferðir frá 40,900 krón- um!!! Þrír dauðir og tveir á spítala og svo þarf ég að borga fyrir að fara þangað - ég held nú ekki! Svo er fuglaflensan mikið í fréttum. Ég vil ekki deyja úr einhverju sem heitir fuglaflensa. Það er karlmannlegt að deyja úr krabbameini eða af völdum svartadauða en ef ég ligg fyrir dauð- anum vegna veiki sem heitir í höfuð- ið á fiðurfénaði skýt ég mig bara í hausinn og spara mér niðurlæging- una. Því ekki fálkaflensan? Það er ögn skárra. Sá áðan beina útsend- ingu frá alþingisumræðum þegar ég var að skipta um mynd í tækinu. Þar var Mörður að tala um prósentu- hlutfall endurgreiðslu á umbúða- skatti fiskafurða í pappaöskjum til útflutnings, en hann var ekki alveg sammála þingmanni stjórnarflokk- anna um þetta endurgreiðslu og af- sláttarhlutfall - gott að vita að þeir sóa ekki tímanum í kjaftæði á hinu háa alþingi, heldur taka bara á stóru málunum. Hvernig væri að taka fyr- ir næst frekari tekjuskattslækkanir og lækkun virðisaukaskatts? Mér finnst mikilvægt að lækka verð á i-Pod og vil að það mál verði tekið fyrir á alþingi strax! http://ingvarvalgeirs.blogspot.com/ Júlía Bjarney Björnsdóttir „Sjálfstæðisflokkurinn hefur hafn- að kynjakvóta með öllu og talið óþarfa að fólk, konur jafnt sem karl- menn, komist áfram í stjórnmálum eftir öðrum leiðum en þeim sem nefnt er hæfni. Flokkurinn hefur þó ekki gefið upp í hverju meint hæfni felist, öðru en því að sigra í próf- kjöri eða vera valinn á lista. Á með- an svo er, er nauðsynlegt að fleiri konur gefi kost á sér í prófkjörum og njóti stuðnings annarra kvenna í flokknum." www.tikin.is eftir Jim Unger © Jim Unger/di&t by United Media, 2001 „Borðið verður ekki til fyrr en eftir 20 mínútur. Hér er súpan HEYRST HEFUR... Pað vekur óneytanlega mikla athygli að Ragn- hildur Geirsdóttir skuli láta af störfum hjá FL Group, að- eins nokkrum mánuðum eft- ir að Hannes Smárason réð hana í starfið. Ætla mætti að menn hefðu vandað valið á sínum tíma á þann hátt að gætt væri að því að fólk gæti unnið saman og að störf stjórnarformanns og forstjóra rækjust ekki á. Annað hefur komið á daginn og svo virðist sem Hannes hafi ekki treyst Ragnhildi þegar á reyndi og hafi sjálfur verið með putt- ana í öllum rekstri. Það verður þó að segjast eins og er að mál- ið er í heild sinni eitt allsherjar klúður og vart til framdráttar FL Group. Pað virðist vart vera hægt að byrja með nýjan þátt í sjón- varpi án þess að tímarit fylgi með í kaupunum. Sirkus reið á vaðið með samnefnt tímarit og Vala Matt fylgdi á eftir með þátt og síðan tímaritið Vegg- fóður. Það nýjasta er þátt- urinn henn- ar Guðrúnar Gunnarsdótt- ur á Skjá ein- um sem fjallar um ungbörn og uppeldi - tíma- rit verður líka gefið út. Til við- bótar heyrist að Skjár einn sé að undirbúa útgáfu á einskonar sjónvarpsvísi sem dreift verður á öll heimili - Stöð 2 gaf á sín- um tíma út Sjónvarpsvísi en gafst upp á þvi enda þótti það ekki arðbær bisness.. Talandi um tímarit. Þau eru eins misjöfn og þau eru mörg en eitt þeirra hefur vaxið mikið á síðustu árum og er tví- mælalaust eitt hið áhugaverð- asta á markaðum í dag. Um er að ræða Lifandi vísindisemkem- urútmánaðar- lega. Þar er fjallað á ein- faldan og áhugaverðan hátt um allt sem viðkemur vísindum með hæfilegri blöndu af mannkyns- sögu. Þar er á ferðinni metn- aðarfull útgáfa sem höfðar til ótrúlega stórs aldurshóps, enda heyrist að áskrifendum fari ört fjölgandi. Olafur Ragnar Grímsson for- seti og Dorritt Moussaieff forsetafrú fara víða eins og alþjóð veit og nú á ekki að ráð- ast á garðinn þar sem hann er lægstur. f gær var nefnilega tilkynnt um opinberaheim- sókn þeirra til Hafnarfjarðar. Forsetahjónin þurfa ekki að hafa áhyggjur af löngum flugferðum að þessu sinni en sérstök athöfn verður við bæjarmörkin í fyrramálið. Spurningin er þessi - koma forsetahjónin ekki bara hlaup- andi frá Bessastöðum - enda er Ólafur öllu vanur í þeim efnum og ekki nema nokkur hundruð metrar að bæjarmörkunum. j

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.