blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 20.10.2005, Blaðsíða 16
16 I VIÐTAL FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 blaöið — — wm Auglýsingar Vandaðir & ÞÆGILEGIR Alyson Bailes • Kryddreykt VILUGÆSABRINÚA með APPELSlNUM og sherry vinaiúrette ■ VlLLISEYÐI Cappuccino með gráðosta oc sveppafylltu ravioli ■ JURTAKRYDDAÐ GRÆNLENSKT HREINDÝR MEÐ PORTVÍNSCLJÁA • BLÁBERJA Panna Cotta með stökkum bakstri ■ VER£>: KR. 6.200.- SÉRVALIN VÍN MEÐ MATSEÐLI KR. 2.900.- (0/4/ ' f 'a aiá... ... úíerbák 6/o m /y/esk e Herinn vœntanlega ÍSLENSK BLÓM FJÓRIR PISKAR - FJÖOUR CIÖS FjÓRRÉTTAÐUR /J///ÁáÁzAÆÁ// Alyson Bailes er heimsþekktur fræðimaður á sviði öryggis- og varnarmála. Hún er í dag for- stöðumaður SIPRI, Stockholm Peace Research Institute, í Svíþjóð en starfaði þar áður meðal annars í bresku utanrík- isþjónustunni og breska varn- armálaráðuneytinu um langa hríð. Þá hefur hún skrifað fjölda fræðigreina um öryggis- og varn- armál í Evrópu, samstarf Evrópu við Bandaríkin, framtíð NATO og afvopnunarmál svo fátt eitt sé nefnt. Hún tók nýverið sæti í stjórn Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla íslands og gildir skipun- in til þriggja ára. Blaðið ræddi við Alyson að þessu tilefni um ástæðurnar fyrir því að hún sé farin að starfa með íslenskri rann- sóknarstofnun, stöðu íslands í heimsþorpinu og hvað framtíðin muni bera í skauti sér fyrir al- þjóðasamfélagið. Ermikill íslandsvinur Þegar að Alyson er spurð að því hvernig það vildi til að hún gerðist viðriðin smáríkjasetur Háskóla ís- lands segir hún að hún hafi heim- sótt ísland sem ferðamaður síðast- liðinn 24 ár og er mikill aðdáandi lands og þjóðar. „I nýlegustu heim- sóknum minum hef ég verið að koma mér upp tengslum við aðila í bæði opinberum hópum og innan menntastofnanna landsins. Síðustu þrjú ár hefur Háskóli íslands boðið mér að flytja fyrirlestra á meðan að heimsóknir mínar hafa staðið yfir. f gegnum það samstarf hef ég myndað vináttubönd við ýmsa aðila, sérstaklega Baldur Þórhallsson sem kynnti mig fyrir smáríkjasetrinu og við erum nú þegar orðin mjög nánir samstarfsaðilar i því verkefni.“ Aðspurð segir Alyson að henni hafi fundist mjög áhugavert að taka þátt í að flytja fyrirlestra í námskeiðum setursins síðastliðin sumur og að það hefði verið gaman að sjá hversu fjölbreyttur hópur fólks frá hinum ýmsu löndum sýndi þessum mála- flokki áhuga. Undantekning frá reglunni ef herinn fær að vera á fslandi Alyson segir að það sé yfirlýst stefna Bandaríkjanna að draga saman her- afla sinn um allan heim. Það er ekki bara á ísland sem þessi þróun á sér stað heldur líka í löndum eins og Jap- an og Suður Kóreu. Hún segir að til- gangur þessara aðgerða sé fyrst og fremst sá að hafa eins stóran hluta bandaríska hersins og mögulegt er tiltækan á þeirra eigin landssvæði og að losa herafla til að takast á við nýverkefniíbreyttumheimi. „Ef að Bandarikjamenn myndu leyfa þess- um herafla að vera áfram á fslandi þá væru þau að gera undantekningu á yfirlýstri stefnu sinni.“ Alyson segir að þessi samdráttur eigi sér stað allstaðar þar sem Banda- ríkin séu með herstöðvar. „Hvar sem er í heiminum þar sem Banda- ríkin reyna að loka herstöðvum og draga saman seglin eru staðbundin öfl sem benda á þeirra eigin ástæð- ur fyrir því að herstöðvarnar eigi að vera áfram. Þetta eru samt sem áður á endanum samningsviðræður þar sem Bandaríkjamenn eru með öll trompin á hendi,“ segir Alyson og undirstrikar að afstaða fslend- inga er ekki með neinu móti einstök. Þá heldur hún ekki að vera hersins hér á landi geri fsland að líklegara skotmarki óvinveittra afla. Það hafi mögulega verið raunin á tímum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.