blaðið


blaðið - 03.11.2005, Qupperneq 18

blaðið - 03.11.2005, Qupperneq 18
18 I MANNLÍF FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 1 blaöiö Blaðið birtir brot úr Mannlífsviðtali Reynis Traustasonar við Lindu Pétursdóttur Fyrsta brosið I viðtalinu ræðir Linda um barns- föður sinn sem er tæplega fimm- tugur hámenntaður kanadískur krabbameinslæknir sem fæddur er í Egyptalandi. Hann kom með Lindu í heimsókn til íslands í des- ember fyrir tæpu ári og þau eyddu ára- mótunum á íslandi: „Sameigin- legir vinir okkar kynntu okkur. Mér leist vel á hann í upp- hafi en hafði ekki hugsað mér að fara út í nýtt sam- band. Þetta æxlaðist þó þannig að hann bauð mér út ogvið áttum fyrsta stefnumót okkar á Star- bucks-kaffi- húsi. Hann er vel upplýstur, mikið prúðmenni og heimsmaður og við ræddum saman um heima og geima. Hann er góður maður og barnið var vel- komið hjá okkur báðum. En sam- band okkar gekk ekki upp. Hann er búinn að koma til Islands og sjá ísabellu og hún er sólargeislinn í lífi okkar beggja. Dóttir mín er meðfærilegt barn og fyrsta brosið hennar kom fyrir nokkrum vik- um. Hún brosti þá til ömmu sinn- ar. Þennan dag brosti hún fjórum sinnum. Það er ekkert fegurra en fyrsta brosið," segir Linda. Baráttan við fíknina Linda ræðir opinskátt um áfengisvandamál sitt og segir á ein- um stað: „Aðalatriðið í mínu lífi, eins og annarra í sömu sporum, er að setja mig ekki í óþægilegar að- stæður sem orðið geta til þess að lífið fari aftur inn á braut ógæfunn- ar. Ef fólk er ekki tilbúið á það ekki að fara inn á staði þar sem áfengi er haft um hönd. Þetta hef ég að leiðarljósi og ef ég finn að ég hef ekki fulla stjórn á mér sneiði ég hjá slíkum stöðum. Eitt sinn var ég í afmælisveislu þar sem mikið var um áfengi. Ég fann að óróleika gætti innra með mér og ég stóð upp og fór. En eftir því sem árin hafa liðið verð ég minna vör við fíknina.“ Að draga lærdóm af mistökum Eins og al- þjóð veit er Linda fyrr- verandi Miss World. Hún segist ekki myndu leggjast gegn því að dóttir hennar fari út á sömu braut og segir: „Ef dóttir mín vill fara í fegurðarsamkeppni mun ég setjast niður með henni og segja henni kosti og galla þess að leggja inn á þá braut. Ég mun reyna að innræta henni að mennta sig við það sem hugur hennar stendur helst til. Þá mun ég segja henni í fyllingu timans að lesa bókina mína og fá hana til að draga sinn lærdóm af mínum mistökum í lífinu. En ég legg þó áherslu á að fólk á ekki að líta á mistök sín með öðrum hætti en þeim að þau eigi að vera til að draga lærdóm af á leiðinni til betra lífs. Markmið hvers manns hlýtur alltaf vera það að bæta líf sitt.“ ■ JÓN ÓLAPSSON OG SONUR HANS VATNIÐ, ÞUNGLYNOIÐ OG MEIÐYRÐAIVIÁUÐ Linda og Isabella Linda Pétursdóttir og dóttir hennar ísabella Ása prýða forsíðu nýjasta tölublaðs Mannlífs sem kemur út í dag. Linda er þar i einkaviðtali við Reyni Traustason ritstjóra en hann skrifaði á sínum tíma ævisögu Lindu, Linda, Ijós ogskuggar, sem kom út fyrir jólin 2003. Viðtalið prýða einkar glæsi- legar myndir af þeim mæðgum, Lindu og fsabellu, eftir Sissu. í viðtalinu er víða komið við. Linda ræðir um fæðingu dóttur sinnar, einkalíf, baráttuna við fíknina og framtíðardrauma sína. 800.000 reikningur vegna fæðingar „Fæðingin var mikil upplifun og það var yndislegasta stund lífs míns þeg- ar ég hélt á barninu mínu. Sú tilfinn- ing var engu lík af því sem ég hef áð- ur kynnst. fsabella Ása er mér mikil blessun og ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa eignast heilbrigða dótt- ur," segir Linda. f viðtalinu kemur fram að Linda glímdi við veikindi eftir barnsburðinn sem hún segir að sé smámál ef miðað sé við þá ham- ingju sem ísabella færði henni. Með- an hún glímdi við veikindinn barst henni bréf frá íslenska ríkinu: „Mér krossbrá þegar ég las að mér bæri að greiða tæplega 800 þúsund krónur vegna fæðingarinnar og veikindanna. Ástæðan var sú að ég flutti lögheimili mitt til Kanada á meðan ég var þar í námi. En ég hafði fært lögheimilið aftur til íslands í sumar. Ég sendi bréf og óskaði eft- ir niðurfellingu en því var hafnað á þeim forsendum að ég hefði aðeins verið heima í fjóra mánuði fyrir fæð- inguna en ekki sex eins og reglur segðu tilum. Ég % A hef alltaf verið íslenskur ríkisborg- S S..................................................... arí og finnst þetta ansi harkaleg inn- „Fæðingin vqt mikil upplifun og það var yndislegasta heimta stund lífs míns þegar ég héit á barninu mínu. Sú tilfinning var engu lík afþvísem ég hefáður kynnst." ISFOLKIÐ eftir Margit Sandemo Jentas hefur ákveðið að endurútgefa hinn geysivinsæla bókaflokk um ísfólkið í nýrri þýðingu Snjólaugar Bragadóttur ALAGAFJOTRAR - ÍSFÓLKIÐ 1 Leiðb.verð 1.490,- mas@baekur.is, sími: 557 3100 fax: 557 31370

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.