blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 26
34 I MENNING FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 blaAÍð Össur Skarphéðinsson gerist útgáfustjóri Tœr snilld á mettíma Össur Skarphéðinsson.„Það er firna- gaman að vera útgefandi! Nú mega þeir Jóhann Páll, Páll Bragi og Snæbjörn í Bjarti fara að vara sig." Með á myndinni er Róbert Harðarson sem valdi skákirnar. 99.......................... Við rukum í þetta, harður kjarni úr Hróknum, og nánast rifum þessa stór- skemmtilegu bók upp úr grjótinu á mettíma. ••••••••••••••••••••••••• „Hrafn hefur unnið einstakt starf við að rífa upp skákíþróttina með- al barna í skólum landsins og ver- ið ótrúlega fórnfús á sjálfan sig í því verki. Mér fannst tilvalið að á fertugsafmæli Hrafnsins kæmi út bók sem tengdist þessu verki og heiðraði í senn þennan góða vin minn og Hrókinn en lyfti um leið undir skákina. Það var líka nauð- synlegt að bókin endurspeglaði þann sóknarhug sem einkennir Hrafn í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur - ekki síst í skákinni. Niðurstaðan var að færa Hrafni í afmælisgjöf bók sem innihéldi 40 glæsilegustu sóknarperlur skák- sögunnar - eða eina skák fyrir hvert ár í lífi okkar góða vinar, “ segir Össur Skarphéðinsson, al- þingismaður, sem er útgefandi bókarinnar Tær snilld, sem kom út á fertugsafmælisdegi Hrafns Jökulssonar síðastliðin þriðjudag. „Við rukum í þetta, harður kjarni úr Hróknum, og nánast rifum þessa stórskemmtilegu bók upp úr grjótinu á mettíma. Ró- bert Harðarson valdi skákirnar í samráði við nokkra fleiri, og vin- ir okkar í Birtingaholti sáu um umbrotið. Þannig varð bókin Tær snilld til og hún kemur úr prent- smiðjunni í dag, nokkrum tím- um fyrir afmæli Hrafnsins. Inni- hald bókarinnar og uppsetning átti að miða að því að allir hefðu ánægju og gagn af því að lesa og eiga bókina, jafnt börn, sem eru að byrja að æfa skák, áhugamenn sem ekki kunna mikið fyrir sér í manntafli en hafa áhuga á skák- sögunni - en líka þeir bestu í röðum skákmanna. Eins og svo oft þegar menn vinna saman að göfugu verkefni tókst þetta með þeim fádæmum að Tær snilld er einhver skemmtilegasta skákbók sem ég hef haft í höndunum. Hún er byggð upp á örstuttum köflum í kringum sérhverja skákperlu, sagt er aðeins frá skákmönnun- um sem tefldu, og loks er skákin birt með stöðumynd. Fyrirsagn- ir kaflanna bera þess auðvitað merki að gamlir blaðamenn koma að verki og eru kannski skemmti- legustu bútar bókarinnar. Ég skrifa svo sjálfur lítinn formála þar sem tilurð Hróksins og fram- lag Hrafns til skákarinnar hér og á Grænlandi er gert skil. Þetta var einhver skemmtilegasta vinna sem ég hef komið að.“ Össur segist vonast til að fram- hald verði á starfi hans sem út- gáfustjóri. „Það er firnagaman að vera útgefandi! Nú mega þeir Jó- hann Páll, Páll Bragi og Snæbjörn í Bjarti fara að vara sig. Ég hef full- an hug á því að halda áfram að gefa út skákbækur ef við förum ekki á hausinn af þessari. Þetta kostar auðvitað helling af pening- um en kannski förum við bara út í að framleiða smjörlíki eins og Ragnar í Smára til að eiga fyrir útgáfunni. Þetta var að minnsta kosti stórskemmtileg lota og sann- kallað ævintýri að búa til Tæra snilld á metttíma." ■ ':m\ 554-3377 www.krossinn.is TÓNLEIKARKL. 20:00 rlP meö Gospel Invasion Group. f *. ■€';f/ Gestasöngvari verður Jónsi söngvari hljómsveitarinnar flprA' sWj "ísvörtum fötum" Frítt inn! Allir sem geta, mæti í felulituðum fatnaði.clxó—c SAMKOMA KL. 20:30 Gospel Invasion Group spilar. Dr Richard Perinchieftalar. SAMKOMA KL. 16:30 Gospel Invasion Group spilar. Dr Richard Perinchief talar. Ath. þrískipt barnagæsla cr á meðan a samkomu stendur. FRÍTT imi ALLTAF! ROSSUýNfl

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.