blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 I blaðið
Boðstónleikar Sinfóníunnar, forsetans ogKB banka:
Boðsmiðinn gæti kostað
hvern gest 10.000 krónur
Verðgildi boðsmiðans á hina lokuðu tónleika er ekki undir 25.000
krónum. Kemur til álita að skoða málið hjá Ríkisskattstjóra.
Söngur Bryn Terfel vakti mikla hrifningu þeirra, sem sátu tónleikana, en á hinn bóginn
voru þeir aðeins opnir útvöldum boðsgestum.
Viðskipti:
Skuldabréfa-
útgáfa eykst
Útgáfu skuldabréfa í íslenskum
krónum erlendis heldur áfram
að aukast og voru í þessari viku
gefin út skuldabréf að verðmæti
13 milljarða króna. Heildarútgáfa
skuldabréfa í krónum erlendis
nemur nú um 150 milljörðum og
er stór hluti þeirra á gjalddaga í
september á næsta ári. Samkvæmt
greiningardeild fslandsbanka er
hætt við því að krónan veikist snögg-
lega kjósi allir erlendir íjárfestar
að losa sig við bréfin á sama tíma.
Hcestiréttur:
Ríkisskattstjóri
sýknaður
Indriði H. Þorláksson, ríkisskatt-
stjóri, var í gær sýknaður í Hæsta-
rétti í meiðyrðamáli sem Edwin
George Shelton, danskur skattasér-
fræðingur, höfðaði á hendur honum.
Edwin krafðist þess að ummæli
Indriða í fjölmiðlum yrðu dæmd
dauð og ómerk. Edwin krafðist
ennfremur þess að honum yrðu
dæmdar skaðabætur vegna málsins.
Indriði var sýknaður í Héraðsdómi
í mars á þessu ári og staðfesti
Hæstiréttur í gær þann dóm.
Heimili
16% án
Internetsins
Um 84% íslenskra heimila eru
tengd við Internetið, sem er mun
hærra hlutfall en hjá öðrum
Norðurlandaþjóðum. Þannig eru
um 75% danskra heimila með
nettenginu, 73% sænskra heimila,
64% norskra heimila og aðeins
54% finnskra heimila getur tengst
Internetinu. Notkun háhraðateng-
inga er einnig mun útbreiddari hér
á landi en á hinum Norðurlönd-
unum. Þá er netnotkun algengust
hér á landi, en 86% einstaklinga
á aldrinum 16 til 74 ára notar
Netið hérlendis. Þetta hlutfall er
á bilinu 73 til 81% á hinum Norð-
urlöndunum. Þessar upplýsingar
birtust í nýrri skýrslu Norræna
ráðherraráðsins sem birt var f gær.
Boðsgestir á lokaða tónleika Sinfón-
íuhljómsveitar fslands, sem haldnir
voru í samstarfi við KB banka og for-
seta f slands, kunna að þurfa að borga
fyrir miðana eftir allt saman. Gjafir
á borð við boðsmiða geta verið skatt-
skyld hlunnindi og er ekki ólíklegt
að hver gestur þurfi að greiða um
10.000 krónur fyrir boðsmiðann.
Þröstur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands,
vildi ekki láta uppi hvað tónleik-
arnir hefðu kostað KB banka, en
sagði þó að skattgreiðendur bæru
ekki kostnað af þeim. Hins vegar
sagði hann að ef tónleikarnir hefðu
ekki verið haldnir með þessu sniði
hefði hver miði kostað um 25.000
krónur. Sé það hið rétta verðgildi
boðsmiðans má ætla að tekjuskattur
af honum nemi tæplega 10.000
krónum.
Sinfóníuhljómsveitinni ber að
afla sér um 12,7% tekna sinna með
tónleikahaldi, en aðrar tekjur koma
frá ríkissjóði, sveitarfélögum og
Ríkisútvarpinu. Má því reikna með
að hver miði á reglulega tónleika
sveitarinnar sé niðurgreiddur um
87,3%. Að öllu jöfnu hefði miðinn á
Héraðsdómur:
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti
í gær lögbann við sölu eftirlíkinga
Bombo stólsins sem hannaður er
af Stafano Giovannoni, en stóllinn
hefur verið til sölu hér um nokkurra
ára skeið og notið vinsælda. Það er
ítalska fyrirtækið Magis Spa sem
hefur einkarétt á framleiðslu og
til dreifingar á stólnum. Fyrirtæk-
inu komst á snoðir um það að eft-
irlíkingar af stólnum væru seldar í
nokkrum verslunum hér á landi og
krafðist þess að sölu þeirra yrði hætt.
Allar verslanirnar, utan einnar, urðu
við kröfunni en verslunin Heima
hélt áfram að selja stólinn. f janúar
sl. var lögbann lagt við því að Heima
seldi stólinn og var það staðfest í gær
fyrir dómi.
Brot á höfundarrétti
Með dómnum var staðfest að sala
eftirlíkinganna hafi falið í sér brot
á höfundarrétti og að versluninni
sé óheimilt að versla með stólinn á
tónleika kostað um 3.600 krónur, en
miðað við það er raunvirði miðans
ríflega 28.000 krónur og skatturinn
nær 11.000 krónum. Boðsmiðinn
kann því að reynast tónleikagest-
unum dýrari en þeir hugðu.
Engar algildar reglur
Sigurjón Högnason, forstöðumaður
réttarsviðs Ríkisskattstjóra, sagði
í samtali við Blaðið að engin ein
algild regla væri um það hvernig
meðhöndla bæri boðsmiða af þessu
tagi. Það ylti á verðmæti þeirra, hver
gæfi og hvert samband hans og þiggj-
andans væri. Því væri ekki hægt að
fullyrða að slík gjöf væri skattskyld
nema að vel athuguðu máli. En það
kæmi vel til álita. Almenna reglan
væri sú að gjafir væru skattskyldar,
nema sérstakt tilefni væri til og verð-
mæti gjafarinnar hóflegt.
Að sögn Sigurðar gilda að lík-
indum svipaðar reglur um boðs-
miða, sem fulltrúar styrktarfyrir-
tækja hljómsveitarinnar þiggja, og
annan persónulegan ávinning, sem
menn hafa vegna starfa sinna. Væri
það sambærilegt við svonefnda vild-
arpunkta og ámóta.
Sem kunnugt er var efnt til tón-
leika Sinfóníuhljómsveitar íslands
í liðinni viku, þar sem velski bar-
ítónsöngvarinn Bryn Terfel var í að-
alhlutverki, en samstarfsaðilar við
tónleikahaldið voru forseti fslands
og KB banka. Nokkurn kurr hefur
vakið að almenningi var ekki gefinn
kostur á að kaupa sig inn á tónleik-
ana, því einungis boðsgestir komust
að. KB banki mun hafa boðið liðlega
300 manns, herra Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti fslands, og frú
Dorrit Moussaiev buðu Valerie
Amos, barónessu af Brondesbury,
og starfsliði forsetaskrifstofunnar,
en Sinfóníuhljómsveitin sjálf bauð
um 600 manns. f þeim hópi voru
forsvarsmenn styrktaraðila Sinfón-
íuhljómsveitarinnar, fulltrúar hins
opinbera, starfsmenn hljómsveit-
arinnar, makar og gestir, sem voru
á þriðja hundrað, en meðal ann-
arra gesta voru dyggir áskrifendur
hljómsveitarinnar.
Landmælingar:
Miðja íslands
Miðja íslands hefur nú verið fundin
og telst hún vera skammt norðan
við Hofsjökul, austan undir Illviðra-
hnjúkum samkvæmt Landmæl-
ingum íslands. Við útreikningana
var kortahugbúnaður stofnunar-
innar notaður til að finna mið-
punktinn útfrá strandlínu IS 50V
gagnagrunnsins. Eyjar landsins voru
þó ekki teknar með i útreikninginn.
Lögreglan:
Fannst látinn
Einar Haraldsson,
18 ára piltur sem lög-
reglan í Reykjavík
leitaði að, fannst lát-
inn um hádegisbil
í gær. Hans hafði
verið saknað frá
því skömmu eftir
miðnætti á þriðjudagskvöld. Fjöldi
fólks aðstoðaði við leitina og vilja
lögreglan og aðstandendur Einars
koma á framfæri þakklæti til allra
þeirra sem að leitinni komu.
Bannað að selja eftirlíkingar
nokkurn hátt. Verslunin var dæmd birgðum og málskostnað að upp-
til þess að greiða ítalska fýrirtækinu hæð 800 þúsund króna. „Ég er mjög
3.183 evrur í skaðabætur sem sam- ánægð með þessa niðurstöðu," segir
svarar um 250 þúsund íslenskum Erla S. Árnadóttir lögmaður. „Ég
krónum. Ennfremur ber Heima veit ekki til þess að áður hafi gengið
að greiða Magis fimmtán þúsund dómur af þessu tagi hér á landi, þó
krónur fyrir að farga óseldum slíkir dómar séu algengir í Evrópu."
's'qrænmeti
sérmerkt þér!
(3 Heiðskirt (3 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað ✓ ^ Rigning, lítllsháttar ///s, Rignlng Súld
ifc Snjókoma
*
VJJ Slydda ^~j Snjóél ^~j
Skúr
Amsterdam 07
Barcelona 10
Berlin 05
Chicago -05
Frankfurt 06
Hamborg 03
Helsinki -03
Kaupmannahöfn 02
London 08
Madrid 07
Mallorka 12
Montreal -07
New York 10
Orlando 11
Osló -03
París 08
Stokkhólmur -01
Þórshöfn -02
Vin 03
Algarve 14
Dublin 09
Glasgow 06
Breytileg fif 0 OO ' * O cc 1 •
Breytileg
• • m n
o i i p i o*
-4»#
Breytileg Breytileg Amorgun -3‘# . • • _
40 3 •
Veðurhorfur í dag kl: 15.00 ^ -6°
Veðursíminn 902 0600 _4°^:
Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu (slands “5