blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 53

blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 53
bla&ÍA FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 DAGSKRA I 53 ■ Spurnlng dagsins ________________________________________________________________ Heldurðu að þú eigir eftir að sakna þáttanna með Silvíu Nótt? Kristín Ósk Guðjónsdóttir Ég hef nú ekki horft mikið á þættina þann- ig að ég veit það ekki. Heiða Lind Heimisdóttir Ég hef voða lítið horft á hana. Aðalsteinn Scheving Nei alls ekki EITTHVAÐ FYRIR... ...kraftaverkabörn Sjónvarpið, Kraftaverkabarn (Miracle Child), kl. 20.40 Bandarísk fjöl- skyldumynd frá 1993. Leikstjóri er Michael Pressman og meðal leikenda eru Crystal Bern- ard, Cloris Leach- man, John Terry, Graham Sack og Grace Zabriskie. ...stjörnur A Stöð 2, Stjörnuleit 3, kl. 20:40 Idol Stúdíó / NASA - 5. hópur. Nú taka leikar að æsast í Idol-Stjörnuleit- inni. Þrjátíu og fimm manna úrslit standa nú yfir á NASA. Sjö etja kappi hverju sinni og er það nú á valdi þjóð- arinnar að kjósa í símakosningu tvo úr þeim hópi til að keppa til úrslita í Smáralindinni. 2005. ...máttuga Skjár 1, Charmed, kl. 20:00 Heillanorn- irnar þrjár láta ekki deigan síga og gleðja nú augu áhorfenda enn á ný. Saman eruþærmáttug- ustu nornir heims og sinna sinni helgu skyldu; að tortíma hinu illa og bjarga sakleysingjum, samhliða því sem þær lifa lífi sínu sem venjulegar konur i venjulegum heimi. Haukur flytur táknmálsfréttir á Rúv Hvernig hefurðu það í dag? „Ég hef það bara fínt, er þó ekki byrjaður að undirbúa jólin ennþá og ekki alveg kominn íjólaskap." Hvenær byrjaðirðu fyrst að vinna í fjölmiðlum? „tg byrjaði ÍTáknmálsfréttum 1991 og hef verið í þeim síðan, reyndar með 5 ára hléi þegar ég var í námi erlends. Ég vann mikið með myndbandagerð fyrir heyrnar- lausa þar sem allt var á táknmáli. Þá var ég aðstoðarmaður í fréttaskýringaþáttum á táknmáli þar sem ég var túlkur og kom framvikulega veturinn 1991 til 1992auk þess sem ég flutti fréttayfirlit vikunnar." Langaði þig að vinna í sjónvarpi þegar þú varst lítill? „Þegar ég var Ktill, þá langaði mig að búa til heimildarmynd um heyrnarlausa og langaði stundum að leika í bíómyndum eða vera leikstjóri. Tækni var ekki mikil í þá daga og þá varóhugsandi að heyrnar- lausir gætu unnið við sjónvarp. I dag er alltannað viðhorfsem ertil batnaðarog tækninni hefurfarið mikið fram." Hvernig finnst þér að vinna í sjónvarpi? „Aðstaðan hefur batnað mjög frá því ég byrjaði þó enn megi bæta ýmislegt eins og að færa táknmálsfrétta- tímann næraðal- fréttatímanum því þá væru fréttirnar ennþá betri, meiri likurá aðfá fréttirn- ar fullkláraðar. Þá vonumst við til að hægt sé að setja útskýringarmyndir í bakgrunn táknmálsfrétta." Horfirðu á þættina sem þú hefur verið í? „Já, ég geri það. Aðallega þær táknmáls- fréttir sem hægt er að sjá tvær vikur aftur í tímann. Einnig horfi ég oft á Internetinu því táknmálsfréttir byrja svo snemma." Geturðu lýst dæmigerðum degi hjá Hauki? „Ég fer í sund á morgnana fyrir vinnu. Ég vinn í Félagi heyrnarlausra sem menn- ingarfulltrúi og starf mitt er aðallega að undirbúa Norræna menningarhátíðfyrir heyrnarlausa á árinu 2006 og ég sé um ýmislegt sem tengist félagsmálum félags- ins, og fjölmörg verkefni. Það má segja að enginn dagur sé eins hjá mér og það er alltaf nóg að gera í félaginu sem eru hagsmunasamtök heyrnarlausra á (slandi. Ég og sonur minn spjöllum mikið þegar ég kem heim." Hvert er uppáhalds sjónvarps- efnið þitt? „Það eru engir sérstakir þættir í uppáhaldi hjá mér en þó eru nokkrar góðar myndir sem mér finnst gaman að horfa á. Spaugstofan er mér efst í huga, fréttaskýringaþættir og fræðslumyndir, svo fremi að þeir séu textaðir. Ég horfi stundum á bíómyndir en reyni helst að forðast þætti þar sem maður þarf að horfa vikulega á sömu þættina." ■ Stutt spjall: Haukur Vilhjálmsson Hayek nýtur lífsins sem einhleyp Stjarnan úr Frida, Salma Hayek, nýtur þess að vera einhleyp því það er í fyrsta sinn sem hún hefur verið laus úr sam- bandi í tíu ár. Hin mexikanska fegurðardís, sem fór út með Edward Norton áður en hún var í rómantísku sambandi með Josh Lucas, viðurkennir að hún sé að kynnast sjálfri sér miklu betur, nú þegar hún er laus og liðug. Hún segir: „Ég var í sambandi í 4 ár, og fór svo beint í annað 4 ára samband, svo var ég að „deita“ i eitt ár. Nú er ég hins vegar einhleyp í fyrsta sinn í áratug og það er æðislegt að finna út hver ég er þegar ég er ekki kærasta einhvers.“ TIL F/SKIVEIÐ^ FÓRU Friðrik Örn fer í veiðiferð með afa sínum og lærir ýmislegt um sjómennsku. Skemmtileg en í senn fræðandi bók sem öll íslensk börn ættu að lesa. Frá sama höfundi og skrifaði Hænur eru hermikrákur. Bruce McMillan er nú í stuttu stoppi hér á landi til þess að kynna bækur sínar. Hann mun árita, ásamt Gunnellu, á eftirfarandi stöðum: Föstudagur 16.12: Gallerí Fold - Kringlunni kl. 17.00 Laugardagur 17.12: Gallerí Fold - Kringlunni kl. 14.00 Gallerí Fold - Rauðarárstíg kl. 16.00 Sunnudagur 18.12: Listasafn íslands kl. 14.00 Saga um ráðkænsku íslensku kvenþjóðarinnar. Valin ein af tíu best myndskreyttu barnabókum ársins 2005 í Bandaríkjunum en málverkin eru eftir listakonuna Gunnellu. Ármúla 20 • sími 552 1122 • www.salkaforlag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.