blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 53
bla&ÍA FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005
DAGSKRA I 53
■ Spurnlng dagsins
________________________________________________________________
Heldurðu að þú eigir eftir að sakna þáttanna með Silvíu Nótt?
Kristín Ósk
Guðjónsdóttir
Ég hef nú ekki horft
mikið á þættina þann-
ig að ég veit það ekki.
Heiða Lind
Heimisdóttir
Ég hef voða lítið horft
á hana.
Aðalsteinn
Scheving
Nei alls ekki
EITTHVAÐ FYRIR...
...kraftaverkabörn
Sjónvarpið, Kraftaverkabarn
(Miracle Child), kl. 20.40
Bandarísk fjöl-
skyldumynd frá
1993. Leikstjóri er
Michael Pressman
og meðal leikenda
eru Crystal Bern-
ard, Cloris Leach-
man, John Terry,
Graham Sack og
Grace Zabriskie.
...stjörnur
A
Stöð 2, Stjörnuleit 3, kl. 20:40
Idol
Stúdíó / NASA - 5. hópur. Nú taka
leikar að æsast í Idol-Stjörnuleit-
inni. Þrjátíu og fimm manna úrslit
standa nú yfir á NASA. Sjö etja kappi
hverju sinni og er það nú á valdi þjóð-
arinnar að kjósa í símakosningu tvo
úr þeim hópi til að keppa til úrslita í
Smáralindinni. 2005.
...máttuga
Skjár 1, Charmed, kl. 20:00
Heillanorn-
irnar þrjár láta
ekki deigan síga
og gleðja nú
augu áhorfenda
enn á ný. Saman
eruþærmáttug-
ustu nornir heims og sinna sinni
helgu skyldu; að tortíma hinu illa og
bjarga sakleysingjum, samhliða því
sem þær lifa lífi sínu sem venjulegar
konur i venjulegum heimi.
Haukur flytur táknmálsfréttir á Rúv
Hvernig hefurðu það í dag?
„Ég hef það bara fínt, er þó ekki byrjaður
að undirbúa jólin ennþá og ekki alveg
kominn íjólaskap."
Hvenær byrjaðirðu fyrst að vinna í
fjölmiðlum?
„tg byrjaði ÍTáknmálsfréttum 1991 og
hef verið í þeim síðan, reyndar með 5 ára
hléi þegar ég var í námi erlends. Ég vann
mikið með myndbandagerð fyrir heyrnar-
lausa þar sem allt var á táknmáli. Þá var
ég aðstoðarmaður í fréttaskýringaþáttum
á táknmáli þar sem ég var túlkur og kom
framvikulega veturinn 1991 til 1992auk
þess sem ég flutti fréttayfirlit vikunnar."
Langaði þig að vinna í sjónvarpi þegar
þú varst lítill?
„Þegar ég var Ktill, þá langaði mig að búa
til heimildarmynd um heyrnarlausa og
langaði stundum að leika í bíómyndum
eða vera leikstjóri. Tækni var ekki mikil í
þá daga og þá varóhugsandi að heyrnar-
lausir gætu unnið við sjónvarp. I dag er
alltannað viðhorfsem
ertil batnaðarog
tækninni hefurfarið
mikið fram."
Hvernig finnst
þér að vinna í
sjónvarpi?
„Aðstaðan hefur
batnað mjög frá
því ég byrjaði
þó enn megi
bæta ýmislegt
eins og að færa
táknmálsfrétta-
tímann næraðal-
fréttatímanum því
þá væru fréttirnar
ennþá betri, meiri
likurá aðfá
fréttirn-
ar
fullkláraðar. Þá vonumst við til að hægt
sé að setja útskýringarmyndir í bakgrunn
táknmálsfrétta."
Horfirðu á þættina sem þú hefur
verið í?
„Já, ég geri það. Aðallega þær táknmáls-
fréttir sem hægt er að sjá tvær vikur aftur
í tímann. Einnig horfi ég oft á Internetinu
því táknmálsfréttir byrja svo snemma."
Geturðu lýst dæmigerðum degi hjá
Hauki?
„Ég fer í sund á morgnana fyrir vinnu. Ég
vinn í Félagi heyrnarlausra sem menn-
ingarfulltrúi og starf mitt er aðallega að
undirbúa Norræna menningarhátíðfyrir
heyrnarlausa á árinu 2006 og ég sé um
ýmislegt sem tengist félagsmálum félags-
ins, og fjölmörg verkefni. Það má segja
að enginn dagur sé eins hjá mér og það
er alltaf nóg að gera í félaginu sem eru
hagsmunasamtök heyrnarlausra á (slandi.
Ég og sonur minn spjöllum mikið þegar
ég kem heim."
Hvert er uppáhalds sjónvarps-
efnið þitt?
„Það eru engir sérstakir þættir í
uppáhaldi hjá mér en þó eru
nokkrar góðar myndir sem
mér finnst gaman að horfa
á. Spaugstofan er mér efst í
huga, fréttaskýringaþættir
og fræðslumyndir, svo fremi
að þeir séu textaðir. Ég horfi
stundum á bíómyndir en
reyni helst að forðast þætti
þar sem maður þarf að horfa
vikulega á sömu þættina."
■ Stutt spjall: Haukur Vilhjálmsson
Hayek nýtur
lífsins sem
einhleyp
Stjarnan úr Frida, Salma Hayek, nýtur þess að vera einhleyp
því það er í fyrsta sinn sem hún hefur verið laus úr sam-
bandi í tíu ár. Hin mexikanska fegurðardís, sem fór út með
Edward Norton áður en hún var í rómantísku sambandi
með Josh Lucas, viðurkennir að hún sé að kynnast sjálfri sér
miklu betur, nú þegar hún er laus og liðug. Hún segir: „Ég
var í sambandi í 4 ár, og fór svo beint í annað 4 ára samband,
svo var ég að „deita“ i eitt ár. Nú er ég hins vegar einhleyp í fyrsta
sinn í áratug og það er æðislegt að finna út hver ég er þegar ég er
ekki kærasta einhvers.“
TIL
F/SKIVEIÐ^
FÓRU
Friðrik Örn fer í veiðiferð með afa sínum
og lærir ýmislegt um sjómennsku.
Skemmtileg en í senn fræðandi bók sem
öll íslensk börn ættu að lesa.
Frá sama höfundi og skrifaði
Hænur eru hermikrákur.
Bruce McMillan er nú í stuttu stoppi hér á
landi til þess að kynna bækur sínar.
Hann mun árita, ásamt Gunnellu,
á eftirfarandi stöðum:
Föstudagur 16.12:
Gallerí Fold - Kringlunni kl. 17.00
Laugardagur 17.12:
Gallerí Fold - Kringlunni kl. 14.00
Gallerí Fold - Rauðarárstíg kl. 16.00
Sunnudagur 18.12:
Listasafn íslands kl. 14.00
Saga um ráðkænsku
íslensku kvenþjóðarinnar.
Valin ein af tíu best myndskreyttu
barnabókum ársins 2005 í
Bandaríkjunum en málverkin eru eftir
listakonuna Gunnellu.
Ármúla 20 • sími 552 1122 • www.salkaforlag.is