blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 28
28 I HEILSA FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 blaöiö Byggt upp til framtiðar íLeið til léttara lífs erfólki með offitu boðið upp á raunhœfa lausn við vanda sínum. Þetta erþriggja ára námskeið þar sem sérfrœðingar halda utan um árangur einstaklinga og kenna þeim að ná tökum á þessum vanda. BlaOiÖ/Steinar Hugi Jakobína Sigurðardóttir sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri Hreyfigreiningar. Þar er boðið upp á þriggja ára nám í bættum lífstíl. Verkefnið er unnið í samvinnu fagstétta. Þær Sjöfn Kristjánsdóttir læknir, Sigriður Eysteinsdóttir næringarráðgjafi, Helma Rut Einarsdóttir sálfræðingur, Gunnur Róbertsdóttir sjúkraþjálfari og Jakobína Sigurðardóttir sjúkraþjálfari koma að því ásamt matreiðslumeistara. Jakobína er framkvæmdastjóri Hreyfigreiningar, sem heldur utan um verkefnið. „Fólksem ákveður að skrá sig hjá okkur segist ætla að vinna að heilindum í þessa átt í þrjú ár“, segir Jakobína. ,Hugmyndin er að veita framtíðarlausn fyrir fólk sem þjáist af offitu. Við miðum við að svokallaður líkamsþyngdarstuðull (BMI) sé kominn yfir 30. Þegar fólk er komið yfir 30 sér maður að það er illa statt.“ Hver eru inntökuskilyrðin? ,Það má segja að það, að vera tilbúin/ n að skuldbinda sig í þrjú ár, séu okkar ströngu inntökuskilyrði. Við förum ekki fram á meira. Að fólk ákveði að fara í svona verkefni er heilmikil yfirlýsing um að það ætli sér að snúa við blaðinu. Það krefst mikils að ná tökum á því sem fólk er búið að temja sér á heilli ævi og breyta því. Þess vegna er með í verkefninu næringarráðgjafi sem aðstoðar einstaklingana við að velja sér hvort tveggja annan mat og ekki síður annað neyslumynstur. Neyslumynstrið er mjög sálrænt í okkur, flestir sem eru of feitir vita að þeir eiga ekki að borða það sem þeir borða en samt sem áður gera þeir það og þá kemur sálfræðingurinn inn í myndina. Hann aðstoðar fólk að skoða hvað það er að gera og hvers vegna og hjálpar svo að breyta því.“ Hópvinna Einstaklingar fara í gegnum verkefnið í allt að tólf manna hópum. Þegar hefur fyrsti hópurinn farið af stað og taldi hann átta manns. Verkefninu er síðan skipt upp í fimm stig. „Á fyrsta stiginu er haldið mjög þétt utan um hópinn. Síðan er slakað á smám saman og einstaklingurinn látinn taka ábyrgð á eigin lífi í skrefum. I lokin á hann að vera fær um að stjórna þessu sjálfur án aðstoðar - en auðvitað verðum við alltaf til staðar.“ Fyrstu 17 vikurnar mætir fólk í hreyfingu hjá sjúkraþjálfara þrisvar í viku. „Við ákváðum að hafa sjúkraþjálfara til að sjá um hreyfinguna því við vitum að margir sem þjást af offitu glíma einnig við stoðkerfisvandamál. Þess vegna er sjúkraþjálfari valinn til að stjórna því hvað hentar hverjum.“ Hver eru markmiðin? „Við aðstoðum fólk að setja sér raunhæf markmið. Þau geta verið af ýmsu tagi, t.d. gæti minni blóðsykur eða lægri blóðþrýstingur verið fyrsta markmið. Við þurfum að kenna fólki að lifa heilbrigðu lífi, að borða hollan mat og ná tökum á venjum sínum. Það má eiginlega segja að við séum að reyna að festa í sessi breytt hegðunarmynstur. Það sem við horfum á er að fólk læri að haga sinni neyslu í takt við brennslu. Þetta er einföld jafna, ef þú brennir ekki þvi sem þú borðar, þá fitnarðu. Hjá hverjum og einum þarf að stilla þetta af þannig að hann sé að brenna heldur meira en hann borðar. Þá vinnst þetta í rólegheitum. Auðvitað er það þannig að því meiri sem offitan er, því erfiðari er hjallinn sem þarf að komast yfir.“ Skyndikúrar Þriggja ára skóli eins og Jakobína býður er annað en fólk á að venjast. „Skyndikúrar eru í raun bara skyndilausn á langtímavandamáli", segir Jakobína. „Hjá okkur eru markmiðin auðvitað ekki bara að létta sig. Þau eru ekki síður að fá betri heilsu því fylgikvillar offitunnar eru ýmsir, t.d. sykursýki, háþrýstingur, stoðkerfisvandamál og fleira. Ef fólk léttist um 10% á ári telst það ansi gott. Ef sá árangur helst ár eftir ár eru komin ágætis tök á þessu vandamáli." Býstu við því að allir klári? „Eg vona það náttúrulega. Markmið okkar er að allir klári og ég vona svo sannarlega að brottfall verði ekkert. Það er mikilvægt að líta á þetta sem skóla. Við vitum að ef einhver ætlar sér að kunna eitthvað er hægt að læra grundvallaratriði á námskeiðum, en það tekur tíma að verða fagmaður. Það er í rauninni eins í þessu, það tekur tíma áð láta þetta síast inn.“ Kostnaður Jakobína vill ekki gefa upp hvað kostar að taka þátt í verkefninu. ,Þetta kostar auðvitað eitthvað. Ég þarf að ræða við einstaklinga áður en ég gef upp kostnaðinn. Fólk getur leitað til mín til að fá frekari upplýsingar eða þá skoðað heimasíðuna okkar, www.lll.is. Þetta er ekki ókeypis, en miðað við það sem er innifalið myndi ég segja að þetta sé ekki dýrt. Fyrir utan alla þjónustu næringarráðgjafa, sálfræðings.læknisogsjúkraþjálfara er innifalið í þessu árskort fyrir einstaklinginn ásamt einhverjum stuðningsaðila í líkamsrækt í þrjú ár. Þannig að pakkinn er drjúgur og fyllilega þess virði að mínu mati.“ agnarburgess@vbl.is Skyndikúrar eru í raun bara skyndilausn á langtímavandamáli. Verslun Lámarks álagning Miklð úrval Búsáhöid- jólavörur- klukkur Ljós- leikföng- sjöl- skartgripir slæður- úr- verkfæri- veski ofl. ofl. Allt í jólapakkann fæst hjá okkur Flottur fatnaður á alla fjölskylduna á sama verði og erlendis nýkomið í verslun! B.MAGNUSSON ;Austurhrauni 3,Gbæ/ KAYS (nóg af bílastæðum) www.bmagnusson.is bm@bmagnusson.is sími: 5552866 Opið virka daga 10-18, og á Iau.17.des. 10-18 Reyðfirðingar í form Iceland Spa & Fitness opnaði fimmtu stöð sína á Reyðarfirði sunnudag- inn 4. des síðastliðinn. Fyrir rekur ISF Baðhúsið í Reykjavík, Betrun- arhúsið í Garðabæ, Sporthúsið í Kópavogi og Þrekhúsið í Reykjavík. Nýja stöðin er til húsa í íþróttahús- inu á Reyðarfirði og þykir vel hafa tekist til. Byggð var sér viðbygging við húsið sem Iceland Spa & Fitness rekur heilsuræktina í. Nýi æfíngasalurinn Frá opnun stöðvarinnar. Heilsuræktarstöðin er búin tækjum frá Impulse og eru 9 upp- hitunartæki ásamt mjög góðum lyft- ingartækjum. Iceland Spa & Fitness kemur einnig til með að bjóða upp á leikifimitíma, spinning og jóga auk )ess sem hægt verður að fá einka- íjálfun hjá þjálfurum stöðvarinnar. Viðskiptavinir ISF hafa aðgang að öllum stöðvunum fimm svo nú geta höfuðborgarbúar brugðið undir sig betri fætinum og svitnað á Reyðarfirði. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is Opið alla daga til jóla Höfum mikið úrval leikfanga. Spil, púsl og módel fyrir alla aldurshópa. Til styrktar krabbameins- sjúkum börnum Það er orðinn árviss viðburður að framvarðasveit íslenskrar popptón- listar komi saman við áramót í Há- skólabíói og stilli saman strengi til styrktar Styrktarfélagi krabbameins- sjúkra barna. Árið í ár er engin und- antekning. Á undanförnum árum hafa yfir 12 milljónir króna safn- ast á þessum tónleikum, og nú er markmiðið að sú upphæð hækki í a.m.k. fjórtán milljónir króna. Þess má geta að hljómsveitin Sálin hans Jóns mins sem kemur fram á tónleik- unum kemur nú fram á þessum tón- leikum í sjöunda sinn. Af gefnu tilefni vilja aðstand- endur tónleikanna taka fram að allir þeir sem komið hafa að tónleik- unum hafa gefið vinnu sína til fulls. Háskólabló hefur gefið húsnæðið og um leið hafa allir tæknimenn og aðrir starfsmenn tónleikanna gefið vinnu sína. Tónleikarnir verða fimmtudagskvöldið 29. des- ember og hefjast stundvíslega kl. 17:00. Árlega greinast að meðaltali 10 - 12 börn og unglingar 18 ára og yngri með krabbamein á íslandi. Markmiðið með stofnun Styrktarfé- lags krabbameinssjúkra barna var m.a. að styðja við bakið á þeim og aðstandendum þeirra bæði fjárhags- lega og félagslega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.