blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLEltfDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 blaðið Ungir framsóknarmenn: Árni flottur Stjórn Sambands ungra Framsókn- armanna (SUF) hefur lýst yfir stuðningi við Árna Magnússon, félagsmálaráðherra. Þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu í gær, en þar segir meðal annars: „Að starfslokum Valgerðar FI. Bjarnadóttur var ekki eðlilega staðið samkvæmt dómi hæsta- réttar, sem er hin endanlega niðurstaða í málinu, en þó er vert að minna á það að áður höfðu bæði ríkislögmaður og héraðsdómur metið málið þannig að ekki hefði verið ólöglega að málum staðið. Árni Magnússon á framtíðina fyrir sér í stjórnmálum og er flottur fulltrúi Framsókn- arflokksins" segir í ályktuninni. Ungir jafnaðarmenn: Árni flottur - segi hann af sér Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna furðar sig á ummælum Sambands ungra fram- sóknarmanna þar sem þeir kalla Árna „flottan fulltrúa flokksins." Jafnaðarmenn segja að skilja megi yfirlýsinguna sem svo að þar sem Árni er flottur, sé hann hafinn yfir landslög. Þeir telja að það hefði verið mun flottara hjá Árna að viðukenna mistök sín og segja af sér. Ungir jafnaðarmenn komast að þeirri niðurstöðu að Árni sé ekki maður til að axla ábyrgð gjörða sinna og að hann sverji sig þvert á móti í ætt við aðra framsóknarmenn sem þekktir eru fyrir að ríghalda í ráðherra- stóla sína, hvað sem á undan dynur. Atburðir síðustu daga sýni einmitt að ráðherra sé, þrátt fyrir einlæga aðdáun ungra framsókn- armanna, alls ekki „flottur". Við seljum bílana www.bilamarkadurinn.is SmíSLiu»c0d 46 E * ?ZáéuuM*£ V S. 567 1800 Þingmenn: Utanþingsráðherrar góður kostur Mörður Árnason segir Alþingi vera ráðherraþing. Formaður þingflokks Framsóknar vill styrkja þingið. Blaðið/Frikki Það vakti athygli á dögunum þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýsti því yfir að Jón Baldvin Hannibalsson kæmi vel til greina sem ráðherra Sam- fylkingarinnar, ef að til þess kæmi að ráðherrar yrðu sóttir út fyrir Alþing- ishúsið. Mörður Árnason, samflokks- maður Ingibjargar líst vel á hug- myndir Ingibjargar - sem hann segir reyndar Össur Skarphéðinsson hafa viðrað áður- og segir á heimasíðu sinni þær vera eðlilegan kost fyrir flokk sem berst fyrir skýrri aðgrein- ingu löggjafar- og framkvæmdavalds. Eins og staðan er í dag segir Mörður á síðu sinni, er Alþingi Islendinga ráðherraþing. Þar sé allt skipulagt í kringum ráðherrana, frumvörp þeirra eru flutt á þeim tímum sem ráðherranum hentar, „oftast daginn eftir að hann kemur frá útlöndum og daginn áður en hann fer til útlanda.“ Hann segir utandagskrárumræður vera háðar því að ráðherrunum þóknist umræðuefnið og málshefj- andinn og að þær fari aðeins fram á þeim tíma sem ráðherranum þyki heppilegastur. Þingmennskan millileikur Að mati Marðar er sá mórall ríkjandi í þinginu að stjórnmálaferillinn sé eig- inlega ekki fullnaður nema með ráð- herrasæti í restina. Ráðherradómur er takmark flestra þingmanna og lítil virðing er borin fyrir þingmennsk- unni sem litið sé á sem „einskonar millileik." Stéttskipting hefur aukist á þinginu síðustu árin og segir hann það stafa af því að verið sé að sætta menn við þetta „tímabundna hlut- skipti“. Dæmi um þessa auknu stétt- skiptingu er að forseti þingsins hefur ráðherralaun og bíl, formenn nefnda og flokka fái hærri laun en sléttir þing- menn. „Venjulegu“ þingmennirnir slást svo um sæti í alþjóðanefndum, en þau eru stöðutákn sem gefa af sér utanlandsferðir og dagpeninga. „Ég er síður en svo á móti hug- myndum um utanþingsráðherra," segir Hjálmar Árnason, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins. „ Á vett- vangi míns flokks hefur verið ályktað um að stefna skuli að því að koma á fyr- irkomulagi sem gerði það að verkum að þingmaður sem verður ráðherra af- sali sér þingmennsku meðan hann er í ríkistjórn. Hugmyndin sem slík er því alls ekki galin, en ég held nú að hún sé meðal annars fram komin vegna ákveðins vandræðagangs í forystu Samfylkingarinnar. Við heimkomu Jóns Baldvins þá rís fagnaðarkór hans upp sem líta verður á sem ákveðna gagnrýni á forystuna.“ Þingið hefurveikst Varðandi orð Marðar um ráðherra- þing segir Hjálmar. „Það má vissu- lega til sanns vegar færa að þingið hafi verið að þróast á löngum tíma yfir í það að verða ráðherravænna en æskilegt er. Hins vegar hefur nú- verandi forseti þingsins sett það í for- gang að vinna að breyttu vinnulagi þingsins og endurskoða þinsköp. For- setinn með formönnum þingflokk- anna mun vinna að þessu á nýju ári og markmiðið er að styrkja þingið. Við sjáum svo til með hver útfærslan á því verður. Þingið sem slíkt hefur að sumu leyti verið að veikja sig og það þarf ekki annað en að skoða dag- skrá þings. Það er algjör undantekn- ing að þingmannamál séu afgreidd út úr þinginu.“ Hjálmar segist alltaf hafa verið talsmaður þess að styrkja þingið síðan hann hóf þar störf og að þingmenn hafa reglulega rætt þetta mál sín í milli.“ I sambandi við ummæli Marðar að þingstarfið sé millileikur segir Hjálmar að flestir þingmenn séu að rækja þetta starf af áhuga á málefninu óháð persónu- legum metnaði „þó eflaust trufli hann einhverja." Baugsmálið: Kröfum verjenda synjaö Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá dómi í gær þeim kröfum verjenda í Baugsmálinu að málið yrði látið niður falla. Þá komst Héraðsdómur að þeirri niður- stöðu að Sigurður T. Magnússon, settur ríkissaksóknari, væri bær til að reka málið og að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, væri hæfur til að skipa sérstakan saksóknara í málinu. Úrskurð- inum hefur þegar verið áfrýjað til Hæstaréttar. Ráðherra verður að hafa svigrúm Verjendur sakborninganna sex í Baugsmálinu töldu að Sigurður T. Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, hafi skort umboð til að reka málið af þremur ástæðum. I fyrsta lagi vegna þess að umboðsskrá hans hefði verið víðtækari en lög gera ráð fyrir. I öðru lagi að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefði verið van- hæfur til að skipa sérstakan saksókn- ara í málinu og í þriðja lagi að ekki sé heimild í lögum til að flytja forræði Verjendur í Baugsmálinu í Héraösdómi í gær. Öilum kröfum þeirra var synjað. Rétt lýsing skapar réttu stemninguna! Vorum að taka upp nýjar gerðir af fallegum og nýtískulegum veggljósum. Upplýsingar í síma 553 5600 RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík • Sími 553 5600 • www.rafsol.is • rafsol@rafsol.is máls frá ríkislögreglustjóra til ríkis- saksóknara. Þá var það einnig krafa verjenda að málinu yrði vísað frá dómi. Héraðsdómur synjaði þessum kröfum og segir m.a. í dómsorði Pét- urs Guðgeirssonar, héraðsdómara, að það sé álit hans að af eðli stjórn- mála í lýðfrjálsu landi hafi ráðherra verulegt svigrúm til þess að ræða og rita opinberlega um stjórnmál og önnur opinber málefni án þess að hann geri sig vanhæfan til stjórn- valdsathafna og að slíkt myndi að öðrum kosti setja frjálsri stjórn- málaumræðu óviðunandi skorður. Að sögn Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, mun úrskurður Hér- aðsdóms verða áfrýjaður til Hæsta- réttar. „Þessi úrskurður verður kærður til Hæstaréttar þannig að það fáist endanleg niðurstaða um þessi álitaefni,“ sagði Gestur. Hagstofan: Minni afli Heildarafli íslenskra skipa í nóvember dróst saman um rúm 40 þúsund tonn miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofúnnar á fiskafla í nóvember. I ár veiddust 94.400 tonn en í nóvembermánuði í fyrra nam veiðin 137.600 tonnum. Þá dróst verðmæti fiskaflans saman um 11,1% á föstu verði ársins 2003. Heildarafli íslenskra skipa það sem af er árinu nemur um 1.6 milljón tonnum sem er um 50 þúsund tonna minni afli en í fyrra. BlaðiÖ/SteinarHugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.