blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 42

blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 42
42 I BÆKUR FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 blaöiö Gœfuspor - gildin í lífinu er bók eftir Gunnar Hersvein sem JPVgefur út. Þarfjallar Gunnar Hersveinn um mann- kosti og tilfinningar, stríð ogfrið og hamingju og rósemd og varpar oft óvœntu Ijósi á rótgróin hugtök. Markmið bókar hans er m.a. að sýna hversu mikilvœgt er að rœkta tilfinningar sínar. íþeim kafla sem hér birtist fjallar Gunnar Hersveinn um umburðarlyndi. Umburðarlyndi Umburðarlyndi felst í skilningi á viðhorfum og framkomu sem er andstæð eða ólík eigin lífsstíl og sýn. Umburðarlyndi birtist einnig í mildi gagnvart yfirsjónum og mótmælum. Herforingjastjórnir víða um heim hafa löngum verið bölvaldar sökum skorts á umburðarlyndi. Slík stjórnvöld þola einungis fólk með sömu skoðun og þau sjálf. Skortur á umburðarlyndi er því ein af meginástæðum ofbeldis í heiminum. ■ Er hægt að læra að vera umburðar- lyndur? Já, meðal annars með því að leggja stund á hófstillingu. Hún felst í því að stjórna skapi sínu, hemja tilfinn- ingarnar og láta ekki reita sig til reiði. Hún er dyggð hins umburðarlynda og eykur honum þol gagnvart óvitum og eigin brestum. Hún stillir hugann, lægir öldur skapsins og minnkar lík- urnar á mistökum. Sá sem er umburðarlyndur er jafn- framt þolinmóður gagnvart öllu sem lífsanda dregur. Hinn þolinmóði hefur biðlund gagnvart sjálfum sér og öðrum - biðlund gagnvart sann- leikanum. Hann hefur langlundargeð andspænis heiminum og er gæflyndur hvað sem á dynur. Umburðarlyndi krefst líka hleypi- dómaleysis. Umburðarlyndi er að þola öðrum mönnum að hafa skoðanir, halda í heiðri hefðir, vera af ólíkum litarhætti og iðka trú af ólíkum toga. 99.................. Umburðariyndi er að leggja stund á hófsemi, þolinmæði og nám sem dregur úr hleypidómum. Fordómar fela aftur á móti í sér til- hneigingu til að raða öllu á bása. Þeir eru flokkunarárátta hugans til að flýta fyrir ákvörðunartöku án hugsunar. Fordómar stafa því oft af því að menn flýta sér um of og flokka sér til hægðar- auka. Að for-dæma er að álykta út frá ytri aðstæðum um innri gæði manna. Fordómar vekja óvild, ýfa skap og leiða til haturs. Umburðarlyndi er aftur á móti lykill að bættum samskiptum því það felur í sér að fordómum er hafnað og það krefst biðlundar og sanngjarnra dóma hugans um persónur, skoðanir, tilfinningar og hegðun. Hver maður er nefnilega háður stað og tíma og allt í lífi hans er breytingum undirorpið. Mann- heimurinn er settur saman úr ólíkum heimsmyndum, trúarbrögðum, við- horfum og athöfnum. Menningarheim- arnir eru margir og einstaklingarnir sem tilheyra þeim hafa tilhneigingu til að halda að þeir einir hafi rétt fyrir sér. Frið þrá allir, ffið til að vera það sem þeir vilja. Gagnkvæmt umburðarlyndi hinna ólíku menningarheima er þar af leiðandi forsenda ffiðarins á miilli þeirra. Umburðarlyndi ber að sýna þeim sem eru öðruvísi og því sem getur batnað eða bætt aðra, en ekki böðlum sem láta græðgina hlaupa með sig í gönur. Umburðarlyndi er lært og því hlýtur hver maður að þurfa að byrja á sjálfum sér: að hemja skapið, dempa græðgina og efla með sér löngun til að kynnast ólíkum menningarheimum, ólíkum lífsháttum. Umburðarlyndi kemur í veg fyrir að menn verði of fljótir til að dæma en það er ein meginástæða mistaka í samskiptum milh manna og þjóða. Þolinmæði í þrautum vex og verður langlundargeð gagnvart brestum, göllum, veikleikum og eigin gæfuleysi sem annarra. Lífið biður um umburðarlyndi. Sá sem ætlar að komast þangað sem hann vill og vera þar til frambúðar verður meðal annars að hafa þol til að líða bresti annarra, þol til að fara að lögum, til að beita réttlátum aðferðum, til að hlaupa ekki að dómum, til að hemja skap sitt, til að standast freistinguna að traðka á öðrum og þol til að viður- kennatakmörksín. 41% S1B1<US Erud Þid r, i ikiGI FÓU'. _ _ _ ekki ad gleyma einhverjum ?!!! Þó svo að samkeppnisaðilarnir vilji helst gleyma okkur gera lesendurnir það ekki. 16% tímaritum sem ætluð eru er Orðlaus vinsælast Af ungt ... sama hvernig á það er litið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.