blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 29

blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 29
blaðið FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 HEILSA I 29 Spánverjar banna reykingar á vinnustöðum I gær samþykkti spænska þingið ný lög sem þrengja mjög rétt Spán- verja til reykinga. Heilt ár tók að samþykkja lögin en það þurfti 120 viðauka til að ná því samþykki fram. Veitingahúsa- og skemmti- staðaeigendur hafa kvartað yfir því að með lögunum flytji yfirvöld framkvæmdavaldið yfir til þeirra. En einnig hafa þeir miklar áhyggjur af auknum kostnaði vegna aðlög- unar. Barir og veitingastaðir sem eru meira en 100 fermetrar að stærð hafa nú átta mánuði til að byggja sérreykingasvæði og er búist við að kostnaðurinn verði rúmar tvær milljónir króna á hverjum stað fyrir sig. Löggjöfin bannar einnig reykingar á vinnustað frá og með fyrsta janúar og meina þannig fólki að reykja í opinberum byggingum eða í almenningsfarartækjum. Að lokinni kosningu í þinginu óskaði Elena Salgado, heilbrigðisráðherra Spánar, þingheimi til hamingju með að samþykkja lögin sem hún segir öllum til góða. Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 blaðiðoi Mundu meira Þetta hljómar eins og eitthvað sem maður sér í sjónvarpsmarkaðnum, en bandarískur öldrunarlæknir segir að á fjórtán dögum geti maður bætt minni sitt með einföldum breytingum á dag- legu lífi. Hin einfalda lausn hefur verið prófuð á hópi aldraðra sem mældust með eðlilegt minni í minniskönnun. Helmingur gamlingjanna hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist en hinn helmingurinn breytti örlítið útfrá van- anum. Fjórtán dögum eftir að prófunin hófst var minniskönnunin aftur lögð fyrir eldri borgarana og þá sást greini- leg breyting hjá hópnum sem hafði tekið upp breyttan lífsstíl. Fjögur atriði sem hafa þarf í huga: Hollt mataræði: Fimm minni máltíðir á dag, ríkar af Omega-3 fitusýrum, andoxunarefnum og kolvetnum með lítið af glúkósa sem veldur jöfnu magni blóðsykurs. Heilaleikfimi: Örvun hugans allan daginn með minn- isæfingum og leikjum, t.d. krossgátum. Hreyfing: Góðir göngutúrar og teygjuæfingar. Það er vitað að það eru tengsl milli góðs líkamlegs ástands og Alzheimer sjúkdómsins. Afslöppun: Afslappandi æfingar minnka stress sem meðal annars seytir kortisóli í heilann. Kortisól hefur þau áhrif á heilann að hann skreppur saman. „Við höfum vitað í fjölmörg ár að gott mataræði og hreyfing viðheldur lík- amlegu heilbrigði", segir Gary Small, læknir og prófessor við UCLA háskól- ann. „En það er alveg jafnmikilvægt að viðhalda andlegu heilbrigði. Nú höfum við sannað að maður getur einnig haldið minni sínu með smáheilaleik- fimi og teygjuæfingum. Yfir 40 milljónír manna eru smitaðar af HIV veirunni f heiminum. Þessi börn eru á sérstöku sjúkrahúsi fyrir HiV jákvæð börn í Úkraínu. Ný lyf við HIV Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur samþykkt sjö ný lyf við HIV veirunni. Samþykktin kemur i kjölfar þess að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandarikjanna (FDA) hefur gefið grænt ljós á lyfin. Fyrr á árinu samþykktu stofnanirnar tvær að flæði upplýsinga á milli þeirra verði meira svo fljótlegar gangi að koma lyfjum til þeirra sem þarfnast þeirra. Lyfin eru sex mismunandi lyf frá indverska lyfjaframleiðand- anum Aurobindo, þar af ein „tvær í einni“ pillu. Sjöunda lyfið kemur frá Aspen í Suður Afríku. nafnið ÞITT HÉR ERT ÞU MEÐ NYJA NAFNIÐ OKKAR? Vió leitum að nýju nafni fyrir VR - Verzlunarmannafélag Reykjavíkur eóa nýrri útfærslu á skamm- stöfuninni VR. Nú vinna innan við 20°/o félagsmanna vió verslunarstörf og að auki margir utan Reykjavíkur. VR er þjónustuaðili og bakhjarl félagsmanna sinna með lifsgæði þeirra aó leióarljósi. Hægt er aó skila tillögum inn undir dulnefni á www.vr.is eða senda þær til VR, Húsi verslunarinnar, 103 Reykjavík, merkt „Nafn VR“. Tillögurnar skulu merktar með dulnefni og rétt nafn höfundar og heimilisfang fylgja i lokuðu umslagi. Öllum er heimil þátttaka og vegleg verðlaun eru i boði. Skilafrestur er til 15. janúar nk. Allar nánari upplýsingar á www.vr.is VR áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.