blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 blaöið Tveir súnnímúslimar greiða atkvæði i borginni Fallujah. Búist var við meiri þátttöku súnnímúslima í kosningunum nú en í kosningum til bráðabirgðaþings fyrr á árinu. írakar ganga að kjörborðinu Kjörsókn virðist hafa verið góð í þingkosningum í írak í gcer þrátt fyrir sprengingar í grennd við kjörstaði. Kosningahandalagi sjíta- múslima er talið sigurstranglegast í kosningunum. Irakar gengu að kjörborðinu í gær í þriðja sinn á árinu og kusu þing til næstu fjögurra ára. Nokkuð var um ofbeldi og árásir á kjördag en þrátt fyrir það virðist kjörsókn hafa verið góð og víða mynduðust biðraðir við kjörstaði. Sums staðar óttuðust menn jafnvel að skortur kynni að verða á kjörseðlum út af góðri kjör- sókn. Mikil sprenging varð í gær- morgun í nágrenni Græna svæðis- ins í Bagdad þar sem meðal annars er að finna stjórnsýslubyggingar og sendiráð vestrænna ríkja. Þá var til- kynnt um sprengingar í nágrenni höfuðborgarinnar og í öðrum borgum svo sem Tikrit og Fallujah. f borginni Mosul fórst einn maður í sprengingu. Kosningabandalagi trúarlegra flokka sjítamúslima þykir sigur- stranglegast í kosningunum þó að líklega verði sigur þeirra ekki jafn- stór og í kosningunum í janúar þegar bandalagið hlaut næstum helming atkvæða. Kosningabandalag Kúrda sem hefur verið í ríkisstjórn ásamt Bandalagi sjíta mun að öllum lík- indum einnig tapa einhverju fylgi. Alls er 231 flokkur í framboði og berj- ast frambjóðendur um 275 þingsæti. Öryggisgæsla stórefld Um 15 milljónir fraka voru á kjör- skrá og var búist við að að minnsta kosti þriðjungur þeirra greiddi at- kvæði. Sérstaklega vonuðust menn til að súnnímúslimar fjölmenntu á kjörstað en þeir sniðgengu margir hverjir kosningar til bráðabirgða- þings landsins í janúar. Mikil öryggisgæsla var vegna kosninganna og þurftu kjósendur að ganga á kjörstað þar sem umferð far- artækja var bönnuð í helstu bæjum og borgum til að koma í veg fyrir árásir. Um 150.000 íraskir hermenn sinntu öryggisgæslu um land allt og nutu aðstoðar bandarískra her- manna. Þá var landamærastöðvum og flugvöllum lokað. Leynifangelsi ogfangaflug CIA: Evrópuþingið samþykkir rannsókn Evrópuþingið samþykkti í gær að hefja rannsókn á ásökunum um að Bandaríska leyniþjónustan (CIA) hafi notað ríki í Evrópu undir leynileg fangelsi og til að flytja með ólöglegum hætti fólk á milli landa. CIA hefur meðal annars verið sökuð um að starf- rækja leynileg fangelsi í Rúmeníu og í Póllandi. Þingið hvatti jafnframt leið- toga Evrópusambandsins til að kanna málið og aðildarríki þess til að veita aðstoð við rannsóknina. Sarah Ludford barónessa og þing- maður Frjálslyndra demókrata sagði að ef þörf krefði myndi þingið grípa til refsiaðgerða gegn þeim ríkjum Evr- ópusambandsins sem hefðu gerst sek um alvarleg mannréttindabrot í þessu máli. Samkvæmt núgildandi samn- ingum Evrópusambandsins eiga ríki sem verða uppvís að alvarlegum mannréttindabrotum yfir höfði sér sviptingu atkvæðisréttar í Ráðherra- ráði sambandsins sem er ein áhrifa- mesta stofnun þess. Fyrr í vikunni hafði Franco Fratt- ini sem fer með dóms- og öryggismál innan Evrópusambandsins hvatt þing- menn Evrópuþingsins til að fresta rannsókninni þangað til að rannsókn Evrópuráðsins verður lokið. Evrópu- ráðið sem er helsta eftirlitsstofnun með mannréttindamálum innan Evrópu ljúki sinni rannsókn snemma á næsta ári. í frumskýrslu sem Evrópu- ráðið hefur birt segir að ásakanirnar um fangelsin séu trúverðugar og að svo virðist sem Bandaríkjamenn hafi látið nema á brott einstaklinga og flutt þá með ólöglegum hætti á milli landa. Evrópuþingið vill fá á hreint hvort eitt- hvað sé til í ásökunum um að CIA hafi starfrækt leynileg fangelsi í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Gagnagrunnur yfir grunsamlegt fólk Bandarfski herinn hefur haldið gagna- greindi frá gagnagrunninum sem benti grunn yfir bandaríska ríkisborgara sem taldir voru ógna öryggishags- munum þjóðarinnar eða hersins að sögn embættismanns í varnarmála- ráðuneytinu. Bandaríska varnarmála- ráðuneytið lítur ennfremur mjög alvarlegum augum hugsanlega misnotkun trúnaðarupplýsinga úr gagnagrunninum. Varnarmálaráðuneytið viðurkenndi þetta eftir að NBC-sjónvarpsstöðin til þess að herinn hefði fylgst sérstak- lega með ffiðarsinnum og mótmæla- samkomum. I grunninum eru skráð 1500 grunsamleg atvik á tíu mánaða tímabili, þar á meðal rúmlega fjörutíu mótmælafundir og friðarsamkomur. 1 gögnunum kom meðal annars fram að upplýsingum var safnað um fólk sem tók þátt í fundunum, ökutæki þeirra og fleira slíkt. Leðurskór með flece fóðri, bæði fyrir hana og hann, sem inniskór, í leikfimi, ískíðaskóinn ogfl. TÍSKUVERSLUNIN Smart Grímsbæ viö Bústaðarveg • ÁrmÚla 1 5 Hafnarstræti 106 600 Akureyri Sími 588 8050/588 8488/462 4010 email: smartgina@simnet.is Gunnhildur Hrólfsdóttir AJEYNDARMAL Áleitin og einlæg, en um leið fyndin. Saga um samkyn hneigða stúlku og fjölskyldu hennar. frum Gra n sÁsvHfil 1 2 A - S i m I 5 G 8 10 0 0 - www.frum.ls HREYFljGREINING © Fagleg heilsurækt © Frábær aðstaða © Frábær lífsstíls námskeið © Frábær staðsetning Viltu laga línurnar? Astvaldur F Heiðarsson, þjálfari, á lokaári í KHÍ - Iþr.k. Haukur Guðmundsson, leiðbeinandi, á lokaári í Sj.þj. HÍ Gígja Þórðardóttir, sjúkraþjálfari BSc Harpa Helgadóttir, sjúkraþjálfari BSc, MTc, MHSc. Jakobína Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari BSc framkvæmdastjóri Kolbrún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari BSc Sandra Dögg Árnadóttir, sjúkraþjálfari BSc Ný námskeið hefjast þann 9. janúar í formi til framtíðar Bókanir eru hafnar í þessi vinsælu aðhalds- og lífsstílsnámskeið fyrir konur. Bæði fyrir byrjendur og framhalds- námskeið. Bumban burt Lokuð námskeið fyrir karla sem vilja ná árangri. Ný námskeið hefjast í janúar. Við erum byrjuð að bóka nú þegar. Skoðið stundaskrá 2006 á www.hreyfigreining.is HREYFI GREINING Höfðabakka 9 HÖFÐABAKKA Sími: 51 1-1575 www.hreyfigreining.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.