blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 12
20% cifsláttur út desember EURO SKO KRINGLAN 568 6211 12 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 blaöiö Mótmælendur hafa haft sig mikið í frammi á fundi Heimsviðskiptastofnunarinnar sem fram fer í Hong Kong þessa dagana. Tilboð Bandaríkjamanna sætir gagnrýni Bandaríkjamenn bjóðast til að veita bómullarframleiðendum í Vestur Afríku tollfrjálsan aðgangað mörkuðum sínum. Evrópusam- bandið og Oxfam segja aftur á móti rót vandans vera niðurgreiðslur til bandarískra bómullarrœktenda en ekki markaðsaðgengi. Bandaríkjamenn segjast vera reiðu- búnir að veita bómullarframleið- endum í Vestur Afríku tollfrjálsan aðgang að bandarískum mörkuðum. Vonir um að einhver árangur náist á fundi Heimsviðskiptastofnunar- innar hafa glæðst Htillega við þetta. Bómullarframleiðendur í Afríku hafa þegar hótað því að þeir muni neita að styðja allar ályktanir, sem samstaða ríkir um á fundinum, ef riku löndin skuldbinda sig ekki til að draga úr opinberum styrkjum til bómullarræktenda. Evrópusambandið sýndi tilboði Bandaríkjamanna dræman áhuga og sagði að það gengi ekki nógu langt. „Það er jákvætt skref að Bandaríkin séu tilbúin til að veita bómullarframleiðendum frjálsan aðgang að mörkuðum sínum,“ segir Fabian Delcros, talsmaður Evrópusambandsins í viðskipta- málum. „Engu að síður mun þetta skref ekki leysa þau vandamál sem steðja að bómullarmarkaðinum," sagði Delcros og bætti við að megin- vandamálið væri að niðurgreiðslur Bandaríkjamanna héldu niðri verði á heimsmarkaði og gerði það að verkum að framleiðendur í Afriku væru ekki samkeppnishæfir. Mannúðarsamtökin Oxfam Int- ernational höfnuðu tilboðinu aftur á móti sem „innantómu loforði." „Afríka flytur ekki út eitt einasta gramm af bómull til Bandaríkj- anna og hefur ekki gert það árum saman,“ sagði Phil Bloomer fulltrúi Oxfam og benti líkt og Delcros á að rót vandans lægi ekki í aðgengi að mörkuðum heldur í niðurgreiðslum Bandaríkjanna. Þörf áöðrumfundi Um leið og Rob Portman, aðalfull- trúi Bandarikjamanna á fundinum, lagði fram tillöguna sagði hann að ólíklegt væri að heildarsamningar um aukið frelsi í viðskiptum næðust í Hong Kong og því væri nauðsyn- legt að halda annan fund í lok mars á næsta ári. „Ef við náum ekki þeim árangri sem við höfðum vonast eftir í Hong Kong, og ég er hræddur um að við gerum það ekki, tel ég að við ættum að ákveða nýjan fundartíma áður en við förum héðan,“ sagði hann við fréttamenn í gær. Frítt í desember Kaffi/súkkulaöi og konfektmoli Aji œVVj,. fylgir öllum réttum CtuiznosSuB HMHH... GLÓDAOUR Lækjargata 8 Suðurlandsbraut 32 Sendu eina fyrirsögn úr Blaðinu í dag á holar@vbl.is og þú gætir eignast eintak af bókinni Karlar ljúga, konur gráta. Blaðið Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur blaðió <D BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR FRJÁLST I ftw | V I blaði&H Reynt að kveikja í kjörstað Reynt var að kveikja í byggingu sem hýsir kjörstað fyrir írösku þing- kosingarnar í Kista, norður af Stokk- hólmi í gær. Enginn hafði verið handtekinn í tengslum við íkveikju- tilraunina síðdegis í gær. Öryggis- gæsla var aukin við utankjörstaði í Svíþjóð í kjölfarið. 1 Danmörku herti lögregla einnig eftirlit við kjörstaði. Talsmaður lögreglu sagði að einhver hefði kastað flöskum fullum af bensíni í húsið en ekki hefði verið eldur í þeim og þvi hefði ekki hlotist mikið tjón af. Um ein og hálf milljón íraka í 15 löndum greiddu atkvæði í kosningunum utan heimalandsins. Um 40.000 íraskir ríkisborgarar búa í Svíþjóð. Harmleikur í Nepal Nepalskur hermaður varð að minnsta kosti 11 manns að bana og særði 19 til viðbótar þegar hann hóf skothríð á mannfjölda á trúarhátíð hindúa í nágrenni Kathmandu í gær. Vitni segja að maðurinn hafi skotið af handahófi á um 500 manna hóp sem hafði komið saman við hof og stóð skothríðin i um 10 - 15 mínútur. Maðurinn sem var undir áhrifum áfengis þegar hann framdi ódæðið svipti sig síðan lífi. Þúsundir manna söfnuðust saman á götum höfuðborgarinnar í kjölfar harmleiksins til að syrgja hina föllnu og mótmæla ofbeldinu. Menn á Bret- landseyjum lengur en talið var 1 ljós hefur komið að menn voru uppi á Bretlandseyjum fyrir um 700.000 árum eða um 200.000 árum fýrr en hingað til hefur verið talið. Vísindamenn eru sannfærðir um þetta eftir að munir úr tinnu- steini sem fundust á strönd við Suffolk voru aldursgreindir. Upp- götvunin sýnir að frummenn hafi komið yfir Alpana til norðurhluta Evrópu meira 200.000 árum fyrr en talið var og aðeins um 100.000 árum eftir að þeir komu fýrst til suðurhluta Evrópu frá Afríku. Fréttastöð ITV lögð niður Sérstök fréttastöð breska sjónvarps- félagsins ITV verður lögð niður eftir áramót en stöðin hefur sent út fréttir og fréttatengt efni allan sólarhringinn. Alþjóðasamband blaðamanna hefur fordæmt lokun stöðvarinnar sem sett var á lagg- irnar fyrir fimm árum. Stöðin hefur átt í harðri samkeppni við BBC News 24 og Sky News en rekstur- inn hefur ekki gengið sem skyldi. Forráðamenn fyrirtækisins hyggjast í staðinn efla aðrar stöðvar á sínum vegum og viðræður við starfsmenn standa yfir. í versta falli kunna allt að 70 störf að glatast með stöðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.