blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 23

blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 23
blaöið FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 VIÐTAL/ÁLIT I 23 99............................................. Þú getur ekki faríð á sýningu hjá Gunnellu án þess að brosa. Allir brosa þegar þeir horfa á listaverk hennar Hátíöartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands. vísi mótíf. Allt í einu eru þessar kellur komnar fram, svunturnar, hænurnar, sveitabærinn, íslenska sveitin og landslagið," segir Gunnella og bætir við að aðalatriðið sé að vera einlægur i því sem maður gerir. „Ef maður fær góða svörun þá heldur það manni gangandi. En jafnvel þó maður fengi enga svörun þá myndi maður halda áfram. Það eru forréttindi að geta stundað það sem manni langar til og geta haft það að atvinnu." Byrjað að undirbúa næstu bók Gunnella og Bruce eru þegar farin að semja nýja bók sem þau segja að verði lika mjög fyndin, rétt eins og Hænur eru hermikrákur. „Þessar konur eru svo skondnar. Hvernig geta þær ekki verið skondnar. Og þær eru mjög klárar konur, segir Bruce og Gunn- ella bætir við að hænurnar séu líka mjög gáfaðar. „Við erum að fara yfir textann á næstu bók og höfum valið mikið af málverkunum. Textinn er þó ekki alveg búinn því við eigum eftir að ræða saman um hann. Bókin er svipuð en samt ekki framhald. Kon- urnar koma aftur ásamt hænunum sem eru góðar og kindum sem eru vondar. Bókin mun skýra út af hverju það eru engin tré í íslensku landslagi," segir Bruce. Gunnella tekur undir að efni sögunnar sé á þessa leið en bætir við að bókin verði líka byggð upp á sama hátt og Hænur eru hermi- krákur. Hún erbyggð út frá myndum sem þegar voru til staðar og svo eru þær tengdar saman með sögu. Aðspurð um hvernig samstarfið hafi gengið segir Bruce það hafa gengið mjög vel enda séu þau bestu vinir. „Gunnella er mér eins og systir. Eftir að hafa hitt bræður hennar þá veit ég af hverju,“ segir Bruce og þau hlæja bæði. „Bræður mínir eru alveg einstakir og það eru ekki margir eins ogþeir,“ segir Gunnella. Bruce grípur fram í og segir að þegar hann hitti þá finnist honum æðislegt að gantast með þeim. Þjóðardjásn íslendinga Bruce heldur ekki vatni yfir hæfi- leikum Gunnellu og margir íslend- ingar skilja eflaust skoðanir hans fullvel. „Gunnella er eitt af þjóðar- djásnum ykkar. Hún nýtir íslensku menninguna í myndir sína á ein- stakan hátt. I Bandaríkjunum taka allir eftir þessu og ég tók strax eftir þessu.“ Gunnella segir að þetta sé nú bara skoðun Bruce. „Ég myndi mjög gjarnan vilja halda sýningu í Banda- ríkjunum ef ég fengi tækifæri til. Það hve vel bókin hefur gengið úti gæti mögulega opnað einhverjar dyr.“ Sam- kvæmt Bruce kemur næsta bók von- andi út að vori 2007 og hann telur því líklegt að bandarískt gallerý myndi vilja halda sýningu á verkum Gunn- ellu. Aðspurð hvort við megum búast við fleiri bókum í framtíðinni segir Gunnella að við skulum bara bíða og sjá til. Einmitt núna er áherslan á að gera seinni bókina enn betri en fyrri. Gunnella vill þó ekki kannast við að hún ætli sér að verða heimsfræg og hlær við spurningu blaðamanns í þá áttina. „Þetta er hins vegar mjög skemmtilegt og ég hlakka mikið til að sjá seinni bókina." svanhvit@vbl.is Þröstur Ólafsson Leiðari Blaðsins í gær miðvikudag fjallaði um tekjumun og áhyggjur manna af stéttskiptu samfélagi. Þar segir m.a. „Enn frekar urðu menn gáttaðir þegar forsetaembættið hélt lokaða sinfóníutónleika í samstarfi við kaupréttarbankann fyrrnefnda og bauð hingað ...o.s.frv." Hér er ranglega sagt frá. Það var ekki forsetaembættið sem hélt tón- leikana, heldur Sinfóníuhljómsveit íslands. Forseti íslands og KB-banki veittu okkur dýrmætt liðsinni í því að gera þessa tónleika að veruleika. Hátíðartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Islands eru eins konar árshá- tíð hljómsveitarinnar. Þar reynum við eins og aðrar stofnanir að vanda vel til. Árshátíð þessi er að því leyti sérstæð að við notum tækifærið til að bjóða til okkar tryggustu áskrif- endum okkar, velunnurum, bak- hjörlum og mökum hljóðfæraleikara. Þessum viljum við sýna þakklæti okkar í verki. Það er hverri stofnun eða fyrirtæki afar dýrmætt að eiga svo sterkan stofn tryggra áskrifenda sem við eigum. Þeir mega gjarnan vita að við metum það. Hátíð sú sem nú er mikið á milli tanna fjölmiðla er önnur í röðinni. Sú fyrri átti sér stað fyrir réttu ári síðan. Þá stóð þannig á að við höfðum um nokkurt skeið reynt að fá fyrrverandi aðalhljómsveitar- stjóra okkar Osmo Vánská hingað til að stjórna hljómsveitinni. Allar tilraunir okkar voru árangurslausar. Aðeins fyrir atbeina Forseta íslands tókst að fá þann fræga stjórnanda til landsins. Það var mikill fengur fyrir hljómsveitina og alla þá sem á hlustuðu bæði á tónleikum og í út- varpi. Ef forsetaembættið hefði ekki veitt okkur aðstoð sína hefði þessi heimsfrægi stjórnandi ekki komið til landsins og engir tónleikar verið haldnir. Hann kom af því þetta voru hátíðartónleikar. Við endurtókum þessa tónleika nú fyrir viku síðan. I þetta skiptið tókst okkur að fá hingað velska söngvar- ann Bryn Terfel. Hann er afar eftir- sóttur og ekki ódýr söngvari. Hann gaf ekki kost nema á einum tónleikum. Hann var í miklum önnum og kom hingað aðeins af því þetta voru hátíðartónleikar þar sem hann bjó í gestabústað Forseta ís- lands í boði hans. Án aðkomu forset- ans og KB-banka sem sýndi mikinn rausnarskap hefðu þessir tónleikar ekki átt sér stað. Ef þessir hátíðartónleikar hefðu ekki verið haldnir hefði enginn hvorki tónleikagestir né útvarps- hlustendur fengið að njóta galdurs þessa listamanns. Ríkissjónvarpið átti kost eins og endranær að sjónvarpa beint eða taka upp til síðari útsendinga frá tón- leikunum. Það nýtti sér það ekki. Hverjir voru gestir tónleikanna. Af um 950 gestum voru um sex- hundruð í boði hljómsveitarinnar. Flestir þeirra voru áskrifendur sem voru hjá okkur árið 1994 og síðan. Þá voru makar og starfsfólk samtals yfir eitt hundrað manns og gestalisti hljómsveitarinnar sem telur um eitt- hundrað þegar mikið stendur til. Áskrifendur hljómsveitarinnar koma úr öllum stéttum samfélags- ins. Tónlistarástríða fer ekki eftir völdum eða efnahag. KB-banki fékk liðlega 300 miða fyrir mikið og dýrmætt framlag. Allt starfsfólk sinfóníuhljómsveit- arinnar leggur mikinn metnað í starf sitt. Við miðum aðeins við það sem best gerist í heiminum. Okkar markmið er að vera svo góð að við séum þekkt utanlands. Við þurfum því að geta laðað til okkar hæfustu og frægustu listamenn á hverjum tíma. Við megum ekki einangrast eða sleppa þeim tækifærum sem berast þegar frægir listamenn eru í boði. Þess vegna þurfum við á sam- starfi og stuðningi velunnara og áskrifenda að halda. Því þökkum við fyrir samstarf við embætti forseta Islands og mynd arlegan stuðning frá stórhuga fyrir- tæki eins og KB-banka. Tónleikarnir með Bryn Terfel voru afar mikilvægir fyrir hljóm- sveitina og verða henni hvatning til dáða. Höfundur erframkvœmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. SPARITILBOÐ I DESEMBER Svínahamborgarahryggur Hangilæri með beini Hangiframpartur með beini 1590 Tvíreykt sauðahangikjöt Nautalundir NewZealand Grillaður kjúklingur 2ja lítra Coca Cola & franskar Tilboðin gilda til 31. desember Gerðu sparikaup!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.