blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 30
30 1 SNYRTIVÖRUR
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 blaðiö
Þegar kemur að snyrtivörum kennir ýmissa grasa, en því ekki að líta okkur ncer og nota það sem íslensk náttúra
hefur upp á að bjóða.
Eðalvörur úr náttúrulegum eínum
,Blá Lónið býður upp á úrval af húðvörum fyrir andlit og
líkama sem framleiddar eru undir vörumerkinu BLUE
LAGOON ICELAND, segir Edda Sólveig Gísladóttir
markaðsstjóri hjá Bláa Lóninu hf.
,Vörur okkar eru allar ofnæmisprófaðar og hægt að fá þær
með eða án ilmefna," segir Edda Meðal vara sem Bláa Lónið
býður upp á er sápur, næringakrem, kísill, spavara, olíur
sem henta vel í bað og nuddolíur. „Svo erum við líka með
andlitslínu þar sem bæði er boðið upp á andlitskrem og
hreinsilínu.“
Allar vörurnar eru ofnæmisprófaðar og þær eru vinsælar
hjá báðum kynjum. „Sú vara sem við seljum hvað mest er
kísillinn sem er notaður í maska. Sjávargelið er líka mjög vin-
sælt og húðkremið veitir góða næringu. Kísillinn hefur gefið
mjög góðan árangur við appelsínuhúð þó ekki hafi verið
gerðar á því rannsóknir. Kísilinn ætti að setja á blauta húð
(andlit) og þvo hann síðan með volgu vatni. Eg nota kísilinn
sjálf og mér finnst hann vera mjög góður. Það sem gerir vör-
urnar frá Bláa Lóninu einstakar er hversu virk hráefnin eru,
en vörurnar eru unnar úr söltum, blágrænum þörungum
og fleiri náttúrulegum efnum.
Vörur frá Bláa Lóninu hafa verið á
sýningum erlendis og hafa vakið mikla
athygli. „Vörur frá Bláa Lóninu eru ekki
komnar á erlendan markað en það mun
gerast í framtíðinni,“ segir Edda.
Hægt er að fá húðvörurnar í gjafapakkn-
ing í mismunandi samsetningum. Einnig
er hægt að fá gjafakort og er þá hægt að
velja mismunandi upphæðir. Gjafakortin
gilda fyrir vörur f verslunum Bláa lóns-
ins, veitingarstaðnum í heilsulindinni, og
í nudd og meðferðir sem boðið er upp á í
heilsulindinni.
Útsölustaðir húðvaranna frá Bláa Lóninu
eru flestar verslanir Lyfju og í Lyf og heilsu.
Þá eru vörurnar seldar í verslun Bláa lóns-
ins í Leifsstöð við Heilsulindina við Grinda-
vík, f Aðalstræti z og í Manni og konu á
Laugaveginum.
hugrun@vbl.is
HVERGI
LÆGRA VERÐ
A ðalflutningar
Oryggi alla leið
m
OPIÐ ALLA LAUGARDAGA FRAM AÐ JOLUM FRA KL. 8 -12
Valnaqdrðum 6 • S. 581 3030 • Fax: 417 2564 • atlaieq@simnet.is