blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 32
32 I HEIMSPEKI FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 blaöiö Að vera leikinn í lífinu? Hvernig er kennslu á heimspekilegri, gagnrýnni hugsun háttað í skólakerfinu- Bladit/Sleinar Hugi Ætli þessum drengjum verði fyrirstillt ástundun gagnrýninnar hugsunar í Lífsleikni? Heimspekin er drottning vísind- anna. Hún eflir alla dáð, skýrir hugsun mannsins, meitlar til, brýnir og eykur getu til að greina falskar rök- semdafærslur sófista og lýðskrum- ara. Hún staðsetur og manninn í heiminum og heiminn í manninum. Því lék heimspekisíðu Blaðsins for- vitni á að vita hvernig hinni æðstu dyggð allra dyggða - þeirri klöpp sem öll mannleg hugsun byggir á - væri fyrirkomið í skólakerfinu. Er börnum og unglingum kennd öguð heimspekileg, gagnrýnin hugsun milli handavinnu og stærðfræði- tíma? Og hvernig fer sú kennsla þá fram? Rýnt í aðalnámsskrá Sé rýnt í gildandi aðalnámskrá grunnskóla landsins má draga þá ályktun að málefni er varða heim- speki og gagnrýna hugsun sé helst að finna undir liðunum „Kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði" og „Lífsleikni". Nú má strax setja spurningamerki við þá tilhögun að skilgreina siðfræði sem lið í trúar- bragðafræðum. Skilja má siðfræði á marga vegu og víst er að vestrænt sið- vit byggir að mestu leyti á kristinni trú. Því er ekki óeðlilegt að ætla að ungviði landsins geti eflt og þroskað siðvit sitt með lestri dæmisagna úr Biblíunni og boðorðanna tíu, eins og námskráin virðist gera ráð fyrir. Hinsvegar má ætla að til að fá traustan grundvöll til að skera úr um siðferðileg vandamál á eigin spýtur sé boðleiðin ekki sú besta; þ.e.a.s. sú leið að byggja siðferðilegar ákvarðanir á því að hitt eða þetta sé Guði og æðri máttarvöldum þókn- anlegra en annað. Slíkt er gagnlegt, sérstaklega þegar kemur að ungum hugum sem enn hafa ekki til að bera nægilegan þroska að breyta rétt, en þegar kemur að því að „efla og þroska rökhugsun og siðvit“ - þannig að af spretti sjálfstæðar og ígrundaðar ályktanir - má vænta þess að minna boðandi leiðir væru árangursríkari. Hví ekki að hafa sér siðfræðitíma á unglingastigi og leyfa hinum jákvæða boðskap Biblí- unnar og fyrirmyndinni Jesú Krist að koma fram á eigin forsendum annars staðar - þannig að siðvitið yrði grundvallað á hinu veraldlega? Að auki verður ekki annað séð en trú- arbragðafræðslan lúti í lægra haldi fyrir kristnum fræðum, en það er efni í aðrar umræður. „Lífsleikni" Beinum þá sjónum okkar að lífs- leikni, en kennsla í því fagi hefst í fjórða bekk grunnskóla og stendur út hann. Samkvæmt námsskrá eru markmið hennar margþætt og eiga að svara ýmsum kröfum sem gerðar eru til skólakerfisins, bæði af hálfu foreldra svo og „.. .lögum og ýmsum skuldbindingum íslenska ríkisins, innlendum og erlendum,“. Þar innifalið er m.a. að efla í ungviðinu umburðarlyndi, mann- rækt, sjálfsþekkingu, frumkvæði, sköpun og verklega færni, auk sjálf- stæðrar, skapandi og gagnrýninnar hugsunar. Einnig ber í lífsleikni að stunda virkar forvarnir gegn vímuefnaneyslu. Af þessu má sjá að í hinu hálfgerða „safnfagi" er að finna ýmis háleit markmið sem ríma við þau er heim- spekin þykist stuðla að. Eftir stendur sú spurning hvernig sé að þessu staðið, hvort að hinir ýmsu göfugu þaettir sem stefnt er að komist nægi- lega til skila í slíkri „bixímatkennslu“ eða hvort að betur færi að skilgreina markmiðin nánar og skipta þeim upp. Erfitt er að sjá, t.a.m., hvernig kennsla á beitingu gagnrýninnar hugsunar fer saman við vímuefna- forvarnir, enda fara þær jafnan fram í formi predikana (eðlilega er lítið svigrúm fyrir gagnrýna hugsun hjá ungum hugum í svo veigamiklum málefnum) og því spurning hvort þetta tvennt eigi heima saman. Áhersla á samskiptafærni, tilfinn- ingaþroska og sjálfsþekkingu Til þess að athuga hvaða tól kennarar hafa til þess að ná markmiðunum og hvernig framkvæmdinni er háttað leitaði Blaðið á náðir Aldísar Yng- vadóttur, ritstjóra hjá Námsgagna- stofnun sem hefur lífsleikni á sinni könnu. Aðspurð segir hún að ritið ,Valur“ eftir Guðrúnu Evu Mínervu- dóttur og meðfylgjandi kennarakver sé sennilega áþreifanlegasta tenging lífsleiknikennslu á miðstigi við þá þætti sem hér hefur verið þreifað á. Á unglingastiginu er það ritið .Hugsi: um röklist og lífsleikni" eftir þá Sigurð Björnsson og Matthías Viðar Sæmundsson heitinn. Smá- sögurnar af Vali eru heimspekilegar í anda og er ætlað að þjálfa börnin í heimspekilegum samræðum og gagnrýninni hugsun. Hér að neðan má lesa hvað Guðrún Eva hefur að segja um þær. I „Hugsi“ er að finna safn bók- mennta- og dagblaðatexta auk ljóða sem nýtast við að taka fyrir ákveðnar dyggðir og gildismat og skoða frá grunni (eins og heimspeki er háttur). „Þetta er ekki beint hreinræktuð lífs- leikni heldur meira lífsleikni með heimspekilegu ívafi með áherslu á samskiptafærni, tilfinningaþroska og sjálfsþekkingu og einnig skap- andi og gagnrýna hugsun. Báðar bæk- urnar má einnig tengja inn í íslensku- kennslu, sem mér þykir sterkur leikur. Við lífsleiknikennslu hafa kennararnir úr ýmsu að moða og geta nýtt sér allskyns efni, svo fremi það uppfylli markmið námsskrár- innar,“ segir Aldís. Itarlegar skilgreind markmið Aðspurð segir Aldís að sér þyki markmið lífsleikninnar frekar ljós, en fellst þó á að þau hefðu mátt vera ítarlegar skilgreind og með skýrari línur. „Það var m.a. þessvegna sem við fórum út í að skrifa handbók um lífsleikni sem átti að ramma betur inn námsgreinina, um hvað hún snýst og helstu áherslurnar. Vand- inn við hana er hversu margþætt hún er, í kjarnanum er henni ætlað að stuðla að félags-, persónu- og tilfinningaþroska, en til viðbótar koma þættir eins og skyndihjálp og friðar-, jafnréttis- og mannréttinda- fræðsla sem er skutlað inn með. Svo eru þarna líka forvarnarmarkmið gegn einelti, fordómum og vímu- efnaneyslu. Hugsunin í lífsleikni er þó að forðast predikanir, heldur fá krakkana til þess að átta sig sjálf á því hvað er heppilegast fyrir þá að gera, byggt á skynsemi og gagn- rýnum rökum. Öll þessi hliðarverk- efni eru vissulega nokkur veikleiki á faginu, en ég held að margir skólar hafi útfært og skipulagt það ágæt- lega og ég verð ekki vör við sérstaka óánægju,11 segir Aldís að lokum. Karlar og kenningar Rithöfundurinn Guðrún Eva Mín- ervudóttir skrifaði heimspekilegu smásögurnar um Val að beiðni Námsgagnastofnunar. „Mér finnst mjög góð hugmynd að nota lífsleikni- tímana í að kenna barnaheimspeki og held það mætti gera meira af því,“ segir Guðrún. „Valur er n eða 12 ára strákur sem býr með mömmu sinni og sögurnar ganga oft út á að hann ber sínar hugmyndir og ómót- uðu afstöðu til lífsins undir hana og þau slá boltann fram og til baka í samræðum. Ég skrifa sögurnar inn í hefð sem hefur verið á íslandi í mörg ár og byggi mikið á starfi og tækni Hreins Pálssonar, sem hefur verið með heimspekiskólann. Þetta er ekki kennt eins og annað náms- efni, kaflarnir eru lesnir og síðan eru börnin í raun látin leiða umræð- una. Ég hef kennt þetta efni og var þá uppálagt að láta börnin sjálf segja hvað þau vilja ræða. Ég held þetta sé rosalega gott fyrir þau til að læra að aga hugsun sína og efla, eins og til að vega upp á móti mötuninni sem tíðkast í skólakerfinu. Ég held að kennsla sem þessi veiti þjálfun í því að hugsa óhlutbundið, rökrétt og sjálfstætt og sé í raun mikill þáttur í að undirbúa jarðveginn fyrir „mjúkan aga“ - sem gengur m.a. út á að leyfa börnunum að vera með, án þess að gera allt vitlaust.“ Guðrún Eva segir að í Val sé ekki að finna beinar vísanir í neina karla eða kenningar, þó hún viðurkenni að hafa sótt ýmislegt þar í rann Wittg- ensteins. „1 barnaheimspekihefð Hreins er ekki mikil áhersla lögð á fyrri heimspekinga eða kenningar þeirra, heldur er börnunum gefið frítt spil og leyft að velta hlutunum fyrir sér með öguðum hætti og æfa sig þannig í óhlutbundinni hugsun. Kennarinn þarf vitaskuld mikið að passa að umræðurnar leiðist ekki út í endalaus sértök, með tilheyrandi sögum af frænkum, heldur beina þeim í farveg sem börnin sjá svo um að feta.“ haukur@vbl.is Verðlaunabók vikunnar i boði HÍB Bláa bók Wittgensteins - ein afperlum 20. aldar heimspeki Bláa bókin eftir Ludwig Wittgen- áhrifamikla heimspeking sem birt- stein var fyrsta ritið eftir þann ist á íslensku. Wittgenstein lét fjöl- áhugafólk uinknattf^ spymu Éldribœkur á tilboði rita Bláu bókina handa nemendum sínum í Cambridge en bjó hana aldrei til úgáfu. 1 ritinu fjallar hann einkum um merkingarhug- takið og um merkingu ein- stakraorðameð margvíslegum dæmum. Hann leitast ekki síst við að sýna hvernig hugs- unin hafnar lát- laust í misskiln- ingi á orðum sem hver maður kann þó að nota í daglegu lífi. í ítarlegum inngangi gerir Þorsteinn heitinn Gylfason prófessor m.a. grein fyrir hugmyndum Wittgensteins og menningarlífi Vínarborgar á fyrstu áratugum aldarinnar með sínum ávallt listilega hætti. Þýðingu ann- aðist Þorberg Þórsson. Skráðu bílinn á www.bilamarkadurinn.is 46 S * 'KíIkuhhH Ludwiq Wittgenstein Rökhornið! Umsjón: Hrafn Ásgeirsson, BA í heimspeki. Fjöldi réttra svara barst við gátu síðustu viku og úr þeim drógu full- trúar rökhornsins nafn Ólafs Guðjónssonar. Lausnin við henni var ‘fimmtudagur’. Ef Guðbergur Þórbergur segist hafa sagt ósatt í gær kemur tvennt til greina. Annars vegar að hann segi satt og þá sé sann- söglisdagur þann daginn en ósannsöglisdagur daginn á undan. Þá væri fimmtudagur. Hins vegar að hann segi ósatt og þá sé ósannsögl- isdagur þann daginn en sannsöglisdagur daginn á undan. Þá væri mánudagur. (Ef það er ósatt að hann hafi sagt ósatt í gær þá hlýtur hann að hafa sagt satt.) Og ef Guðjón Friðjón segist líka hafa sagt ósatt í gær kemur einnig tvennt til greina. Annars vegar að hann segi satt og þá sé sannsöglisdagur þann daginn en ósannsöglisdagur daginn á undan. Þá væri sunnudagur. Hins vegar að hann segi ósatt og þá sé ósannsöglisdagur þann daginn en sannsöglisdagur daginn á undan. Þá væri fimmtudagur. Þá er ljóst að af þessum möguleikum skarast aðeins tveir, þ.e. fimmtudagarnir. Gáta vikunnar: Áður óþekkt eyja finnst rétt norðan við Grímsey. íbúarnir þar tala íslensku (heppilegt!) en skiptast hins vegar í tvær fylkingar. 1 annarri eru þeir sem segja alltaf satt, svokallaðir sattarar, en í hinni þeir sem segja alltaf ósatt, svokallaðir ósattarar. Nú rekumst við á þrjá íbúa eyj- unnar, þau Pétur, Jónu og Siggu, sem segja við okkur eftirfarandi: Pétur: Ég er sattari eða Jóna er ósattari. Jóna: Ég veit fyrir víst að Pétur er sattari og að Sigga er ósattari. Sigga: Ég og Jóna erum ólík. Hver þeirra eru sattarar og hver ósattarar? Svör sendist á haukur@vbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.