blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 38
38 IFERÐALÖG FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 I blaðið Himnadrottningin Þar sem ég stend við lestarstöðina á horni fjórtánda strætis, á milli áttundu og níundu breiðgötu New York borgar, að kveldi sunnudags- ins íx. desember er mín freistað af mexíkóskum götusala. Hann býður mér einhvers konar sykrað góðgæti sem eru í laginu eins og stórt lakkrísrör. Ég læt freistast enda kalt kvöld í New York og ég ekki fyllilega mett. Þetta reynast nokkurskonar vöfflur sem vissulega ylja og ég ákveð að maula áður en ég tek lestina. Það er mikið líf við götuna og ég velti því fyrir mér, á milli bita, af hverju í ósköpunum allir þessir mexíkanar séu að selja blóm niður eftir götunni á skítköldu desemberkvöldi. Teikn á bringu Ég nálgast hóp af fólki sem selur ógrynnin öll af fallegum blómum. Eftir að hafa mundað myndavélina er ég viss um að þetta hljóti að vera hópur af ólöglegum innflytjendum sem eru að reyna að hafa í sig og á með blómasölu að næturlagi. En er einhver markaður fyrir nætursölu á blómum? Ég fæ útskýringuna á bjagaðri ensku. Síðla árs 1531, á hæð við útjaðar Mexíkóborgar, birtist himnadrottn- ingin Juan nokkrum Diego (sem er kristna nafnið hans, hann hét áður Quauhtlatoatzin). Hann var eitthvað vantrúaður á að konan væri heilög guðsmóðir og bað um sönnun. Hún sagði honum að reisa sér kirju og færa blóm að altarinu þá myndi hann hljóta sönnunina. Juan þessi tók ókunna konuna á orðinu og þegar hann lét blómin frá sér við nýsmíðina, varð hann þess var að þau höfðu skilið eftir sig teikn á bringu hans. Ég hló í huganum þegar ég heyrði þetta enda hljómaði það í mínum huga sem manninum hefðu vaxið brjóst. Það væri auð- vitað sönnun í lagi! Svo gott reynd- ist það ekki en teiknin á bringunni voru þó kvenímynd og Juan þekkti hana aftur sem ókunnu konuna af himninum. Klæðin eru enn til, tíminn hefur lítið á þeim unnið og þau teljast til merkari trúarteikna hins veraldlega heims. Mexíkanski blómasalinn benti mér svo á að neðar í götunni væri kirkja tileinkuð heilagri Guadalupe, eins og hin helga himnamóðir nefnist á mexík- önsku, já eða eiginlega spænsku, og þar væru hátíðarhöld í kvöld þar sem fólk færði henni blóm. Ég kaupi að sjálfsögðu búnt af ferskjulitum rósum, með örlítið dekkri kanti í jaðri blaðanna, og held af stað niður götuna. Fjörleg messa Neðar í götunni er sífellt fleira fólk á leið til messu og götusalar selja allskyns varning til heiðurs himnamóðurinni. Ég fjárfesti í nokkrum armböndum sem minna mig svolítið á dótið sem vottar Jehóva komu með heim þegar ég var lítil. Móðir mín var svo séð að bjóða þeim inn þar sem þeir klipptu með okkur krökkunum dúkkulisur og skrautdúka á meðan hún skúraði yfir gólfið eða setti í vél. Ég fer vel skreytt upp kirkjuþrepin. Kirkjan er full af fólki, margir hátíðlega búnir í þjóðbúningum Mexíkó og ég raða mér með þeim sem ætla að færa Guadalupe blóm. Kona kemur og klippir utan af þeim plastvafning- inn og presturinn bendir mér á hvernig ég skuli bera mig að og segir mér velkomið að mynda altarið. Það er engin þvingun yfir messuhöld- unum, þvert á móti er hljóðfæra- leikur og skvaldur en í andlitum fólksins er lotning. Það er hlýtt og notalegt þarna inni og svo mikil stemmning að ég velti því fyrir mér hvort að með lútherskunni höfum við kristnir tapað notalegheitum há- tíðarhalda. Að minnsta kosti gerði lútherskan að mestu út afvið átrúnað á hina helgu mey. Það verður þó að viðurkennast að háhelgur hátíðleiki lútherskra messuhalda á meira skylt við sambærilegan hátíðleika kaþólskra. Hér í hinni Mexíkósku útgáfu eru messuhöldin mun líflegri. Hinn kristilegi kærleikur er hér alls- ráðandi og hvaða söfnuði ég tilheyri skiptir engu máli. Ég er boðin vel- komin að fagna með mexíkóum heil- agri himnadrottninu, sem ég geri innilega, þakklát fyrir hlýlegar mót- tökur á köldu desemberkvöldi. Pólitískur stórleikur Ég kemst að því síðar, þegar ég er komin heim, fyrir framan tölvuna mína, að frá árinu 1531 hefur trúin á Guadalupe verið merkasti átrún- aður Mexíkóa og atburðurinn varð til þess að heil þjóð tók trúskiptum. Guadalupe hefur æ síðan verið tákngervingur trúar vonar og sam- kenndar en ekki síður og líklega vegna þess hve hún fagnar hinum fátæku, hundsuðu og þvinguðu hefur hún haft gríðarmikið pólitískt gildi. Áður en Spánverjar lögðu Mexíkó undir sig hafði staður- inn, Tepeyac, talist til heilagra staða Kirkja heilagrar Guadalupe viö 14. stræti innfæddra, helgaður aztekagyðj- unni Tonantzin. Tonantzin þessi var formóðir allra gyðja, frjósemis- gyðja og tákn hennar var snákurinn. Margir hafa gert athugasemdir við það að hin heila guðsmóðir hafi birst Mexíkóa og kynnt sig á spænsku. Aðrir hafa sagt að líklega sé Guadalupe bara spænska útgáfan af Mexíkanska nafninu Coatlaxopeuh, framborið, Qwah-Tlah-Suh-Peh, sem hlýtur að teljast ákaflega líkt. Athyglisverðari er þó merking nafns- ins, sú sem ræður niðurlögum snáks- ins, því augljóslega kom Guadalupe í stað hinnar fornu Tonantzin og hjálpaði það Spánverjum mikið við yfirtöku Mexíkó. Úthugsað, hugsa ég, öllu upplýstari um heimsöguna eftir göngu á götu New York borgar. ernak@vbl.is Harðir pakkar í GÁP □BURTOfl h, Burton lúffur Burton bindingar Profile Freestyle 4.590 kr 11.900 kr Burton snjóbretti Burton snjóbretti Burton brettataska Burton húfur Burton hjálmur Cruzer Custom GIG 2.490 kr RED 27.900 kr ; 58.900 kr_______ 6.990 kr_________j________? _ MONGOOSEI ilvöru fjallahjól Mongoose Motomicro 16' Verð áður 14.900kr 9.990 kr Hraðamælir Sigmasport 2.490 kr Boxvafningar 1000 kr CAP L S: 5200 200 MAN - FOS. Ki. 9-18. LAU. KL. 10-14 www.gap.is fardu inn á gap.is og skoðaðu tilboðin... FAXAFENI 7 www.gap.is Infiniti Elliptical Crosstrainer ST655 49.900 kr Púðagrifflur Harbinger 6.990 kr Boxgómur 690 kr 26.900 kr 22.900 kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.