blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 46

blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 46
46 I ÍPRÓTTIR FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 blaöiö NBA-körfuboltinn: Riley er kominn aftur Það fór þó aldrei svo að hinn sigur- sæli þjálfari Pat Riley sem stýrði Los Angeles Lakers til fjögurra glæstra sigra í NBA-deildinni snéri ekki aftur til þjálfunar liðs í NBA- deildinni. Riley hætti að þjálfa fyrir tveimur árum og þá var hann með Miami Heat og var alveg búinn að missa allan neista og vilja til að standa í þessu lengur. Flestir körfu- boltasérfræðingar héldu því fram þá að hann kæmi ekki til með að þjálfa á ný í NBA-deildinni. Riley, sem er 6o ára, settist í stjórn Miami Heat og réð hinn virðulega Stan Van Gundy sem þjálfara. Hann átti eftir að ná góðum árangri með lið Heat. Liðið tapaði í úrslitum um meistaratitil- inn fyrir einu og hálfu ári en nú í ár hefur því ekki gengið sem skyldi. Liðið hefur unnið tólf leiki og tapað ío en tröllið Shaq hefur verð meiddur og hefur misst af nær öllum leikjum liðsins til þessa. Hann sá sér þó fært að útskrifast úr lögregluskólanum í Miami og er með skjöld og leyfi til að bera skambyssu. Vonandi að Shaq haldi sig við körfuboltann næstu árin þvi að hann er mættur til leiks á ný með Miami Heat og átti góðan leik gegn Chicago Bulls þegar liðin mættust í United Center í Chic- ago. Það var jafnframt fyrsti leikur Pat Riley sem stjórnandi liðs Heat í þetta skiptið. Miami vann 97-100 og Shaquille O’Neal skoraði 30 stig og Dwayne Wade var með 14 stig og 11 stoðsendingar í leiknum. Pat Riley er maðurinn með gelið í hárinu og í fínu Armani-jakka- fötunum og það bera allir mikla virðingu fyrir honum. Hann er mættur til leiks á ný og ætlar sér að fá fimmta sigurhringinn á hönd sér en fyrir að verða meistari í NBA- deildinni fá menn forlátan hring. Riley skartaði einum sinna fjögurra þegar hann mætti til leiks á ný gegn Chicago Bulls og var þar með hring- inn frá sigri Los Angeles Lakers gegn Boston Celtics árið 1985. „Þessir er til heiðurs Larry Bird” sagði Pat Riley við fréttamenn eftir leikinn." Riley var brosandi og glaður í bragði í United Center í Chicago og hans yfirvegaða fas sem einkenndi hann á sigurárunum með Lakers var þarna komið aftur en það var alveg horfið þegar hann hætti fyrir tveimur árum. En afhverju hætti Stan Van Gundy? Ástæðan sem hefur verið gefin upp er að hann hafi hætt vegna fjölskylduástæðna og hafi viljað vera meira með fjölskyldu sinni. Frétta- menn í Bandaríkjunum eiga mjög erfitt með að trúa þessu og segja margir hverjir að Van Gundy hafi verið gefinn kostur á að segja upp. Honum hafi sem sagt verið ýtt til hliðar. Árangurinn lét á sér standa og leikmenn voru ekki að spila sama lag og hann. Það gengur ekki og það veit Pat Riley manna best. „Það var ekki um annað að ræða. Það var mín ábyrgð að taka við þessu starfi. Ég vildi ekki að þetta Einn virtasti almannatengslamaður Bretlands, Max Clifford, lét hafa eftir sér í viðtali á BBC-Sport að Sir Alex Ferguson ætti að segja upp hjá Manchester United áður en hann yrði rekinn. Clifford á ekki orð yfir framkomu Ferguson við fjölmiðla en á þriðjudag strunsaði hann útaf fréttamannafundi eftir aðeins 74 sekúndur og eina spurningu. Sir Alex útskýrði þessa framkomu sína þannig að fjölmiðlar hötuðu hann og það væri til einskis að svara þeim. „Teningunum hefur verið kastað. Þú getur ekki allt í einu núna farið að reyna að vingast við menn þegar allt er að hruni komið. Hann hefur fengið nóg af lofi undan- farin ár, svo að það er ekki málið að hann hafi einungis fengið neikvæða gagnrýni" sagði Max Clifford um Sir Alex Ferguson. „Mín ráð til hans eru að segja upp og ég hef sagt það áður að hann ætti að vera búinn að því fyrir löngu. Hann ætti að fara burt sem fyrst og skipuleggja það sjálfur. Ekki bíða eftir að verða rek- inn“, sagði Max Clifford um Sir Alex Ferguson. Ljóst er að Ferguson eru undir mikilli pressu þessa dagana og stuðningsmenn United eru ekki ein- huga um hvort karlinn eigi að halda áfram sem framkvæmdastjóri eða hvort hann eigi að hætta og það sem fyrst. Líklegt verður þó að teljast að Sir Alex Ferguson verði ekki við stjórnvölinn hjá Manchester United á næstu leiktíð. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að viðtalið var tekið við Max Clifford tók Manchester United á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni. Þar rúlluðu myndi gerast, ég vildi ekki að hann- færi en ég hafði enga úrkosti“ sagði Pat Riley við fréttamenn. Þrátt fyrir að Miami Heat hafi ekki gengið sem skyldi á leiktíðinni þá er liðið með næst besta árangur- inn í austurdeild NBA-körfuboltans. 54,5 prósenta vinningshlutfall en Detroit Pistons er í lang efsta sæti með 83.3 prósenta vinningshlutfall eða 15 sigurleiki á móti 3 tapleikjum. Pat Riley ætlar sér ekkert nema sigur í deildinni og taka við sigur- laununum úr höndum David Stern forstjóra NBA-deildarinnar í júní á næsta ári. „Við ætlum ekki að reyna að finna upp hjólið á ný“ sagði Riley við frétta- menn eftir skotæfingu sem átti að standa yfir í 30 mínútur en var í 45 mínútur, svona er Pat Riley. Það er alveg ljóst að Riley kemur ekki til með að endurskipuleggja lið Miami alveg frá grunni en hann mun örugg- lega fínstilla leik liðsins. Það er klárt mál. Hvað sem verður með Pat Riley og Miami Heat þá er eitt víst að at- hygli manna beinist enn frekar að liðinu í vetur en til dæmis á síðasta vetri. Pat Riley vekur athygli hvar sem hann kemur og athyglin byrjar strax. Á jóladag kemur Los Angeles Lakers nefnilega í heimsókn til Mi- ami. Þar verða þeir allir, Pat Riley, Phil Jackson, Shaquille O’Neal og Kobe Bryant. Þvílík veisla. United-menn liðsmönnum Wigan upp og unnu 4-0 með mörkum frá Wayne Rooeny sem skoraði tvö mörk og Ruud Van Nistelrooy og Rio Ferd- inand settu eitt hvor. Ferdinand var þarna að skora sitt fyrsta mark fyrir Manchester United. Myndavélarnar voru á Sir Alex Ferguson fyrir leik- inn, á meðan leikurinn stóð yfir og eftir leikinn. Pressan var mikil á Sir Alex Ferguson sem verður 64 ára gamall 31. desember næstkom- andi. Hann brosti út í eitt eftir leik- inn. Hann var sigurvegari dagsins. Spurningin er hinsvegar um fram- haldið hjá honum og liði United. Sir Alex hefur sagt að hann ætli nú að byggja upp að nýju en ekki er víst að eigendur féalgsins, Glazer-fjöl- skyldan, sé honum samstíga í því. Manchester United á erfiðan útileik á morgun gegn Aston Villa og þar er annar framkvæmdastjóri, David O’Leary, sem er orðinn valtur í sessi. Leikurinn er klukkan 12.45 á morgun í beinni á Enska Boltanum. Landsliðið í hand- boltavalið fyrirEM: Sigurður Eggerts með en Ásgeir Örn ekki Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari í handknattleik tilkynnti í gær hvaða 15 leikmenn hann hefði valið til þátttöku í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða sem fer fram í Sviss í næsta mánuði. Viggó valdi 15 leikmenn en eitt sæti er ennþá laust. Á fréttamannafundi sem haldinn var í gær kom fram að annað hvort Baldvin Þorsteinsson úr Val og Einar Örn Hallgrímsson úr Lemgo yrði 16 leikmaðurinn. Mörgum handbolta- spekingnum sem Blaðið hafði samband við í gær þótti líklegra að Baldvin yrði valinn. Valsmaðurinn Sigurður Eggerts- son er óvænt í hópnum en hann hefur verið fjarverandi í nokkurn tíma vegna meiðsla. Sigurður er mættur til leiks á ný með Valsmönnum og lék síðasta leik þeirra í deildinni. „Ég valdi Sigga fyrir Póllandsferðina. Hann meiddist rétt fyrir þá ferð og fór í aðgerð 20. okt en hann er alveg orð- inn góður og er kominn á fullt með Val. Hann spilaði síðasta leik Vals og mér líst vel á hann. Hann er góð viðbót við þá flóru sem við höfum og hann er einhver mesti „fintari" sem við eigum“, sagði Viggó Sigurðsson um Sigurð Egg- ertsson og það er alveg hægt að taka undir orð Viggós um að Sigurður sé einn sneggsti leikmaðurinn í dag sem við íslendingar eigum. Einar örn Hallgrímsson, sem leikur með þýska liðinu Lemgo, hefur ekki átt fast sæti að undanförnu í landsliði ís- lands eða frá því að hann fór til Lemgo. Viggó vildi ekki tjá sig um það en benti á að Einar Örn fengi Iítið að leika fyrir Lemgo og einnig að við værum vel mannaðir hægra megin á vellinum. Viggó ákvað að skilja eitt sæti eftir en tilkynnir þó fljótlega hver 16 leikmaður- inn verður. „Ég held 16 sætinu lausu þangað til á milli jóla og nýárs. Vandamálastaðan okkar er skyttan vinstra megin og ég ætla að hugsa þetta mál aðeins betur. Markús Máni er meiddur og Logi Geirs- son er einnig meiddur en ég var búinn að velja hann. Logi tilkynnti mér á mið- vikudagskvöld að hann væri meiddur og gæti ekki verið með á EM því miður“, sagði Viggó Sigurðsson í samtali við Blaðið í gær. Landsliðshópur íslands er eftirfarandi: Markverðir: Birkir ívar Guðmundsson, Haukar Roalnd Valur Eradze, Stjarnan Hreiðar Guðmundsson, KA Aðrir leikmenn: Vignir Svavarsson, Skjern Sigurður Eggertsson, Valur Sigfús Sigurðsson, Magdeburg Arnór Atlason, Magdeburg Guðjón Valur Sigurðsson, Gummersbach Róbert Gunnarsson, Gummersbach Snorri Steinn Guðjónsson, Minden Ólafur Stefánsson, Ciudad Real Einar Hólmgeirsson, Grosswallstadt Alexander Petterson, Grosswallstadt Þórir Ólafsson, Lubbecke Jaliesky Garcia, Göppingen ^r SfUÍliitvevi 46 S • www.bilamarkadurinn.is S:567-1800 M.BenzA170cdi ek.76.þ.km v.1,990,- lán 1,550,-sk.m/ód. Land Rover Range Rover HSE 4,6 Árgerð '00 ek.50 þ.km tilboð 2980,- lán 2400,- GMC EnvoyXUV 4,2 árg '04 ek.15.þ.m v.3980 sjálfsk. sk.m/ó,- ChryslerT&C Limited 4x4 árg.'02 ek.49 þ.km. v.3190,- lán 2090,- sk. m/ó,- Toyota Land Cruiser 90 VX 02/02 ek.116 þ.km sjálfs. v.3190,- sk. m/ó,- Grand Cherokee Limited 4.7 árg '02 sjálfsk.ek49.þ.km v.3050 sk.m/ó Nýr Hundai Terracan M.Benz E 240 Classic CRDI Deluxe,31" v.4190,- 02/98 ek.97 þ.km.sjálfsk. Gott lán geturfylgt. V.2,100,- sk.m/ód. Opnunartími Mánud.-Föstud. 10:00-19:00 Laugad. 10:00-17:00 Sunnudaga 13.00-17:00 Bílamarkaðurinn Smiðjuvegi 46 E Gul gata 200 Kópavogur S: 567-1800 „Hættu áður en þú verður rekinn" - segir Max Clifford um Sir Alex Ferguson fyrirframgreidd símakort fyrir alla síma Mjög ódýr símtöl til útlanda - allt að I630 mínútur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.