blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 26
26 I GÆLUDÝR FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 blaðiö Jólin í Kattholti í Kattholti er óskilaköttum á vergangi veitt húsaskjól. Heimilið er rekið afKattavinafélagi Reykjavíkur. Blaðið rceddi við formann félagsins, Sigríði Heiðberg, um hvernigjólin yrðu íKattholti oghvað sésvona heillandi við ketti. Gera vel við kettina um hátíðarnar Þegar Sigríður er spurð að því hvernig jólin séu í Kattholti segir hún að þau séu fyrst of fremst hamingjusöm. ,Við reynum alltaf að gera köttunum dagamun og gefa þeim rækjur, soðna ýsu og annað góðgæti. Um áramótin er alltaf fólk hérna á hérna. Ætli það verði ekki svona 8o - 90 kettir hér um jólin. Það verða líka 25-30 kettir á kattahótelinu. Þeir dvelja hérna allt uppí mánuð. Það hefur verið misjafnt milli ára hversu margir kettir eru hérna á þessum tíma, en nú er það þannig í 99............................................ Stundum fínnst mér við vera að ná takmarkinu um að höfða til fólks að fara vel með dýr og hugsa um þau. Síðan kemur eitthvað bakslag. Þá kannski hrúgast þeir inn. meðanmest er sprengt. Það hefur alltaf verið þannig allt frá stofnun Kattholts ...................... fyrir 15 árum. Við reynum að gera eins vel og við getum við blessuð dýrin.“ Sigríður segir að hún taki ekki endilega eftir sérstakri aukningu á því að fólk sé að ná sér í ketti í kringumhátíðarnar. „Þaðerkannski ekki mikil aukning um jólin, en það er alltaf eitthvað um þetta. Það er náttúrulega mikið af óskiladýrum þjóðfélaginu að það er mikill gangur og fólk fer voðalega mikið til Spánar og Kanaríeyja yfir jólin,“ segir Sigríður en bætir við að það sé ekki einungis fólk sem fer erlendis yfir hátíðarnar sem að komi köttunum sínum fyrir á kattahótelinu. „Það er líka ef fólk er að fara inn á sjúkrahús. Eða ef eitthvað sérstakt kemur upp á, BlaBIHAtetnmHugl Hægt er að setja sig í samband við Kattholt og gerast félagi í Kattavinafélagi (slands og leggja sitt að mörkum til að gera aðbúnað týndra heimiliskatta sem og flækingskatta betra. Turduýúfjldr fvjlcjifískfcr PROFORMANCE HUNDA OG KATTAFÓÐUR PROFORMANCE - dýranna vegna Turiwfuijln.r www ' fijlaifiilUKr Bleikargróf 15 Rvk • Hafnarstræti 17 Rvk Hfj Skólabraut 37 Akranesi • Hrannargötu 2 ísafirði Kaupangur Akureyri • Eyrarvegi 35 Selfossi IPROFormance flutningar og annað.“ Tilveran breytist algerlega Sigríður segir að það breyti öllu að eiga kött. „Það breytist öll tilveran. Þeir eru óskaplega skemmtilegir kettirnir. Góðir félagar og það ætti í raun að vera þannig að ................. börn ættu að fá að alast upp með dýrum, hvort sem það væru kettir eða hundar. •*•••••••••••• Það þarf náttúrulega að fara vel með dýrin og sýna þeim kærleika. Það kennir börnunum afskaplega mikið.“ Hún segir að það sé afar misjafnt hversu mikið af köttum séu vistaðir í Kattholti hverju sinni. .Stundum finnst mér við vera að ná takmarkinu um að höfða til fólks að fara vel með dýr og hugsa um þau. Síðan kemur eitthvað bakslag. Þá kannski hrúgast þeir inn,“ segir Sigríður og bendir á að það er ýmislegt sem hinn almenni borgari getur lagt til málanna til að gera jólin og lífið almennt ánægjulegra í Kattholti. „Það er fullt af fólk sem vill eitthvað senda blessuðum dýrunum, og það getur farið inn á heimasíðuna og gert það. Hvort sem það er í formi matar eða peninga. Það hefur aukist mikið með tilkomu heimasíðunnar. Maður er nú að vona að þetta fari að skila sér meira. Fólk getur komið og gefið það sem það vill því að við erum líka með basar hérna þar sem við seljum hluti sem okkur hafa verið gefnir. Það rennur allt til dýranna og við seljum allt á mjög hagstæðu verði,“ segir Sigríður að lokum. Heimasíðu Kattholts er að finna á vefslóðinni www.kattholt.is. t.juliusson@vbl. is Sjáið myndirnar á www.bilamarkadurinn.is ’Stínt$tanéeuLuniKK Sm&iwHt+i 46 S • S. 567 1800 BlaÖið/SteinarHugi Sigríður Heiðdal, formaður Kattavinafélags íslands, segir að það verði á milli 80-90 kettir hjá þeim yfir jólin. Að ferðast með dýr Icelandair býður farþegum sínum upp á þann möguleika að ferðast með gæludýrin sín. í reglum því tengt er þó skýrt tekið fram að mót- taka á lifandi dýrum til flutnings er aðeins leyfileg ef örugglega er um þau búið. Þá verður að framvísa heilsu- og bólusetningarvottorði ásamt innflutningsleyfi og öðrum tilfallandi skjölum sem að það land sem á að taka við dýrinu krefst. Það sama á við þegar dýr eru send úr landi eða millilendir í landi. Sérstök leyfi til flutnings dýra þarf að fylgja með nema þegar dýr eru flutt innan GÆLUDÝRABÚR 50% AFLÁTTUR Öll fuglabúr, hundabúr, NAGDÝRABÚR, KATTABÚR OG FISKABÚR MEÐ SO% AFSLÆTTI. ALLAR AÐRAR VÖRUR MEÐ 30% AFSLÆTTI. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM. TOKYO gæludýravörur Hjallahraun 4 Hafnarfirði s.565-8444 HLÍÐASMÁRA 9 - SMÁRALIND S: 553-3062 & 554-3063 WWW. DYRABAER. IS PET PRODUCTS INC BlaÖiÖ/SteinarHugi landa Skandinavíu. Á heimasíðu Icelandair kemur þó fram að fyrir- tækið taki enga ábyrgð á dýri sem er meinaður aðgangur eða millilendir á leið til áfangastaðar. Þar er lögð áhersla á að eigandi dýrsins taki alla ábyrgð á meiðslum, veikindum eða dauða dýrs sem samþykkt er til flutnings. Ýmsar takmarkanir Flutningur á dýrum er háður ýmsum takmörkunum. Til dæmis eru fjögur búr hámarksfjöldi búra í hvert flug. Það er leyfilegt að setja tvö dýr í hvert búr ef dýrin eru lítil og af sömu tegund. Búrin verða að vera sterkbyggð, vatnsheld, hrein, sótthreinsuð og með matar- og drykkjarílát. Engin dýr eru leyfð í farþegarými flugvélar, en þó eru undantekningar frá þeirri reglu. Þær ná til dæmis til sérþjálfaðra hunda sem aðstoða blinda, heyrnardaufa eða einstak- linga með einhverja aðra fötlun. Engin sérstök gjöld, þyngdartak- markanir eða þörf á búrum eiga við ofangreinda hunda. tjuliusson@vbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.