blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 22
22 I VIÐTAL FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 blaAÍ6 Hœnur eru hermikrákur Myndskreytt af þjóðardjásni íslendinga Hænur eru hermikrákur var útnefnd sem ein af tíu bestu myndskreyttu bókum ársins 2005 í Bandaríkjunum. Bókin Hænur eru hermikrákur hefur vakið mikla athygli hér- lendis sem og í Bandaríkjunum. Bókin er skreytt málverkum eftir listakonuna Gunnellu sem er flestum vel kunnug enda þekkt fyrir falleg verk sín. New York Times útnefndi Hænur eru hermi- krákur sem eina af tíu bestu mynskreyttu bókum ársins 2005 sem er talsverður heiður þar sem þúsundir barnabóka eru gefnar út árlega í Bandaríkjunum. Svan- hvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir náði tali af Gunnellu og höfund- inum, Bruce McMillan þar sem hann var í stuttri heimsókn á íslandi. Gunnella og Bruce kynntust fyrst árið 2002 en hugmyndin um sam- starf þeirra kom ekki fyrr en síðar. Bruce kom á sýningu Gunnellu og heillaðist samstundis af verkum hennar. „Bruce keypti mynd af mér og honum fannst eins og hver mynd segði svo mikla sögu. Það var hans upplifun af myndunum. Síðan fer hann til Bandaríkjanna en þegar hann kemur aftur til Islands þá er ég að mála í Gallerí Fold á Menn- ingarnótt. Þá spyr hann mig hvort hann megi ekki skrifa sögu út frá myndunum.“ Málverkin syngja til mín Bruce segir að hann hafi verið fullur tilhlökkunar þegar hann hitti Gunn- ellu fyrst enda dáðist hann að henni og verkum hennar. „Ég var loksins að hitta þennan málara sem ég dáð- ist að. Eg elska málverk Gunnellu. Þú getur ekki farið á sýningu hjá henni án þess að brosa. Allir brosa þegar þeir horfa á listaverk hennar. Auk þess eru sögur í málverkunum hennar, málverkin eru sögur af sögum. Mér fannst sem hægt væri að tengja málverkin og búa til enn meiri sögu í kringum þau. Það sem ég leitaði að í málverkum Gunnellu var hið almenna, svo ég gæti dregið það út til að búa til sögu. Til dæmis konurnar og hænurnar. Það er það sem ég geri. Ég tek myndir og set þær saman. Oftast er það þannig að rithöfundur semur sögu og fær svo einhvern til að myndskreyta hana. Við gerum þetta öðruvísi. Mál- verk Gunnellu syngja til mín svo ég reyndi að nota eins mörg málverk og hún átti. Síðan vef ég sögu í kringum myndirnar og ef ég stend mig mjög vel þá þarf hún ekki að mála fleiri myndir í bókina,“ segir Bruce með kímni í röddinni. Gunnella segist þó hafa þurft að mála örfáar myndir eftir á til að fylla upp í textann. Guði sé lof fyrir Skype Bruce segir þó að þessi tiltekna að- ferð sé öðruvísi en hann noti þegar hann geri sínar eigin bækur. „Venju- lega fæ ég hugmynd og síðan fer ég út að mynda hana. Ég byrja með útlínur sögunnar en stundum þegar ég tek myndir þá þarf ég að breyta til. Síðan fer ég til baka og skrifa lokatextann. Þetta virkar vel fyrir mig,“ segir Bruce og Gunnella bætir við: „Bruce byrjar á allri vinnunni. Hann kemur með textann, finnur málverkin og kemur þeim saman.“ Bruce segir að samt sem áður vinni þau mikið saman og til dæmis þurfi hann stundum Gunnellu við til að brúa bilið á milli málverka. „Þetta er því samstarf og guði sé lof fyrir Skype. Ég gæti ekki unnið þessa bók án Gunnellu enda koma sumar hug- myndirnar upp í samtölum okkar á milli. Ein ástæða þess að við vinnum svona vel saman er sú að við virðum hvort annað. Ég dáist að málverkum hennar og hún dáist að textunum. Þess vegna vinnum við sem teymi á allan hátt. Ég gæti ekki gert bókina án hennar og ég efast um að hún gæti gert bókina án mín.“ Mikill heiður að fá útnefn- ingu New YorkTimes Bruce segist þó ekki hafa verið búinn að ákveða frá byrjun að hann vildi skrifa sögu út frá málverkum Gunn- ellu. „Ég bara elskaði málverkin hennar. Mér finnst gaman að horfa á list hennar, hún er ein af þeim sem eru eins og Van Gogh. I Bandaríkj- unumer verið að uppgötva list Gunn- ellu í gegnum bókina og hún er mjög virt þar.“ Bruce segir líka að það sé mjög mikill heiður að hafa fengið út- nefningu New York Times, sérstak- lega fyrir fýrstu bókina. „Margir er óánægðir með að Gunnella búi ekki í Bandaríkjunum vegna þess að hún kæmi sennilega til greina fyrir ein stærstu verðlaunin þar en þeir eru einungis tilnefndir sem búa (Banda- ríkjunum.“ Gunnella tekur undir að þetta hafi verið mikill heiður og mjög skemmtilegt. „Það kom mér á óvart hvað þeir gera mikið úr þessu þarna úti. Ég náttúrlega vissi ekk- ert hvers konar atburður þetta væri þegar ég fór þarna út. Ég vissi hvað stæði til en ekki hve mikið þetta væri. Þetta er stór viðburður.“ Tala ekki næga íslensku til að búa hér Hænur eru hermikrákur er ekki eina bókin sem gerist á Islandi af þeim 44 bókum sem Bruce hefur skrifað. Alls gerast sjö þeirra á íslandi enda hefur hann heimsótt landið rúm- lega tuttugu sinnum. „Ég þekki ís- lenska menningu og veit hvaðan allt kemur. Upphaflega kom ég hingað því ég vildi skrifa bók um lundann. Það eru lundar í Bandaríkjunum en ekki margir og vinur minn benti mér á að koma til Islands ef ég vildi taka myndir af lunda því Islendingar borða lunda. Þannig að ég fór til Vest- mannaeyja árið 1993 og kynntist þar góðu fólki. Ég ætla að halda áfram að koma til Islands þar til mér verður sparkað út úr landinu,“ segir Bruce og hlær hjartanlega. „Það eru tvær ástæður fyrir því að maður heim- sækir ítrekað eitthvert land. Sú fyrri er vegna þess að landið er fallegt en hin ástæðan er sú að maður á vini á landinu. Þess vegna fer maður aftur og aftur. Sumir mína nánustu vina eru hér á íslandi. Margir hafa komið og heimsótt mig sem mér finnst frá- bært. Mér myndi finnast æðislegt að búa hér en mér finnst ég ekki tala næga íslensku. Þegar ég sit í hópi tíu vina og ég er sá eini sem tala ensku þá er nauðsynlegt að ég tali íslensku. Hver veit, kannski ef ég hitti fallega, íslenska konu,“ segir Bruce og hlær. Málverk byggð á íslenskum rótum Gunnella hefur aldrei áður mynd- skreytt bækur enda segir hún að það sé ekki hennar deild. „Ég vil bara sinna mínu málverki. Þetta gefur þó aðra sýn á myndirnar og opnar aðrar hliðar á því sem ég hef verið að gera. Ég hef verið að mála lengi og útskrif- aðist úr grafíkdeildinni í Myndlistar- og handíðarskóla Islands árið 1986. Ég hef verið að sinna þessu síðan en framan af var ég aðallega í grafíkinni. Stíllinn minn hefur verið að þróast síðan ég byrjaði í olíunni, gjörsam- lega ómeðvitað. Málverkin mín í dag eru byggð á íslenskum rótum. Þetta er ekkert sem er planað heldur bara einhver þróun. Myndirnar mínar frá 1997 líta til dæmis allt öðruvísi út, það voru allt aðrir litir og allt öðru- Lykill að Hótel Örk gjöfsem gleður! Sælulykill Gistingjyrir 2 Þriggja rétta kvöldverður Morgunverður afhlaðborði 7.450,- krónur á mann (Sælulykill fyrir 2 á 14.900,-) Helgarlykill Gisting fyrir 2 í tvær nætur Þriggja rétta kvöldverður tvö kvöld Morgunverður afhlaðborði tvisvar 13.900,- krónur á mann (Helgarlykill fyrir 2 á 27.800,-) Ath. hægt að nota í miðri viku Fást einnig í Reykjavík á Hótel Cabin, Borgartúni 32, sími 5116030 Sendum í póstkröfu VISA/Eurocard sími 483 4700 www.hotel-ork.is HOTEL ORK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.