blaðið - 14.01.2006, Síða 8

blaðið - 14.01.2006, Síða 8
81 ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 bla6iö Michelle Bachelet, forsetaframbjóðandi, ásamt stuðningsmönnum sínum í Santiago. Gæti orðið forseti fyrst kvenna Michelle Bachelet, frambjóðandi miðju- og vinstri manna, verður fyrsta konan sem sest í stól forseta Chile samkvæmt skoðanakönn- unum. Kosningar fara fram á morgun. Bachelet hafði 5% forskot á keppinaut sinn, Sebastian Pinera, samkvæmt könnun sem birt var á fimmtudag. Ef hún sigrar í kosn- ingunum verður hún fjórði forseti bandalags miðju- og vinstriflokka sem hefur stjórnað landinu síðan valdatíma herforingjastjórnarinnar lauk árið 1990. Bachelet, sem er 54 ára, gegndi embætti varnarmála- ráðherra í ríkisstjórn fráfarandi forseta Ricardo Lagos. Kosningabarátta frambjóðend- anna tveggja hefur harðnað mjög á endasprettinum. Pinera hefur haldið því fram að það sé flokks- vél ríkisstjórnarinnar sem rekur baráttu Blancet en ekki hún sjálf. Blanchet, aftur á móti, sakar Pinera sem er vellauðugur kaupsýslumaður um að nota auðæfi sín til að kaupa sér stuðning. Meintir hryðjuverka- menn handteknir Grunaðir um skipulagningu árása, vopna- eign og skjalafals. Þrettán menn, sem grunaðir eru um að tilheyra A1 Kaída-hryðju- verkasamtökunum, voru ákærðir í Líbanon í gær fyrir að hafa ætlað að gera hryðjuverkaárásir. Þeir eru jafnframt ákærðir fyrir vopnaeign og skjalafals að sögn saksóknara Ahmed Awidat. Saksóknarinn gaf ekki frekari upplýsingar um menn- ina en sagði að hinir grunuðu yrðu síðar yfirheyrðir fyrir herdómstóli. Heimildarmenn innan lögreglu og dómskerfisins greindu frá því í gær að rannsókn hefði verið fyrirskipuð á því hvort hinir grunuðu hefðu staðið að árásum eða haft í hyggju að gera árásir. Sömu heimildar- menn sögðu að talið sé að menn- irnir hafi verið handteknir fyrir um tveimur vikum síðan. Samkvæmt heimildarmönnum eru mennirnir þrettán af ólíku þjóð- erni. Sjö eru Sýrlendingar, þrir Líb- anir, Sádí-Arabi, Palestínumaður og Jórdani af líbönskum uppruna. A1 Kaída gerir sjaldan árásir í Líbanon þó að hópar tengdir sam- tökunum hafi aflað liðsmanna í landinu til að taka þátt í aðgerðum uppreisnarmanna í Irak. A1 Kaída í Meintir félagar í Al Kaída-samtökum Osama bin Ladens hafa verið ákærðir í Líbanon. Líbanon hefur lýst yfir ábyrgð sinni á þremur flugskeytum sem skotið var frá suðurhluta Líbanons til fsra- els seint í síðasta mánuði. Auknar fjárveitingar til baráttunnar gegn fuglaflensu ESB og Alþjóðabankinn lofa auknumfjárveitingumgegnflensunni. Tamiflu œtlar aðgefa lyftil þeirra svœða þar semflensan hefur verið skœðust. Lítilsháttar stökkbreytingar hefur orðið vart í Tyrklandi. Evrópusambandið hét því að veita 100 milljónum Bandaríkja- dala (6,1 milljarði ísl. kr.) til baráttunnar gegn fuglaflensu í gær. Tyrkir héldu áfram að farga fuglum til að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu hinnar banvænu veiru. Framleiðendur Tamiflu-lyfs- ins, sem er helsta lyf gegn hinu banvæna H5N1- afbrigði fuglaflensunnar, sögðu í gær að þeir myndu gefa meira af lyfjum til svæða í Asíu þar sem ógnin er talin mest. Framlag Evrópusambandsins kemur í kjölfar loforðs aðildarríkja Alþjóðabankans um fjárhagsaðstoð að jafnvirði 500 milljóna Bandaríkja- dala til að takast á við veiruna sem hefur borist frá fuglum til manna og orðið að minnsta kosti 78 manns að bana. Olíuframleiðsla dregst saman Útflutningur ájarðgasi aldrei meiri engu að síður Áætlað er að olíuframleiðsla undan strönd Noregs muni minnka um nærri 5% á þessu ári, miðað við síðasta ár. Engu að síður býst Olíumálastofnun Noregs við að útflutningur á jarðgasi verði meiri en nokkru sinni fyrr. Samkvæmt ársskýrslu stofnun- arinnar er spáð að dagleg olíufram- leiðsla muni nema um 2,43 millj- ónum tunna á árinu, en í fyrra var hún 2,56 milljónir tunna. 1 skýrslunni stendur að hráol- íuframleiðsla í landinu, sem er þriðja stærsta olíuútflutningsþjóð í heiminum hefði einnig minnkað um ein 9% frá 2004 til 2005. Minni olíuframleiðslu má meðal annars skýra með lokun Snorraborpalls- ins snemma á síðasta ári. Framleiðsla á síðasta ári var um 7,5% minni en spáð hafði verið í ársskýrslu árið 2004 en nú væri bú- ist við að olíuframleiðsla héldist stöðug fram til ársins 2010. Þrátt fyrir minni framleiðslu jókst útflutningur á jarðgasi um ein 8% frá árinu 2004 í fyrra og hefur hann aldrei verið meiri. Reiknað er meö að olíuframleiösla í Nor- egi dragist saman um nærri 5% á árinu. Skýrsluhöfundar segjast gera ráð fyrir framleiðsluaukningu á gasi sem ætlað er til sölu. Fjárfestingar til olíuleitar og þróunarstarfs voru auknar um nærri 23% frá 2004 til 2005. Lítilsháttar stökkbreyting Rannsóknastofa í Bretlandi hefur komist að því að tvö fyrstu fórnar- lömbin í Tyrklandi voru smituð af lítillega stökkbreyttu afbrigði af H5N1. Þó það hafi ekki virst vera hættulegra afbrigði gæti stökkbreyt- ingin fræðilega séð leitt til þess að veiran berist auðveldar frá hænsn- fuglum í menn. Enn sem fyrr óttast menn mest að veiran stökkbreytist á þann háít að hún berist á milli manna. Þangað til nýlega höfðu öll fórnar- lömb sjúkdómsins greinst í austur- hluta Ásíu þangað til nýlega þegar tilfellin í Tyrkla.idi færðu veiruna nær mörkum Evrópu. Charbucks hefur betur Alríkisdómstóll í New York hefur úrskurðað að lítilli kaffibrennslu i New Hampshire sé heimilt að selja kaffibaunir undir heitinu „Char- bucks“. Þar með lýkur nærri áratugs- langri baráttu fyrir dómstólum á milli kaffibrennslunnar og stórfyrir- tækisins Starbucks. Laura Swain, dómari við alríkis- dómstólinn í New York, úrskurð- aði að ólíklegt væri að neytendur myndu rugla saman vörumerkj- unum tveimur. Dómarinn sagði einnig að Starbucks, stærsta kaffi- húsakeðja heims, hefði ekki getað fært sönnur á að Charbucks-vörur hefðu haft slæm áhrif á ímynd fyrirtækisins. Starbucks fór í mál við Black Bear kaffibrennsluna, sem framleiðir Charbucks-kaffibaunir, árið 2001 en lagadeild fyrirtækisins mótmælti fyrst notkun heitisins „Charbucks“ árið 1997. Á síðasta ári úrskurðaði dómari við alríkisdómstól í Oregon Star- bucks í vil í öðru máli þar sem hann komst að því að konu að nafni Sam- önthu Buck hefði verið óheimilt að nefna kaffihús sitt Sambucks. Sjáið myndirnar á www.bilamarkadurinn.is Smikimmcmi 46 S • UTSALA f---v--\ Rekkjan Skipholt3ö Sími 688 195S www.rekkjan.is Gleymam ckki i leit okkar að góðu Ufi að það eru liisgæði að fá góðao svefn. A ALVORU AMERISKUM HEI King Koll Spine support Queen size heilsudýnusett og fætur

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.