blaðið - 14.01.2006, Side 19

blaðið - 14.01.2006, Side 19
blaðiö LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 VIDTALI 19 fcv*3**á»íÉíí. Nokkur ráð fyrir faUegri húð vatn, gufubað og hreyfing Við þurfum að huga sérstaklega vel að húðinni núna og gera hvað við getum til þess að hún njóti sín sem best. Konur þurfa sérstaklega að einblína vel á um- hirðu húðar kvölds og morgna og láta ekki hjá líða að sinna húðinni. Húðgerðir eru mismunandi hjá fólki en þó eru nokkur ráð gefin sem allir ættu að tileinka sér, sama hvernig húð viðkomandi er með. Eftirfarandi atriði skipta miklu máli, hvort sem um ræðir þurra, feita eða annarskonar húð. Drekktu vatn: Það er ekki að ástæðulausu sem talað er um að drekka skuli mikið vatn. Ekki er vatnið eingöngu gott fyrir brennslu líkamans og vökvamagn, heldur er það ekki síður mikilvægt fyrir húðina. Með því að drekka nóg af vatni á hverjum degi náum við stöðugri hreinsun húðarinnar og hún nær hámarksheilbrigði. Hreyfðu þig daglega: Það er eins með vatnið og hreyfing- una - þetta er ekki einvörðungu til þess að halda líkamanum flottum og grönnum. Hreyfing er stór þáttur í allri úthreinsun og með hreyfingu hreinsar húðin sig mjög vel. Þegar svitaholur opnast ná óhreinindi að smjúga úr líkamanum og við losnum við fílapensla, bólur og önnur leiðindi. Farðu í gufubað: Það er fátt betra en gufubað þegar kemur að húðhreinsun hverskonar. Flestir svitna mikið í gufu, sérstak- lega ef tórað er lengi, og þess vegna er þetta sá vettvangur sem er hvað bestur fyrir húðina. Eyddu einhverjum tíma úti fyrir á hverjum degi: Það að vera úti frískar upp á húð- ina, hvort sem veður er slæmt eður ei. Göngutúrar nokkrum sinnum í viku er tilvalin leið til að gera húð- ina ferska og fallega, auk þess sem það hressir líkama og sál. Góð rakakrem: Fjárfestu í rakakremi sem hentar þinni húðgerð vel. Alls staðar er hægt að fá hinar ýmsu gerðir af góðum kremum og gott getur verið að fá ráðgjöf snyrtifræðinga eða ann- arra sem vit hafa á vörunum. Berðu rakamikið krem á þig kvölds og morgna. FRABÆR AFMÆLISTILBOÐ 25ÁRA s. 1980-2005 - taktu mark á sérfræðingum AI4RKIÐ www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.