blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 23
blaðið LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 VIÐTALI 23 Hvernig finnst þér Nýja fréttastöðin hafa plumað sig? „Ég hef alltaf dáðst að Stöð 2 og mönnunum sem komu henni á laggirnar. Það var mikill metnaður fólginn í því að setja upp fréttastofu og fara í samkeppni við Ríkisútvarpið sem hafði á þeim tíma úr miklu meira að spila en þessir menn. Það var ekki annað hægt en að taka þessa samkeppni alvarlega enda var keppt við okkur á faglegum forsendum sem ég hef alltaf kunnað vel að meta. Þegar Stöð 2 stóð illa og uppi voru hugmyndir um að leggja fréttastofuna niður þá hugsuðum við með okkur að það versta sem gæti komið fyrir Ríkisútvarpið væri að eiga ekki alvöru keppinaut. Stöð 2 er enn að gera góða hluti í aðalfréttatíma sínum. En ég verð að segja eins og er að það sem ég hef séð af dagskrá Talstöðvarinnar í sjónvarpi er 90 prósent útvarpsefni. Það er gott að hafa þessa stöð þegar eitthvað er að gerast og hægt er að sjónvarpa beint án þess að grípa til sérstakra ráðstafana. Það er fín viðbót við íslenska fjölmiðlaflóru. En þegar ekkert sérstakt er í gangi þá er þetta útvarp í sjónvarpi.“ Heldurðu að stöðin lifi? „Ég hef ekki hugmynd um það. Eigendurnir verða að ákveða hvað þeir vilja eyða miklum peningum í hana. Ég hef ekki séð áhorfskannanir en vísa í það sem var skrifað í Víkverja fyrir nokkrum dögum þar sem Víkverji hafði eftir stórnmálamönnum að þeir fengu aldrei nokkur viðbrögð eftir að hafa komið fram á stöðinni, það væri eins og enginn væri að horfa. Ég veit ekki hvort þeir verða langlífir, það ræðst af þolinmæði eigendanna gagnvart þessu barni sínu.“ Hrist upp í RÚV RÚVhefurfengið nýjan útvarpsstjóra Pál Magnússon og menn segja að hann hafi á stuttum tíma stimplað sig rœkilega inn og það sjáist á stofnuninni. „Ég er sammála því. Ég held að það hafi verið lífsnauðsynlegt fyrir RÚV á þessum tíma að fá sem útvarpsstjóra mann sem kom utan frá, þekkti þennan heim og stóð í rekstri sem stundum var ekki auðveldur. Þannig maður sér hlutina með allt öðrum augum en við sem höfum meira og minna alið allan okkar starfsaldur innan stofnunarinnar. Nú er ég ekki að lasta Markús Örn Antonsson sem á sínum tíma gerði verulega mikið fyrir þessa stofnun og var góður útvarpsstjóri. En öðru hvoru þarf að hrista upp í fyrirtækjum. Nú er verið að hrista upp í okkur og það er hið besta mál.“ Nú hefur Páll tekið að sér að lesa fréttir, auk þess að sinna starfi útvarpsstjóra. Fannst þér hann vera aðfara inn á þitt svæði? „Þetta er nú ekki flóknara en svo að hugmyndin kom frá okkur Elínu Hirst. Á sama tíma og Páll kom hingað til starfa misstum við einn helsta fréttalesarann okkar. Fáir eru vanari fréttalesarar en Páll Magnússon og okkur fannst sjálfsagt og eðlilegt að biðja hann um að taka þetta að sér. Það tók reyndar talsverðan tíma að sannfæra hann um að gera þetta.“ Hvernig finnst þér að hafa fyrrverandi keppinaut sem yfirmann þinn? „Við Páll höfðum starfað saman áður en hann byrjaði á Stöð 2 og hittumst margoft sem keppinautar. Við vorum að sjálfsögðu ekki sammála um allt en skoðanaskiptin voru heil. Ég kveið því ekki að fá Pál sem yfirmann.“ Erfiðasta fréttin Hverjum hefurðu lœrt mest af á ferlinum? „Ferilllinn slagar í 30 ár. Ég kom hingað beint úr Háskólanum og hafði þá aldrei unnið við fjölmiðla. 99.............................................................. Ég kom hingað beint úr Háskólanum og hafði þá aldrei unnið við fjölmiðla. Þegar ég sé starfsumsóknir frá ungu fólki sem er vel menntað og jafnvel með reynslu, þá áttta ég mig á því að efmín umsókn frá því fyrir tæpiega 30 árum væri þar á meðal þá myndi ég ekki taka hana til greina." Þegar ég sé starfsumsóknir frá ungu fólki sem er vel menntað og jafnvel með reynslu, þá áttta ég mig á því að ef mín umsókn frá því fyrir tæplega 30 árum væri þar á meðal þá myndi ég ekki taka hana til greina. Maður lærir af mörgum en á fyrstu árunum voru það menn eins og séra Emil Björnsson og Eiður Guðnason, sem voru lykilmenn á fréttastofunni þegar ég var að byrja og höfðu mótandi áhrif á mig. Áf þeim góðu samstarfsmönnum sem ég hef unnið með í gegnum tíðina og fóru til starfa á öðrum vettvangi þá nefni ég Ögmund Jónasson sem er einn af þeim mönnum sem var afskaplega gaman að vinna með. Hann var maður ákveðinna skoðana en þess gætti aldrei í fréttaflutningi hans, enda sagnfræðingur sem kunni að vera hlutlægur í fréttaflutningi sínum.“ Hefurðu einhvern tíma átt erfitt með að lesafrétt? „Það erfiðasta sem ég man eftir var að lesa nöfn þeirra sem fórust í snjóflóðunum á Flateyri og Súðavík. Ég held að flestir fjölmiðlamenn sem hafa fjallað um hörmungaratvik muni þau alla tíð. Slik atvik verða til þess að djúpar tilfinningar bærast með fólki. Ég átti mjög erfitt með að lesa listann án þess að röddin færi að bresta." Hefurðu gert alvarleg mistök? „Allirgeramistök. Kannski varþað vitlausasta sem ég gerði þegar ég var með frétt frá Berlín á 25 ára afmæli Berlínarmúrsins. Ég stóð fyrir framan múrinn með hljóðnema og sagði: „Hér hefur þessi múr staðið í 25 ár og ekkert bendir til annars en að hann standi í önnur 25 ár“. Það liðu rétt þrjú ár og þá var múrinn fallinn. Á þessu getur fólk séð hversu góður spámaður ég er.“ (hringiðu manniífsins Hvernig hefurþér gengið að eiga við stjórnmálamenn ístarfi þínu? „Þar er ekki undan neinu að kvarta. Ég hef aldrei lent í stjórnmálamönnum sem hafa verið með hótanir. Þeir hafa lýst óánægju og ég hef rifist við marga þeirra og margir hafa orðið reiðir, stundum hafa þeir haft ástæðu til en oftar hafa þeir ekki haft ástæðu til. Stjórnmálamenn hringja eins og aðrir og ég vil frekar að menn hringi eða skrifi og segi hvað þeim finnst frekar en að menn geymi atvikið með sér og sjái stórt samsæri ef þeim þykir seinna á sig hallað. En meðan skammirnar koma úr öllum áttum hef ég engar stórar áhyggjur." Gremst þér þegar menn eru að klína pólitískum skoðunum upp á þigj „Ég er löngu hættur að hugsa um það og löngu hættur að láta það fara í taugarnar á mér. Enda held ég að menn séu hættir þessu að mestu. Ég sat í stúdentaráði fyrir Vöku á sínum tíma og átti marga ágæta vini sem voru og eru í Sjálfstæðisflokknun en ég hef ekki verið flokksbundinn í meira en þrjátíu ár. Þegar ég ákvað að gerast fréttamaður þá tók ég þá ákvörðun að stjórnmálaþátttaka og stjórnmálaafskipti væru úr sögunni. Mér finnst eðlilegt að fréttamenn séu ekki flokksbundnir.“ Þú ert þekktur maður. Því hljóta að fylgja kostir og gallar. Hvað er leiðinlegast? „Þetta er orðið svo samofið mínu daglega lífi að ég er hættur að taka eftir því. Þegar ég er að versla með dætrum mínum segja þær mér stundum að mikið hafi verið horft á mig. Það fer alveg framhjá mér. Ég verð nánast aldrei fyrir óþægindum af því að fólkþekkir mig. Oft heilsar mér fólk sem ég þekki ekki og ég heilsa til baka. Ég hef verið gestur inni í stofu á heimili þessa fólks og því finnst að það þekki mig og að sjálfsögðu heilsa ég því. Það að vera þekktur í þessu örsmáa samfélagi er ekkert sérstaklega merkilegt." Hefurðu einhvern tíma séð eftir að hafa valið þérþetta starf? „Já, ég hef gert það. Stundum velti ég því fyrir mér að ég hefði getað gert eitthvað annað við líf mitt en það er hugsun sem hvarflar ekki að mér lengur en í fimm mínútur. Ég lærði sagnfræði í Háskólanum og hefði væntanlega haldið því áfram. Sagnfræði er mjög góður undirbúningur undir fréttamennsku vegna þess að menn læra heimildarrýni og gagnrýna hugsun sem er hverjum fréttamanni afskaplega nauðsynlegt. Nei, ég get ekki sagt að ég sjái eftir að hafa farið þessa braut. Þetta er svo skemmtilegur vinnustaður. Manni finnst maður vera í hringiðu mannlífsins. Manni finnst maður vita allt, sem er náttúrlega tóm þvæla því það er svo margt sem maður veit ekki. En fyrir alla sem hafa áhuga á samfélagi sínu og umhverfi og þróun þess þá er þetta afskaplega skemmtilegt starf. Fréttamenn eiga að vera stéttlausir. Þeir eru ekki beinir þátttakendur heldur skoðendur samfélagsins og verða að geta talað við alla í samfélaginu, frá þeim lægsta til hins hæsta án þess að setja sig í stellingar. Og það er hverjum manni hollt." kolbrun@bladid. net Auglýsing um fasteignagjöld 7' Reykjavík áríð 2006 Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2006 verða sendir út næstu daga sem og greiðsluseðlar fyrstu greiðslu. Tollstjórinn í Reykjavik sér um innheimtu gjaldanna. Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, holræsagjald, vatnsgjald og sorphirðugjald. Fjármálasvið framkvæmir breytingar á fasteignaskatti og holræsagjaldi elli- og örorkulífeyrisþega eftir yfirferð skattframtala. Þarf því ekki að sækja sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu þessara gjalda. Þeir sem fengu lækkun á fasteignaskatti og holræsagjaldi á liðnu ári, fá að óbreyttum aðstæðum einnig lækkun á árinu 2006, að teknu tilliti til tekju- og eignaviðmiðunar. Skilyrði lækkunar eru að viðkomandi elli- eða örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í Reykjavík og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignarskatt. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega vegna lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds á árinu 2006 hækki um 4% á milli ára og verði eftirfarandi miðað við tekjur liðins árs: 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að kr. 1.560.000. Hjón meo tekjur allt að kr. 2.180.000. 80% lækkun: Einstaklinqar með tekjur á bilinu kr. 1.560.000- til kr. 1.790.000. Hjón meo tekjur á bilinu kr. 2.180.000- til kr. 2.440.000. 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 1.790.000 til kr. 2.080.000. Hjón með tekjur á bilinu kr. 2.440.000 til kr. 2.910.000. Við álagningu fasteignagjalda nú í janúar verður afsláttur eili- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2004. Þegar álagning vegna ársins 2005 liggur fyrir í ágúst á þessu ári, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar, Skúlagötu 19, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í síma 411 8500. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, veitir upplýsingar sem snerta álagningu og breytingar á vatnsgjaldi í síma 516 6000. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið or@or.is. Fjármálasvið Reykjavíkurborgar, Ráðhúsi Reykjavíkur, veitir upplýsingar um álagningu annarra fasteignagjalda og breytingar á þeim í síma 411 3602. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið innheimta@reykjavik.is. Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 20.000 fyrir árið 2006 eru: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Gjalddagi gjalda undir kr. 20.000 og gjalda þeirra gjaldenda er völdu eingreiðslu fasteignagjaldanna er 1. maí. Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar. www.reykjavik.is Reykjavík, 14. janúar 2006. Borgarstjórinn (Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.