blaðið - 14.01.2006, Side 30

blaðið - 14.01.2006, Side 30
30 I HEILSA LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 blaðið Er megrunin að fara með þig? Megrun geturfarið út í öfgar eins og allt annað Við höfum flest tekið eftir því þegar frægar konur verða skyndilega ofurgrannar. Á nokkrum mánuðum umbreytast þessar konur úr heilbrigðum fegurðardísum í þvengmjóar manneskjur sem minna einna helst á stríðshrjáða fanga með maskara. Fyrrum kryddpían Victoria Beckham, er ein af þessum konum en þrátt fyrir að hafa fætt þrjú börn í heiminn er daman sú langt undir kjörþyngd. Því hefur verið haldið fram að þörfin fyrir að vera tágrönn sé sprottin af andlegri vanlíðan þar sem fórnarlambið leitast við að finna lausn með því að takmarka hversu mikinn mat hún borðar. í sumum tilfellum er þetta líka það eina í lífinu sem hún hefur stjórn á. Vísindamenn halda því fram að fólk sem þjáist af átröskunum skorti efnið serótónín í heilann, en serótónín stjórnar skapinu og skapsveiflum. Þunglynt fólk skortir einnig serótónín og rann- sóknir sýna að fólk sem er þjakað af átröskunum er vanalega fremur vansælt. Heilastarfsemi • Einbeitingarskortur er mjög algengur • Þunglyndi og geðsveiflur • Steinefnaskortur getur leitt til flogaveiki eða tíðra flogaveikikasta Hliðarverkanir of strangrar megrunar Húðog hár • Hárið á höfðinu byrjar að þynn- ast og detta af • Á sama tíma fer að vaxa hár á líkamanum. Þetta hár kallast lanugo og er það sama og börn fæðast með. Líkaminn leitast við að einangra lækkandi hita- stig með hárinu. • Húðinverðurmjögþurrogblóð- rásin léleg. Hendur og fætur geta jafnvel blánað upp. Tíðahringurinn • Tíðir verða sjaldgæfar og langt á milli þeirra. Sumar konur hætta alveg að fara á túr. • Getnaður verður auðveldlega vandamál. Þetta er hugsan- lega ástæða þess að tágrannar stjörnur á borð við Nicole Kid- man hafa brugðið á það ráð að ættleiða börn? • Táninga með átraskanir skortir oft kvenhormónið östrógen og það getur leitt til þess að kyn- þroska seinkar óeðlilega mikið. Hjartað • Blóðþrýstingurgeturfalliðsem afleiðing af ónægum vökva í blóðinu. Þetta leiðir af sér svima, yfirlið og hjartsláttartruflanir. • Hjartavöðvinn rýrnar og þetta getur leitt til þess að hjartað gefur sig. Efnaskipti • Blóðsykurinn fellur og þetta leiðir til svima og stundum yfirliðs. • Kólesterólmagnið í blóðinu getur leitt til hjartasjúkdóma. • Lifrin gefur sig • Lítil sem enginn fita á líkam- anum gerir það að verkum að manneskjunni er nánast alltaf kalt. Næring • Steinefna og vítamín magnið i líkamanum snarminnkar og þetta leiðir til óeðlilegs hjartsláttar. • Okklarnir bólgna út vegna próteinsskorts Vöðvar og bein • Vöðvar á fótleggjum og upp- handleggjum rýrna óeðlilega. • Prótein -og kalkskortur í beinum leiðir til beinkrums og meiri áhættu á beinbrotum. Nýru • Nýrnasteinar geta tekið sig upp • Þvagleki á nóttunni verður algengur Meltingarfærin • Það hægist á meltingu og lítil hreyfing verður á þörmum og meltingarstarfsemi • Harðlífi verður daglegt brauð Þessi listi ætti að minna okkur á hvílíkar áhættur sumar stjörnur (og líka ófrægar manneskjur) eru að taka með því að svelta sig svona. Leikkonan Lindsay Lohan kom ný- lega fram í sviðsljósið og sagði frá því að hún hefði ráðið til sín einka- þjálfara til að bæta á sig líkamsþynd (henni líkaði ekki hvað brjósta- skoran minnkaði um leið og hún grenntist), en fyrir hverja Lindsay Lohan sem bætir á sig eru fleiri Nicole Ritchie sem eru tilbúnar að svelta sig á móti. § margret@bladid.net Veggjald innheimt með álagi Spölur ehf., sem á og rekur Hvalfjarðargöng, innheimtir veggjald með 3.000 króna álagi hjá þeim sem aka um áskriftarhlið við gjaldskýlið norðan fjarðar án þess að hafa gildan viðskiptasamning við Spöl. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi félagsins 9. desember 2005 og gildir frá og með 1. janúar 2006. Nokkur brögð eru að því að ökumenn fari um gjaldhliðið á merktum akreinum áskrifenda án þess að hafa veglykil í bílum sínum og tilheyrandi samning um ferðir. Sömuleiðis eru brögð að því að veglyklar séu lausir í bílum og menn flytji þá jafnvel með sér milli bíla. Slíkt er brot á samningi enda skuldbinda áskrifendur sig þar til að festa veglykilinn innan á framrúðu tiltekins ökutækis. Með breytingum á eftirlitskerfi ganganna var gert mögulegt að skrá upplýsingar um bíla sem hér um ræðir og á grundvelli þeirra upplýsinga verður nú innheimt veggjald með álagi hjá forráðamönnum viðkomandi bíla. Rétt er svo að vekja athygli á að ökumenn án samnings við Spöl aka gegn rauðu Ijósi í gjaldhliðinu. Þessi Ijós hafa stöðu venjulegra umferðarljósa samkvæmt reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995, sbr. breytingu á þeirri reglugerð nr. 458/2001. Þeir sem brjóta af sér á þennan hátt geta því búist við að fá fjársekt og refsipunkta í ökuferliskrá sína, auk veggjalds með innheimtuálagi. Á heimasíðu Spalar, spolur.is. er meðal annars að finna gjaldskrá Hvalfjarðarganga og upplýsingar um hvar unnt er að skrá sig fyrir ferðum um göngin og um réttindi og skyldur áskrifenda. Meðal annars ber seljanda bifreiðar með veglykil að taka lykilinn úr bílnum við eigendaskiptin eða tilkynna Speli um nýjan eiganda bíls/veglykils. Nýr eigandi verður síðan að gera áskriftarsamning við Spöl. sp^uir »>■ ÆVH ■J'. - ■ Í/J Síðustu sætin ’ 3 ^anuar Nú bjóðum við til janúarveislu á Kanarí á frábærum kjörum. Við bjóðum stökktu tilboð á ótrúlegu verði. Einnig höfum við fengið 15 viðbótaríbúðir á Jardin Atlantico, einum vinsælasta gististað okkar á Kanarf, sem við bjóðum á frábæru sértilboði 24. janúar. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti á stökktu tilboði eða bókaðu íbúð á Jardin Atlantico frábæru tilboðsverði. Kr. 29.990 - Stökktu Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku, stökktu tilboð 17. og 24. janúar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 á mann. Kr. 39.990 - Stökktu Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/fbúð/stúdíó í viku, stökktu tilboð 17. og 24. janúar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 á mann. Kr. 49.990 - Jardin Atlantico Netverð á mann, m.v. 2-3 f íbúð á Jardin Atlantico í viku, 24. janúar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 á mann. www.heimsferdir.is Skógarhlið 18-105 Reykjavik - sími 595 1000 Heimsferðir

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.