blaðið - 14.01.2006, Page 42

blaðið - 14.01.2006, Page 42
42 i baRwAeFni LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 blaðiö Finndu *@V fimm villur Sðagu: og skemmtilegheit Jósefína er að hella sér kaffi í bolla en henni finnst kaffi svo gott. En það er eitthvað skrýtið við þessar myndir því það vantar hluti á efri myndina. Getur þú fundið fimm villur í efri myndinni? Sunnudagar eru barnadagar í aðalsafni Borgarbókasafns ... og næsta sunnudag, 15. janúar kl. 15, verður lesið úr skemmtilegum barnabókum í barnadeildinni á 2. hæð Allir velkomnir! Tryggvagötu 15, Reykjavík ®?YÍqAvfKURSAFN Sími 563 1717 - www.borgarbokasafn.is Hafið þið séð gíraffa, krakkar? Gíraffar eru ótrúlega sniðug dýr, auk þess sem þeir eru mjög háir. Það eru engir gíraffar á íslandi enda búa þeir flestir í Afríku. Það er því einungis hægt að finna þá í Afríku og svo í dýragörðum víðs vegar um heiminn. Það er ansi margt fróðlegt i fari gíraffa og hér koma nokkrir punktar: Hver og einn gíraffi er einstakur að því leyti að blettirnir á þeim eru aldrei eins. Hæsti gíraffi sem vitað er um varð tæplega sex metrar á hæð. Það er nánast eins hátt og ef 4 karl- menn stæðu ofan á hver öðrum. Gíraffar eru alltaf saman í litlum hópum sem þó breytast reglulega. Þessi skondni karl virðist ekki eiga sér neina sögu. Hver ætli hann sé og hvað ætli hann geri? Við á Blaðinu viljum endilega vita eitthvað meira um þennan karl. Getur þú kannski skrifað einhverja skemmtilega sögu og sagt okkur eitthvað um hann? Kannski birtist sagan meira að segja í Blaðinu einhvern laugardag. Sendu söguna á svanhvit@bladid.net eða í Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Á sunnudaginn verða KFUM og KFUK með skemmtilega samkomu fyrir ykkur, krakkar. Þar verður ýmislegt skemmtilegt á seyði eins og söngur og önnur skemmtilegheit. Á meðan þið eruð að skemmta ykkur geta mamma og pabbi hlustað á Keith Reed, sem er amerískur söngv- ari sem hefur búið lengi á íslandi, tala um hvernig sjónarhorn móta sambönd. Ræðan verður túlkuð af ensku yfir á íslensku. Samkoman verður að Holtavegi 28. Aliir í kór I dag hófust líka æfingar barnakórs KFUM og KFUK en nýir kórfélagar eru alltaf velkomnir. Það er rosalega gaman að syngja í kór, bæði kynnist maður fullt af öðrum krökkum og svo er líka bara svo gaman að syngja. I kórnum er líka kennt hvernig á Þaö er mjög gaman aö syngja í kór. að beita röddinni rétt, hvernig á að koma rétt fram og hvernig á að syngja í hljóðnema. í kórnum verða sungin alls kyns lög, bæði íslensk og erlend og svo verður líka settur upp söngleikur. Hringið í síma 895-3807 og talið við Keith Reed ef þið viljið fara í kórinn. Kvenkyns gíraffar eignast kálfa eftir 15 mánaða meðgöngu. Kálfurinn er á stærð við meðalkarl- mann þegar hann fæðist. Sumir gíraffar eignast tvíbura en það er sjaldgæft. Gíraffar eru standandi þegar kálfarnir fæðast og kálfurinn fæðist með fæturnar fyrst. Gíraffa- kálfar geta því staðið innan við klukkustund áður en þeir fæðast. Kálfar gíraffa eru aldrei skyldir eftir. Það eru litlir hópar af kvenkyns gíröffum sem halda saman og þeir passa upp á kálfar hvors annars. Gíraffakálfar eru mjög við- kvæmir og geta ekki varið sig sjálfir. Gíraffar nota langa hálsa og tungur til að teygja sig í lauf- blöð og sprota upp í trjánum. Þegar gíraffar eru villtir þá geta þeir borðað allt að 66 kílóum af mat á dag. Þeir eyða því að meðaltali 16- 20 klukkustundum á dag í borða. íraffar lifa að jafnaði í 25 ár. Gíraffar drekka vatn ef þeir geta en geta alveg sleppt því svo vikum skiptir. Gíraffar geta hlaupið á 50 kíló- metra hraða á klukktíma. Gíraffar eru jafnan hljóðir en geta þó fnæst og jarmað. Pegar gíraffar leggjast niður til að sofa, þá liggja þeir með höfuð og háls meðfram síðunni. Þeir sofa yfirleitt stutt í einu, ein- ungis 1-20 mínútur. Höfuð gíraffa er jafn stórt og körfubolti. Það er 12 kg að þyngd. Gíraffar eru með lítil horn á höfðinu sem getur orðið allt að 13 cm löng. Þessi horn eru til að vernda höfuð þeirra í bardögum. Karlkyns gíraffar eru stærri en kvenkyns gíraffar. Karlkyns- gíraffar eru á milli 1100 kg og 1400 kg að þyngd og geta orðið allt að 6 metra háir. Kvenkyns gíraffar eru 730 kg til 1200 kg að þyngd og geta orðið allt að fimm metra háir. Kannt þú að segja sögu? Hafðu samband: krakkar@vbl.is eða Krakkaumfjöllun, Blaðið, Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur. ■ Heimur dýranna

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.