blaðið - 10.02.2006, Side 6

blaðið - 10.02.2006, Side 6
6 i innlení>1 HMMB W?mss& FÖSTUDAGUR 10. FEBRÖAR 2006 blaöiö Ferðamönnum fjölgar Erlendum ferðamönnum fjölgaði um io% í janúar síðastliðnum miðað við sama mánuð árið áður samkvæmt talningu Ferðamála- stofnu á ferðamönnum sem fara um Leifsstöð. Alls fóru 15.377 ferðamenn um stöðina í janúar síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra voru þeir 14.014. Samkvæmt sömu tölum fjölgaði ferðamönnum á tímabilinu september til janúar einnig um 10% milli ára. Síminn kaupir í Kögun Síminn hf. tilkynnti í gær að fyrir- tækið hefðí keypt tæplega 27% hlut í Kögun hf. en samningar þess efnis voru undirritaðir í gærmorgun. Á vef Viðskiptablaðsins í gær segir að gera megi ráð fyrir að hluturinn hafi verið keyptur af Straumi Burðarás og FL- Group. Miðað við gengi Kögunnar í gær má gera ráð fyrir að kaupverð sé rúmlega 3 milljarðar króna. Að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Símans er Kögunarsam- stæðan afar góður fjárfestingakostur. Borgarar undir eftirliti Ragnari Aðalsteinssyni, lögmanni líst illa á hugmyndir Björns Bjarnasonar um sérstaka greiningardeild innan lögreglunnar Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður segir að menn verði að vera vel á verði gagnvart löggjöf sem á einhvern hátt takmarkar frelsi borgaranna. Hugmyndir Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, um stofnun sér- stakrar greiningardeildar fá lítinn hljómgrunn hjá Ragnari sem segir óþarft að auka eftirlit ríkisins með landsmömnnum. Engin tilefni til lagabreytinga „Björn hefur látið of lítið uppi um þessar fyrirætlanir sfnar svo hægt sé að henda reiður á þeim,“ segir Ragnar. Aðspurður hvort hann telji tilefni til að stofna sérstaka greiningadeild með það starfssvið að rannsaka landráð, brot gegn stjórnskipun ríkisins og æðstu stjórnvöldum segir hann svo ekki vera. „Nei það er ekki tilefni til þess að auka þetta. Þetta er opið samfélag sem við búum í og við þurfum ekkert á slíku að halda. Hættan er sú að ef þú býrð til svona apparat þá verði menn að nota það. Eftirlit með borgurum landsins og skoðunum þeirra verður þá aukið með tilkomu svona greiningardeildar. Sagan kennir okkur það“ Stóri bróðir Ragnar vill ekki taka undir með þeim sem segja að fs- lendingum stafi aukin hætta af hryðjuverkahópum. „Nei, það er ekki nokkur ástæða til að ætla að okkur stafi einhver aukin hætta frá hryðjuverkaöflum. Við gætum auðvitað egnt einhverja hópa gegn okkur, en við höfum ekki gert það hingað til. Eina tilvikið væri kannski þessi stuðningur ríkisstjórnarinnar við stríðið í f rak.“ Ragnar segir tilraunir hafa verið gerðar til þess að skerða mannréttindi hér á landi. „Alþingi hefur nú blessunarlega ekki samþykkt allt sem frá Birni Bjarna- syni kemur. Það er auðvitað viss hætta á því að þessu Ragnar Aðalsteinsson rfumvarpi fylgi skerðing á mannréttindum, að það verði farið að fylgjast með of skrá niður það sem menn segja og hugsa.“ Ragnar segir allar hugmyndir af þessu tagi vera til þess fallnar að stofna réttaröryggi borgar- ana í hættu. „Þarna birtist þessi ríka tilnheiging dóms- málaráðherra til þess að vera einhverskonar stóri bróðir og fylgjast með öllum.“ Aftarlega á merinni Ragnar segir jafnframt að fslendingar séu aftarlega á merinnni að mörgu leyti þegar kemur að mannrétt- indum. „Þú þarft ekki annað en að skoða pyntingar. Það er ekkert útilokað í íslenskum lögum að það megi nota frásögn manns sem aflað er með pyntingum, sem sönnunargagn í dómsmáli. Þetta tíðkast hvergi í sið- uðum löndum. stjórnvöld hafa fengið athugasemdir við þetta atriði frá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna oftar en einu sinni og einnig frá fleiri alþjóða- stofnunum en þau hafa ekki látið segjast og vilja halda þessum möguleika opnum.“ Mikill innflutn- ingur í janúar Magn innflutnings hingað til lands var meiri í janúar síðastliðnum en í desember að því er fram kemur í Vefriti ljármálaráðuneytisins. Þetta er þvert á reynslu fyrri ára, því yfirleitt dregst innflutningur saman að jólaverslun lokinni. Heildar innflutningur í janúar nam 25,5 milljörðum króna sam- kvæmt bráðabirgðatölum og jókst um 2,5 milljarða milh mánaða. Hluti af ástæðunni fyrir auknum innflutningi eru kaup á eldsneytisbirgðum í desember. Að auki jókst innflutningur á unnum rekstrarvörum. Talsvert minna var hinsvegar flutt inn af neysluvörum í janúar sem gerist ávallt eítir að jólaverslun líkur. Aðalmeðferð í Baugsmálinu Aðalmeðferð i Baugsmálinu mun fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur 20. og 21. febrúar næstkomandi sam- kvæmt ákvörðun Héraðsdóms i gær- morgun. Réttað verður yfir öllum sakborningunum sameiginlega vegna þeirra átta ákæruliða málsins. Hæstiréttur vísaði á miðvikudag- inn frá þeirri kröfú saksóknara að mál tveggja endurskoðenda yrði sérstaklega aðskilið frá aðalmálinu. Þá verður tekin skýrsla af einu vitni á föstudaginn í næstu viku sam- kvæmt ákvörðun Héraðsdóms í gær. Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík KJARTAN VALGARÐSSON 2SætÍ Allir með! Spassky og Friðrik tefla einvígi Boris Spassky, fyrrverandi heims- meistari í skák, kemur til landsins í dag. Mun hann flytja erindi um al- þjóðlegan feril fyrsta íslenska stór- meistarans, Friðriks Ólafssonar, á málþingi sem Skáksamband Is- lands stendur fyrir á morgun. Að málþinginu loknu mun fara fram tveggja skák einvígi milli Friðriks og Spassky. Að skákeinvíginu loknu mun fara fram hraðskákmót, Frið- riksmótið 2006, þar sem margir af bestu skákmönnum landsins munu leiða saman hesta sína. Meðal bestu skákmanna heims Á ofannefndu málþingi mun Spassky fjalla um arfleifð Friðriks Olafssonar frá mismunandi sjónar- hornum, en Friðrik var á sínum tíma meðal bestu skákmanna heims. Hann hafði ennfremur mikil áhrif á þróun skáklistarinnar hér á landi. Friðrik varð sjötugur á síðata ári og lét þá af störfum sem skrifstofustjóri Álþingis, og vonast nú margir skákunnendur til þess að hann láti til sín taka við skák- borðið á nýjan leik. SÍtXUSTU DAÍxAR útsouu hjá, Qý6afhhiUi Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Laugardaga frá kl. 10-16 SÍF verður Alfesca mbl.is | SlF hf. hefur breytt nafni sínu í Alfesca og samhliða því tekið upp nýtt fyrirtækismerki. 1 tilkynningu fr á félaginu segir, að gamla nafnið eigi sér rætur í hefðbundinni sölu sjávarafúrða en nýtt nafn og merki sé tilkomið vegna umfangsmikilla breytinga á starfsemi félagsins. Því sé ætlað að vera tákn fyrir nútímalegt og framsækið matvælafyrirtæki sem hafi að markmiði að vera leiðandi í framleiðslu og sölu tilbúinna rétta og sælkera- og hátíðarmatvöru í Evrópu. Nafnið Álfesca er sett saman úr bókstafnum alpha, sem er fýrstur í gríska stafrófinu, latnesku orðunum festivus, sem merkir veislu eða hátíð, og esca sem vísar til fæðu. Nýtt merki félagsins, sem hannað er af EnnEmm, er sagt vísa með samspfli tölustafsins 1 og bókstafsins A til leiðandi stöðu fýrirtækisins á markaði þess fyrir tflbúin matvæli. Alfesca starfrækir 12 verksmiðjur í Frakklandi, Englandi og á Spáni en þar eru lykflmarkaðir félagsins. Höfuðstöðvar Alfesca eru á Islandi en dótturfélög þess eru Labeyrie, Bhni og SIF France í Frakklandi, Vensy á Spáni, Lyons Seafoods og Farne í Bretlandi og Christiansen Partner í Noregi. Um 3500 manns starfa hjá félaginu. Áætluð ársvelta Alfesca er um 600 mflljónir evra.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.