blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 blaöið Óttast að fuglaflensan breiðist hratt út í Afríku Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur til sérstakra varúðarráðstaf- ana í kjölfar þess að fuglaflensuveiran greindist ífuglum í Nígeríu. Líklegt er talið að fleiri tilfelli H5N1- afbrigðis fuglaflensu fylgi í kjölfar þess sem greinst hefur í Nígeríu. Dr. David Nabarro, sérfræðingur hjá Aþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, óttast að ástandið verði mjög alvar- legt og að veiran kunni nú þegar að hafa dreifst nokkuð víða. Nabarro lýsti þessu yfir í kjölfar þess að þetta banvæna afbrigði flens- unnar greindist á fuglabúi í Kaduna- héraði í Nígeríu á miðvikudag. Það var jafnframt í fyrsta tilfellið sem staðfest var í Afríku en þúsundir hænsnfugla hafa drepist í Norður Nígeríu á síðustu vikum. Rannsókn stendur yfir á því hvort alifuglar hafi drepist víðar úr veirunni. Nabarro sagði að WHO byggist við að fleiri smit kæmu upp í öðrum hlutum Afríku. „Fyrst þetta hefur komið upp í Nígeríu getur þetta einnig hafa komið upp í öðrum löndum þar sem viðbúnaður er minni,“ sagði hann. Kjúkltngar mikilvæg tekjulind Nabarro sagði jafnframt að ríkis- stjórnir og almenningur ætti að gera mjög miklar varúðarráðstafanir sjálfum sér til verndar og til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. Að sögn Nabarro gefa upplýsingar frá landbúnaðarráðuneyti Nígeríu til kynna að fuglaflensunnar hefði einnig orðið vart í Kano-héraði í norðuhluta landsins og í Jos í suðurhlutanum. Nígeríumaður býður kjúkling til sölu á götu f Lagos. H5N1-afbrigði fuglaflensu hefur greinst í landinu og er það fyrsta tilfellið sem vitað er um f Afríku. Alex Last, fréttaritari Breska rík- Sérfræðingar hafa lengi óttast að isútvarpsins (BBC) í Lagos, segir ef HsNi-afbrigði flensunnar kæmi að fuglaflensa gæti haft hræðilegar upp í Afríku myndi hún festa sig afleiðingarílandiþarsemkjúklinga- fljótt í sessi og ógerningur yrði að rækt er megintekjulind milljóna koma í veg fyrir útbreiðslu hennar. manna. Jafnhart verður tekið á vörslu og neyslu kannabisefna og harðari eiturlyfja á Ítalíu Kannabis sett í flokk með hörðum efnum Ríkisstjórn Italíu hefur samþykkt lög um hert viðurlög við maríjú- anareykingum og verður efnið í raun sett í sama flokk og harðari efni. Samkvæmt nýju löggjöfinni getur fólk sem verður uppvíst að vörslu kannabis átt á hættu að vega- bréf þess og ökuskírteini verði gerð upptæk. Stjórnarandstöðuþingmenn og meðferðarfulltrúar hafa lýst yfir andstöðu sinni löggjöfina. Sam- kvæmt nýju lögunum verður hægt að dæma fólk í sex til tuttugu ára fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl eða sölu auk þess sem það má búast við allt að 260.000 evra (tæplega 20 milljóna ísl. kr.) sekt. Einu gildir hvort um er að ræða heróín, kókaín eða kannabis. Fólk sem hunsar ítrekaðar áminn- ingar um að láta af kannabisneyslu á yfir höfði sér sviptingu ökuleyfis auk þess sem því verður gert að halda sig heima hjá sér á kvöldin. Þriðjungur unglinga á Italíu hefur reykt maríjúana að minnsta kosti einu sinni og 10% fullorðinna reykja það reglulega samkvæmt nýlegri könnun. Rúmlega 200 manns, þar af einn stjórnarandstöðuþingmaður, komu saman fyrir utan þinghúsið í Róm og reyktu maríjúanajónu í mótmæla- skyni. Stjórnarandstöðuþingmenn hafa lýst því yfir að löggjöfin verði sú fyrsta sem þeir muni nema úr gildi ef þeir komast til valda í þing- kosningunum í apríl. i §1 'Wmmsak-- SIGRUN ELSA SMÁRADÓTTIR 2-4 Sigrúnu Elsu í sigurliðið ...Á borgarstjórnarfundi í vikunni sáu raunar ekki færri en fjórir af sex borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins ástæðu til að veitast að henni og þarf þá ekki frekar vitnanna við. Ástæðan var skörugleg framganga hennar í gagnrýni á Vilhjálm Þ. Vllhjálmsson leiðtoga Sjálfstæðis- manna sem augljóslega, einsog Sigrúnu er lagið, hitti í mark... Helgi Hjörvar Þingmaður Samfylkingarinnar Setjum Sigrúnu Elsu í öruggt sæti ... Ég hef fylgst með Sigrúnu Elsu í mörg ár i pólitíkinni ma. sátum við saman í Fræðsluráði Reykjavíkur um tíma. Sigrún Elsa er málefnaleg, áhugasöm, hugmyndaríkur og drífandi stjórnmálamaður... Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður. Ég styð Sigrúnu Elsu í prófkjöri Samfylkingarinnar ...Það er mikilvægt að á framboðslista Samfylkingarinnar raðist bæði fólk með reynslu og að nýliðun verði í framvarðasveitinni. Sigrún Elsa Smáradóttir sameinar þetta tvennt... Ágúst Ólafur Ágústsson Þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar Höfuðborgin mín þarfnast Sigrúnar Elsu ...Sigrún situr í Menntaráði og áður í fræðsluráði og leikskólaráði. Hún var formaður starfshóps sem mótaði stefnu um gjaldfrjálsan leikskóla fyrir fimm ára börn og hún er varaformaður st|órnar Orkuveitu Reykjavikur svo eitthvað sé nefnt. Allir sem starfað hafa með henni hafa gefa henni hæsm einkunn... Margrét Frímansdóttir Þingmaður Samfylkingarinnar Velkomin Sigrún Elsa. ...Það er sannfæring mín að einstaklingur með getu og burði, efnistök og verklag Sigrúnar Elsu hafi í ríkum mæli þá eiginleika, sem kjósendur meta mest... Birgir Dýrfjörð, rafvirki. Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík ... Ég veit líka að eitt af hennar helstu málum er að Reykjavíkurborg geti mætt og brúað bil á milli fæðingarorlofs og leikskólavistar.Sigrún hefur látið verkin tala I sinni vinnu fyrir borgarbúa, við skulum tryggja að svo verði áfram. Guðrún Ögmundsdóttir Þingmaður Samfylkingarinnar. Styðjum Sigrúnu Elsu ...Hún býður sig núna fram 12.-4. sæti Samfylkingarinnar. Kostir frambjóðandans Sigrúnar Elsu Smáradóttur eru sannarlega ótviræðir... Gísli Gunnarsson prófessor í sagnfræði www.sigrunelsa.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.