blaðið - 10.02.2006, Síða 16
16 I ÁLIT
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 blaöiö
Ártúnsbrekkan við Hringbraut
Það var ánægjulegt að heyra í
fréttum að nýtt borgarhverfi er
á teikniborðinu. Hverfið er á
fallegum stað og að sögn arkítekt-
ana sem skipulögðu það er það
‘síðasta perlan” í Reykjavík sem
á eftir að skipuleggja. Hverfið
á að vera þéttbýlt og líkjast Þing-
holtunum, Melunum eða byggð
á Skólavörðuholti. Nú er það
þannig ég hef búið í mið- eða vest-
urbæ nánast alla mína ævi og ég
tel mig þekkja hverfið mitt ágæt-
lega og skil því arkítektana afar
vel þegar þeir sækja innblástur
þangað. Mið- og vesturbær eru
að mínu viti langskemmtilegustu
hverfi borgarinnar því þar er vísir
að mannlífi og fólk úr öðrum bæj-
arhlutum kemur þangað til þess
að gera sér glaðan dag.
Tillaga að endurbótum
við Úlfársdal
------------ Vegna þess hve þetta
lítur allt vel út með
nýja hverfið í Úlfárs-
dal langar mig til að
koma með tillögu
sem núverandi skipu-
lagsyfirvöld munu
............ ugglaust skoða með
Teitur athygli. Fyrst að
Atlason nýja hverfið er svona
þétt og fallegt og á
að minna á mið og vesturbæ, ætla
ég að koma með þá tillögu að risa-
stórum spítala verði troðið þar niður
og sex akreina hraðbraut verði lögð
um nýja hverfið. En þetta er einmitt
það sem R listinn gerði í hverfinu
mínu.
Lautarferð í Ártúnsbrekku
Margir eru sárir út í R listann sáluga
enda er þessi framkvæmd algerlega
á skjön við það sem lofað var fyrir
síðustu kosningar en þá var farið
mikinn í fagurgala um þéttingu
byggðar og íbúðlýðræði. Hvoru-
tveggja reyndist innihaldslausir
frasar sem ekkert mark var takandi
á. Þess í stað fengum við mið og
vesturbæingar hraðbraut, einskonar
lárétta Ártúnsbrekku, þar sem áður
var Hringbraut. Þar sem hún er
breiðust nær hún yfir 7 akreinar!
Þetta malbiks gímald hefur ekki
leyst neinn umferðarvanda því allir
eru sammála um að umferðin hafi
versnað við tilkomu nýju Ártúns-
brekkunnar við Hringbraut. Til að
bíta hausinn af skömminni var til-
kynnt um að bensínstöð verði reist
við þessa nýju Ártúnsbrekku. Bens-
ínstöð, þar sem áður var lofað þéttri
byggð í samhengi við Þingholtin. í
stað þess að fara í Hljómskálagarð-
inn með nesti í körfu förum við í
Nesti við Hringbraut og pöntum
okkur pulsu í gegnum lúgu. Var
þetta sýn R listans um framtíðar-
skipulagið? “Þekkingarþorpið” var
bara blekkingarþorp sem notað var
til að veiða atkvæði af okkur Reyk-
víkingum. Við vorum blekkt.
Minnisvarði um skammsýni
Dularfullu göngubrýrnar yfir nýju
Hringbrautina hafa valdið mörgum
heilabrotum. Þær byrja eiginlega
hvergi og enda út buskanum. Hug-
myndin bakvið þær endurspegla
samt hugmyndir R listans í skipu-
lagsmálum, þokukenndar og án
skynsemistengingar. Þessar ömur-
legu göngubrýr sem engin hefur
notað hingað til svo vitað sé, standa
eins og minnisvarðar um það sem
gerist þegar stjórnmálamenn byrja
að skipta sér of mikið af skipulags-
málum. Stjórnmálamenn eiga ekki
að ákveða hvar best sé að leggja hrað-
braut. Það er ekki þeirra hlutverk.
Það eru aðrir miklu betur til þess
fallnir en þeir.
Teitur Atlason
Athugasemd við grein Guðmundar Hallvarðs-
sonar um breytingu á lögum um happdrætti
Þann 4. febrúar sl. birtist grein í
Blaðinu sem ber heitið “Kallað
eftir breytingum á lögum um
happdrætti.” Greinin virðist
vera í formi viðtals við Guðmund
Hallvarðsson, alþingismann og
stjórnarformann DAS. í grein-
inni gætir nokkurs misskilnings
og óska ég eftir að koma á fram-
færi leiðréttingum og frekari
skýringum.
I greininni segir m. a: „Guð-
mundur bendir á það að forstjóri
Happdrættis Háskólans er fyrr-
verandi stjórnandi hjá Samkeppn-
isstofnun.” Síðan kemur bein til-
vitnun: „Rétt áður en hann hætti
þar kom út álit Samkeppnisstofn-
unar þess efnis, að einkaleyfi Happ-
drættisins stangaðist á við sam-
keppnislög. Ég var alveg sammála
honum um það þá, en ég er ekki
viss um að hann sé sammála mér í
dag. Það á að vera jafnræði á milli
happdrættanna.”
Af því sem hér segir
má ráða að ég hafi tekið þátt í af-
greiðslu máls hjá samkeppnisyfir-
völdum vegna ágreinings á milli
DAS og Happdrættis Háskóla ís-
lands. Svo var ekki. í framhaldi
af setningu laga nr. 8/1993 um
samkeppnismál var ég skipaður af
viðskiptaráðherra sem formaður
Samkeppnisráðs. Ég starfaði þá
sem prófessor við Viðskipta- og
hagfræðideild Háskóla íslands. Sú
skipan mála hélst til hausts 2001 er
breytingar urðu á högum mínum
og ég tók við forstjórastarfi Happ-
drættis Háskóla íslands. Þá óskaði
ég lausnar frá starfi mínu í Sam-
keppnisráði. Allan þann tíma sem
ég var formaður Samkeppnisráðs
gætti ég þess að lýsa mig vanhæfan
til að fjalla um mál ef þau snertu
Háskóla íslands á einn eða annan
hátt. Vegna tengsla minna við skól-
ann, taldi ég ekki við hæfi að fjalla
um nein mál honum viðkomandi.
Sem dæmi má nefna rekstur happ-
drættis, apóteks og rannsóknastofn-
ana svo að eitthvað sé nefnt. Þegar
slík mál bárust til samkeppnisyfir-
valda hafði ég það fyrir reglu að ég
las engin skjöl um málin, þ.e. engin
erindi eða rökstuðning frá máls-
aðilum og engar greinargerðir frá
Samkeppnisstofnun. Þar að auki
ræddi ég aldrei um málin við starfs-
menn Samkeppnistofnunar og ekki
heldur við aðra þá sem voru með
mér í Samkeppnisráði. Ég kom því
hvergi að úrskurði Samkeppnisráðs
þess efnis að einkaleyfi H.H.Í. til
að reka peningahappdrætti stang-
aðist á við samkeppnislög. Vegna
þess misskilnings Guðmundar
Hallvarðssonar að ég hafi tekið
þátt í afgreiðslu fyrrgreinds máls,
vantar algjörlega forsendu fyrir
þeirri skoðun sem fram kemur í
setningunni: „Ég var honum alveg
sammála þá.“
Samkeppni og happdrætti
Úrskurður Samkeppnissráðs ber
öll einkenni þess að samkeppnisyf-
irvöld hafi litið á happdrættisstarf-
semi eins og hvern annan atvinnu-
veg. Þetta er í raun mjög hæpið og
einkum ef litið er til skipan happ-
drættismála hér á
landi.
Öll happdrætti
þurfa leyfi til starf-
semi sinnar. Auk
skyndihappdrætta
stunda sex fyrir-
tæki happdrættis-
Brynjólfur starfsemi að stað-
Sigurðsson aldri hér á landi.
Happdrætti Há-
skóla íslands aflar
fjár til byggingarmála skólans og
til kaupa á rannsóknatækjum. SlBS
styður starfsemina að Reykjalundi.
Hagnaður DAS rennur til bygg-
ingaframkvæmda fyrir aldraða á
vegum Sjómannadagssamtakanna.
Hagnaði íslandsspila er varið til
Rauða kross Islands, Björgunar-
sveitanna og SÁÁ og hagðnaði
Islenskrar getspár og íslenskra get-
rauna er varið til íþróttahreyfingar-
innar og Öryrkjabandalags Islands.
Allur hagnaður af happdrættisstarf-
seminni fer því til þjóðþrifamála
og um hvert og eitt fyrirtækjanna
gilda sérstök lög sem marka þeim
ákveðið svið til að starfa innan.
Það má leiða að því líkur að ríki
og sveitarfélög yrðu að leggja fram
aukið fé til ofangreindrar starfsemi
ef fjármagn frá happdrættunum
þryti. Happdrættin eru því í raun
aðeins framlengdur armur hins op-
inbera til að afla fjár til góðra mál-
efna. Það er því stjórnvöldum í hag
að hagnaður happdrættanna verði
sem mestur.
Eðli samkeppninnar gengur
hins vegar í þveröfuga átt. Það er
einkennandi fyrir markaði þar
sem samkeppni ríkir að hagnaður
einstakra fyrirtækja fari minnk-
andi. Þegar til langs tíma er litið
getur jafnvægi náðst þar sem heild-
arkostnaður einstakra fyrirtækja
verður jafn heildartekjum þeirra.
Þessi þróun gerist með tvennum
hætti. I fyrsta lagi leita fleiri fyrir-
tæki inn á þann markað þar sem
hagnaður er til staðar. I öðru lagi
eykst kostnaður fyrirtækja á mark-
aðnum vegna söluhve tjandi aðgerða
þegar hvert og eitt þeirra reynir að
halda hlut sínum í samkeppninni.
Samkeppnin getur því leitt til þess
að tekjulindin þorni. Tekjuöflunin
fyrir hið opinbera og samkeppnin
stangast því á.
Happdrættismál hafa
verið mikið til umræðu að unda-
förnu á erlendum vettvangi. Norð-
menn hafa t.d. stigið skref til að
takmarka samkeppni á happds-
rættismarkaði. Evrópusambandið
ræðir um þessar mundir þjónustu-
tilskipun (Service Directive). Þar
er fjallað um hvort líta ber á happ-
drætti eins og hvern annan atvinnu-
veg á þjónustusviði þannig að þjón-
ustutilskipunin gildi um þau. Hitt
sjónarmiðið er einnig uppi, að sér-
staða happdrættanna sé svo mikil,
að eðlilegt sé að þau séu utan þjón-
ustutilskipunarinnar. Margt bendir
til þess að sú verði niðurstaðan.
Hvert rennur einkaleyfisgjaldið?
I greininni segir með beinni til-
vitnun: „En það er einfaldlega ekki
rétt að segja að Háskólinn verði
af þessum peningum sem þeir
greiða í formi einkaleyfagjalds. Sá
peningur fer allur aftur til Háskól-
ans.“ Þetta er ofmælt. I afar mörg
ár rann einkaleyfisgjaldið í Bygg-
ingasjóð rannsókna í þágu atvinnu-
veganna. Sá sjóður var notaður
til að fjármagna byggingar rann-
sóknastofnana atvinnuveganna á
Keldnaholti. Með lögum nr. 3/2003
var ákveðið að einkaleyfisgjaldið
skyldi renna í Tækjasjóð, sem er
innan vébanda Rannsóknaráðs
íslands. Hlutverk sjóðsins er að
veita rannsóknastofnunum styrki
til kaupa á dýrum tækjum og bún-
aði til rannsókna. Þetta þýðir að
allir háskólar á íslandi geta sótt um
styrki í sjóðinn, allar rannsókna-
stofnanir atvinnuveganna eins og
Hafrannsóknastofnun, Rannsókna-
stofnun byggingariðnaðarins Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins og
Iðntæknistofnun. Þá geta stofnanir
eins og Veðurstofan, Orkustofnun,
Landgræðslan og Skógrækt ríkis-
ins sótt um styrki og margar fleiri
stofnanir mætti nefna. Þótt Háskóli
íslands sé mjög mikilvirk rann-
sóknastofnun þá er það ofmælt að
allir peningarnir fari aftur til hans.
Brynjólfur Sigurðsson
Höfundur erforstjóri
Happdrœttis Háskóla íslands
50%
afsláttury
-“718%
-..r- - vafsláttur/
75%
afsláttuo
50%
afsláttur/
afsláttur/
XPER800
Ferðageislaspilar
með uwarpi ög
45 sek hristivörn
hristivörn
sónvarp/útvarp
í 50%)
Wsláttuy
28 sjonvarp 27.005-
Nicam stereo og
textavarp
www.radio.is
25%"
afsláttun
60%
afsláttun
40%
afsláttun
ARMULA 38 • SIMI 553 1133
Stálblandari með
glerkönnu