blaðið - 14.03.2006, Side 19

blaðið - 14.03.2006, Side 19
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 FJÖLSKYLDAN I 19 Skapofsaköst unglinga algengl Það er ekkert leyndarmál að ung- lingar geta verið ansi skapvondir á köflum. Á þessum nokkru árum sem unglingsárin taka þá er hurðum gjarnan skelit, ungling- urinn felur sig í herberginu í tíma og ótíma og ósjaldan heyrast setn- ingar eins og: „Af hverju getið þið ekki bara látið mig í friði.“ Unglingsárin eru uppfull af alls kyns breytingum og skapsveiflur eru því eðlilegar. Það er allt mögulegt sem truflar unglinga á þessum árum og minnstu atriði verða að stórum málum í þeirra huga, þrýstingur frá skólafélögum, áhyggjur af útliti og vinum er einungis hluti þess sem unglingar kljást við. Ofan á það bæt- ist hormónaflæði sem fylgir þessum árum og þessi blanda getur orðið ansi kraftmikil. Unglingurinn er glaður og hress einn daginn en langt niðri og þunglyndur annan daginn. Sparaðu öskrin og gagnrýnina Ef unglingurinn upplifir slæman dag þá er líklegast að vonbrigði og Fyrir foreldra: Ungt fólk með ungana sína I Hinu húsinu er starfrækt hópa- starfið Ungt fólk með ungana sína þar sem ungir foreldrar hittast reglulega til að sýna sig og sjá aðra auk þess að hafa gaman að og hljóta jafnvel einhvers konar fræðslu í leið- inni. Ungir verðandi foreldrar eru líka hjartanlega velkomnir. Hópur- inn hittist á miðvikudögum kl. 14- 16 á efstu hæðnni í Hinu húsinu. Næstkomandi miðvikudag, 15. mars, fær Ungt fólk með ungana sína til sín Ingibjörg St. Sigurðar- dóttur, hjúkrunarfræðing til að ræða um gagnrýni og hrós gagnvart ungunum. Skiptir það miklu máli. Auk þess mun hún fjalla um aga og fyrir hvern aginn er. Gæði skólastarfs og líðan barna Kennaraháskólinn heldur reglulega foreldrakvöld þar sem foreldrar og aðrir áhugasamir eru boðnir vel- komnir. Foreldrakvöldin eru nota- legir fundi yfir kaffisopa fyrir alla þá sem hafa áhuga á uppeldis- og menntamálum. Áhersla er lögð á tækifæri til umræðna og fyrir- spurna og kvöldin eru vettvangur til að efla umræðuna um uppeldi og menntun og bjóða áhugasömum aðgang að því sem er efst á baugi í fræðunum hverju sinni. Á foreldrakvöldinu í kvöld verður skoðað hvernig hægt sé að meta gæði skólastarfs. Horft verður til samræmdra prófa sem eins mæli- kvarða en er hann sá eini? Stýra samræmdu prófin skólastarfinu of mikið? Hvernig er með líðan barn- anna í skólanum? Hvaða möguleika hafa foreldrar á að fylgjast með og meta skólastarfið? Foreldrakvöldið stendur yfir frá 20.00-22.00 og er í húsi Kennaraháskólans að Stakka- hlíð í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Unglingsárin eru oft erfiður tími fyrir heímilislíf ið þar sem Ijót orð falla, hurðum er skellt ogallirfaralfýlu. reiði hans bitni á fjölskyldunni. Fjöl- skyldumeðlimir ættu að forðast það í lengstu lög að taka slík skapofsaköst nærri sér. Það er auðveldast fyrir unglinginn að kenna foreldrum um allt sem aflaga fer og því er sú leið oftast farin. Hafðu samkennd með unglingnum enda hefur þú gengið í gegnum svipaða hluti og hann finnur fyrir, þótt unglingurinn eigi eflaust erfitt með að trúa því. Ekki gera úlfalda úr mýflugu og reyndu að gera sem minnst úr skapsveiflum unglingsins. Öskur og gagnrýni gera Htið annað en að æsa hann frekar upp og gera hann andsnúinn þér. Þótt þú sért reið/ur þá skaltu reyna að hunsa þær tilfinningar og gefa öllum tækifæri til að slaka á. Þegar allir eru orðnir rólegir skaltu ræða við unglinginn og láta hann vita að hegðun hans sé óæskileg. Er eitthvað annað að? Getur verið að það sé eitthvað annað að baki skapsveiflum unglingsins en eðlilegar hormónabreytingar. Getur verið að það sé eitthvað að plaga hann eða hann finni fyrir einhvers konar þrýstingi? Talaðu við ungling- inn og fáðu að vita hvort allt sé í lagi. Ef unglingurinn er reiðubúinn til að tala láttu hann þá vita að þú sért alltaf til staðar fyrir hann. Mundu að unglingar eiga það til að vera leyndardómsfullir og óframfærnir og því þarftu ekki að taka því sem höfnun ef hann kýs að tala ekki við þig. Taktu frá tíma til að eyða með unglingnum og ræddu við hann um daginn og veginn. Meiri sjálfsstjórn Fjölskyldan er auðvelt skotmark því unglingurinn veit að íjölskyldu- meðlimir munu enn elska hann þrátt fyrir skapsveiflurnar. Það er því líklegt að unglingurinn stjórni skapi sínu þegar hann umgengst aðra en fjölskyldumeðlimi. Það er því ekki ósanngjarnt að ætlast til þess að hann hafi einhverja stjórn á skapi sínu heima fyrir í stað þess að láta allt flakka, einungis vegna þess að hann getur það. Setjist niður með unglingnum og útskýrið hvaða áhrif skapsveiflurnar hafa á aðra fjölskyldumeðlimi. Látið hann vita að þrátt fyrir að þið skiljið hvernig honum líði þá sé hann hluti af fjöl- skyldunni og ef hann hefur ekki stjórn á bræðisköstum sínum þá verður andrúmsloftið heima fyrir óþægilegt. Segðu unglingnum að þú ætlist til að hann sýni meiri sjálfsstjórn og stjórni bræðisköstum sínum. svanhvit@bladid.net * rTj.TTT: UÍ ' • • •> -• - • <11 -o opnunartilboð í auqastað WípWS® Margskipt gleraugu með glampavörn frá kr. frá 22.900 kr. meó glampa- vörn og gleri sem dökknar í sól Barnagleraugu frá aðeins kr. ?■ wkm&m Gleraugu fyrir fjarsýna og nærsýna (einn styrkleiki) frá kr. augastaður færir þér nýja sýn! V Lyf&heilsa Hamraborg og JL-húsinu

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.