blaðið - 18.03.2006, Síða 1

blaðið - 18.03.2006, Síða 1
f Reykjavík -> Oslo Kr. 8.000 Reykjavík -> Bergen “ Kr. 9.500 » www.flysas.is Aörir áfangastaöir ( Noregi einnig á frábæru verði! Skattar og flugvallargjöld innifalin. Flug hefst 27. mars. Sími fjarsölu: 588 3600. S4S Scandinavian Airlines A STAR ALLIANCE MEMBER s£»' ■ KÓNGAFÓLK Þeim var ekki skapað nema að skilja Ps I SÍÐA 22 >4\ U R3 ro KRINGLUJ iftvii 20-50% afsláttur HEI llll/l (111 M (III af nýjum vörum Frjálst, óháð & ókeypis! Niðurstöður rannsóknar á áhrifum árstíða á geðslag blindra og sjón- skertra benda til þess að árstíða- sveifla, þ.e. hversu miklum áhrifum fólk verður fyrir af mismunandi árs- tíðum, sé lítil sem engin. Enginn marktækur munur mældist milli þeirra sem voru alveg blindir og þeirra sem teljast sjónskertir. Tilsamanburðareru einungis 10% sjáandi Islendinga sem mælast með álíka litla eða enga árstíðasveiflu en djúpar sveiflur frá 11 stigum til 24 á SPAQ prófi merkja skammdegis- þunglyndi. Almennt greinast 11,6% Islendinga með skammdegisþung- lyndi sem er óvenju lágt hlutfall borið saman við ríkjandi kenningu um orsakir skammdegisþunglyndis, svokallaða breiddargráðukenningu, sem segir að magn birtu hafi áhrif á myndun vetraróyndis og þess vegna sú breiddargráða sem fólk býr á. Eftir því sem ofar dregur ættu líkur á skammdegisþunglyndi að aukast en á Islandi er það minna en það sem mælist á fertugustu breiddar- gráðu í Bandaríkjunum en þar er algengið um 22%. Frekari rannsókna þörf Það voru Guðmundur Viggósson, yfirlæknir Sjónstöðvar lslands, Sigurveig Gunnarsdóttir, MA í líf- eðlisfræði frá Oxford háskóla, Þór Eysteinsson, sérfræðingur í raflífeðl- isfræði augans, og Jóhann Axelsson, prófessor emeritus við læknadeild Hl, sem stóðu að rannsókninni. „Við vorum hissa á því að það skuli ekki vera munur á fólki sem er sjón- skert í flokki eitt og tvö og svo á hinum sem eru alveg blindir. Það hefði verið rökrétt að ætla að þeir sem eru alblindir og skynja aldrei neinn mun á birtunni hefðu litla sem enga árstíðasveiflu en að hinir sjóndöpru skuli ekki mælast með neina árstíðasveiflu, það kom okkur á óvart. Þetta fólk sér mun á nóttu og degi,“ segir Jóhann Axelsson. „Já, þetta kom okkur mjög á óvart,“ segir Þór Eysteinsson og segir að þörf sé á frekari rannsóknum. „Maður fer ósjálfrátt að velta fyrir sér stjórnkerfum sem vinna að langtímastjórnun líkamans. Þau geta verið viðkvæmari fyrir upp- lýsingum úr umhverfinu en þau sem vinna yfir sólarhringinn. Þess vegna höfum við velt upp möguleik- anum á að rannsaka fólk með trufl- anir í annarri skynjun eins og heyrn- arlaust fólk, til dæmis.,, Hópurinn sem rannsakaður var telur um þriðjung sjónskertra hjá heilli þjóð. Rannsakaður var hópur 40 manna, 19 kvenna og 21 karl, en á Blindraskrá íslands eru 1320 skráðir einstaklingar. Fjöldi al- blindra þátttakenda í rannsókninni var um 25% allra skráðra á blindust- igi 5 í Blindraskrá og þátttakendur á blindustigi 4 voru 22% af heildar- fjölda skráðra í þeim hópi.“ Nánar er fjallað um málið á síðum 26-27. titil rcecju skoöunum iiiuiu m ■ 1 \ . wmm Helgi Vilhjálmsson í Góu ræðir um leiðina frá fátæl auðs í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur. ISÍÐUR3Ö1 : Blaðið/SteinarHugi Sjónskerðing veitir algjöra vernd gegn þunglyndi í skammdeginu Niðurstöður íslenskra rannsókna kollvarpa kenningum bandarískra vísindamanna um að einfalt orsakasamband ríki á milli birtumagns og skammdegisþunglyndis. Amerískar heilsudýnur í hæsta gæðaflokki. King Koil hefur framleitt hágæða rúm í Banda- ríkjunum síðan árið 1898 og framleiðir í dag einu dýnurnar sem eru bæði með vottun frá FCER og Good Housekeeping, stærstu neytenda- samtökum Bandaríkjanna MARS TILBOÐ King Koil Fiesta spine support Queen size (153x203) á aðeins KlNÍ. Kon TllRil PRHU Allar King Koil heislu- dýnur eru með svæða- skiptum stífleika, bæði í gormakefi og í bólstrun, þannig að þau veita fullkominn stuðning við mjóbak og háls. Rekkjan Skipholt 35 Sími 5881955 www.rekkjan.is Gleymum ekki í leit okkar aö góöu lífi að það eru lífsgæði aö fá góðan svefn EGOKOllT AF IIVER.J1JM Sæktu um EGOkortá www.ego.is K V I T T U N F Y L G I R AVINNINGUR' EGO er við: Fellsmúla, Hagasmára, Hæðasmára, Salaveg, Stekkjabakka og Vatna ___________________________________________________________________________

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.