blaðið - 25.03.2006, Síða 6

blaðið - 25.03.2006, Síða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 blaðiö r \ 0?m> ' yf " Gulhffliðia Uia I SMARALIND Krefst tuga milljóna Lögfræðingur Inga Sigurðssonar, fyrrverandi bæjarstjóra í Vest- mannaeyjum, hefur sent bæjar- yfirvöldum kröfu upp á rúmar 26 milljónir króna. Krafan er vegna biðlauna, en Inga var sagt upp störfum þegar upp úr meiri- hlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks slitnaði fyrr á kjörtímabilinu. I kjöfarið var Bergur Elías Ágústsson ráð- inn bæjarstjóri. Frá þessu er sagt á siðunni www.sudurland.is Dagsbrún kaupir breskt prentfyrirtæki Tilboð í prentfyrirtœkið Wyndeham Press Group hljóðar upp á rúma 10 milljarða. Dagsbrún, móðurfélag 365 fjölmiðla og OgVodafone tilkynnti í gær áætl- anir sínar um kaup á breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press Group. í tilkynningu frá félag- inu í gær kemur fram að dótturfélag Dagsbrúnar, Daybreak, hefur gert hluthöfum í hinu breska fyrirtæki yfirtökutilboð. Nemur tilboðsfjár- hæðin um 80,6 milljónum punda, sem samsvarar rúmum 10 millj- örðum íslenskra króna. Skapar sterka fótfestu í Bretlandi „Tilboðið í Wyndeham er jákvætt skref fyrir Dagsbrún af þremur ástæðum. í fyrsta lagi er Wyndeham góð fjárfesting í ljósi langrar sögu af arðsemi og vexti. Fyrirtækið hefur leiðandi stöðu á markaði meðal ann- HHS á Bifröst „Þegar ég frétti af nýju HHS deildinni á Bifröst vissi ég að þar væri komið námið sem ég hef alltaf beðið eftir. Þetta nám er nýtt hér á landi og er óvenjulegt og fjölbreytt. Nú hef ég stundað nám við deildina í eitt ár og get með sanni sagt að það hefur staðið fyllilega undir væntingum. Þessi blanda af hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði kemur verulega vel út og skilar sér (nýrri og dýpri sýn á fréttir og umræðu í þjóðfélaginu. Auk þess koma þessi fög að flestu því sem mér finnst skipta máli varðandi heimsmálin (dag, hvernig núverandi staða er tilkomin, hvaðan við erum að koma og hvert við erum að fara. Ég er sannfærð um að þetta nám eigi ekki aðeins eftir að víkka sjóndeildarhring minn og auka skilning minn á stöðu mála, heldur eigi námið einnig eftir að skila sér í fjölbreyttu og líflegu starfi, gjarnan við alþjóðastörf þar sem áhugasvið mitt liggur." Frekari upplýsingar: www.hhs.is Ingveldur Björg Jónsdóttir, nemi i HHS við félagsvisinda- og hagfræðideild 'IÐSKIPTAHÁSKÓLINN BIFRÖST Wyndeham er meðal annars með stóran prentsamning við fyrirtækið New IPC Weekly, sem gefur út fjölda þekktra vikurita. ars vegna góðra viðskiptatengsla við meirihluta tímaritaútgefanda í Bret- landi. 1 öðru lagi fellur Wyndeham mjög vel að starfsemi Dagsbrúnar og munu kaupin færa Dagsbrún ýmsan ávinning, meðal annars áhættudreif- ingu sem felur í sér að hluti af tekjum Dagsbrúnar mun nú koma erlendis frá. 1 þriðja lagi, munu kaupin veita okkur sterka fótfestu í Bretlandi, þar sem við munum geta þróað enn frekar starfsemi félagsins,“ sagði Þór- dís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar. Stofnaðárið 1991 í tilkynningu frá Dagsbrún i gær kemur fram að Wyndeham sé eitt af stærstu prentfyrirtækjum í Bretlandi. Fyrirtækið var stofnað árið 1991 og varð, í kjölfar fjölmargra sameininga og fjárfestinga, að einu framsækn- asta fyrirtæki á þessu sviði í Bret- landi. I prentsmiðjum fyrirtækisins eru prentuð yfir 600 titlar tímarita í Bretlandi. - Jr:*m - v ■. - ■ -■ : - . ■ Til greina kemur að leigja þyrlu eða þyrlur til að leysa þann vanda sem koma mun upp þegar þyrlur varnarliðsins fara af landi brott. Björgunarþyrlur hugsanlega leigóar f ljósi þeirra tíðinda að bandaríski herinn er á leið af landi brott, og með honum björgunarþyrlur þær sem verið hafa á fslandi árum saman, hefur dómsmálaráðuneytið hafið vinnu við að skoða hvernig koma má til móts við þessa þróun. Ljóst þykir að efla þarf þyrlusveit Landhelgisgæslu íslands talsvert á stuttum tíma. í gær kynnti Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hvernig staðið yrði að undirbúningi þessa. Samstarf við nágrannaþjóðir f tilkynningu frá dómsmálaráðu- neytinu í gær segir að þar sem við blasi að þyrlusveit Bandaríkjahers verði kölluð frá landinu eigi síðar en í september telji ráðuneytið óhjá- kvæmilegt að efla þyrlusveitina í tveimur áföngum. Til bráðabirgða með leigu á þyrlum og með nánu samstarfi við nágrannaþjóðir og síðan til langframa með kaupum eða leigu á nýjum þyrlum. f tilkynn- ingunni segir svo: „Ráðherra hefur falið Stefáni Ei- ríkssyni, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, að leiða þetta starf á vegum ráðuneytisins í samráði við Georg Lárusson, for- stjóra Landhelgisgæslu íslands, og samstarfsmenn hans. Þá hefur Leifur Magnússon, verkfræðingur, tekið að sér að verða ráðgjafi dóms- og kirkjumálaráðherra um þá þætti málsins, sem lúta að vali á þyrlum, og í viðræðum við aðila, innlenda og erlenda. Stefnt er að því að tillögur um bráðabirgðalausn liggi fyrir innan þriggja vikna og tillögur um fram- tíðarskipulag innan tveggja mánaða. Að fengnum þeim tillögum mun dóms- og kirkjumálaráðherra leggja málið að nýju fyrir ríkisstjórn". Við eigum afmæli! 3l1Borgarnes I Sími 433 3000 Stjórnenda- og leiðtogaskóli í 88 ár Útsölustaðir: Leonard Kringlunni ■ Leonard Keflavíkurflugvelli • Jens Kringlunni Gilbert úrsmíður Laugavegi 62 ■ Helgi Sigurðsson úrsmiður Skólavörðustíg 3 Georg Hannah úrsmiður Keflavík ■ Guömundur B. Hannah úrsmiður Akranesi Úra- og skartgripaverslun Karls R. Guðmundssonar Selfossi SEKSY armbandsúr frá SEK0NDA iV * *atr' m wrist wear by SEKONDA Við blásum á kerti fyrir hvert ár sem við höfum verið hér í Kópa- vogi. Þessi tími hefur einkennst af Ijúfri sambúð og ánægju- legum samskiptum við viðskiptavini okkar og Kópavogsbúa alla. Við hlökkum til næstu 50 ára! Starfsfólk SPK #spk X 50 ár í Kópavogl Blaðið/lngó

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.