blaðið - 25.03.2006, Side 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 bla6iö
Femínisti verður
forsætisráðherra
Forseti Suður-Kóreu, Roh Moo,
tilnefndi í gær Han Myeong í emb-
ætti forsætisráðherra landsins. Ef
kóreska þingið samþykkir tilnefn-
inguna verður hún fyrsta konan í S-
Kóreu til að gegna embættinu.
Fyrr í mánuðinum þurfti Lee
Hae Chan að segja af sér embættinu
en hann lá undir ámælum fyrir að
taka golfiþróttina fram yfir embætt-
isstörf - og hvarf iðulega til þeirrar
iðju þegar eitthvað bjátaði á í landinu.
Forsætisráðherraembættið er næst
valdamesta embætti Kóreu, á eftir
forsetaembættinu, en starfið felst
aðallega í verkstjórn ríkisstjórnar
landsins í umboði forseta og þings.
Han Myeong fæddist í Pjongjang
1944. Hún lagði stund á nám í bók-
menntum og guðfræði og lauk loks
doktorsprófi í kynjafræðum 1985.
Hún hefur verið ötul báráttukona
fyrir borgaralegum réttindum í
Kóreu og sat meðal annars í fangelsi
á áttunda áratugnum fyrir þátttöku
sína í kvenréttindahreyfingu lands-
ins. Hún hóf formleg afskipti af stjórn-
málum árið 2000 en síðan þá hefur
hún gegnt embætti jafnréttismála-
ráðherra og umhverfismálaráðherra.
Trans-Atlantic og MasterCard
efna til ferðar til Mexíkó.
10.500 kr.afsláttur á hvern fjölskyldumeðlim
MasterCard korthafa 12 ára og eldri.
4 og 5 stjörnu lúxus hótel með allt innifalið:
Ótakmarkaður matur og drykkir,
óáfengir og áfengir, öll afþreying,
skipulögð skemmtidagskrá og
stórsýningar (show) á hverju
kvöldi.
Brottfarir: 25. maí, 8. júní og
22. júní. í 13 nætur.
(ath. takmarkað sætamagn)
SSHé)
Trans-Atiantic
Sími 588 8900 • www.transatlantic.is
XI
Utanríkisráöherra Saddams
seldi Frökkum upplýsingar
Bandarískir fjölmiðlar greindu frá
því í gær að Naji Sabri, síðasti utan-
ríkisráðherra í valdatíð Saddams
Husseins í írak, hafi verið njósnari.
Hann þáði laun frá frönsku leyni-
þjónustunni gegn upplýsingum
um gereyðingavopn í írak. Er þetta
haft eftir fyrrverandi embættis-
manni innan bandarísku leyniþjón-
ustunar sem vill ekki koma fram
undir nafni. f aðdraganda innrásar
Bandaríkjanna í írak deildu frönsk
yfirvöld þeim upplýsingum sem
þau höfðu fengið frá utanríkisráð-
herranum. En þær virðast ekki hafa
haft mikil áhrif á ákvarðanatökuna
í bandaríska stjórnkerfinu í aðdrag-
anda stríðsins. Bandarískadag-
blaðið The Washington Post segir
í gær að Sabri hafi selt frönskum
stjórnvöldum þær upplýsingar að
ríkisstjórn Saddam Husseins hafi
ekki ráðið yfir kjarnavopnum á
þeim tíma sem Bush-stjórnin var
að íhuga innrás í landið. Þrátt fyrir
það staðfesti ráðherrann að stjórn
Margir vildu ná tali af Naji Sabri á sínum
tíma
Saddams vildi koma upp slíku
vopnabúri en getuna skorti. Einnig
staðfesti Sabri að írakar starfræktu
rannsóknaráætlun um framleiðslu
efnavopna og þau efnavopn sem
Saddam hefði yfir að ráða, frá því
í stríðinu gegn íran, væru falin í
þorpum ættbálka sem sýndu forset-
anum hollustu. Síðarnefnda stað-
hæfingin reyndist vera röng.
Sabri var skipaður utanríkisráð-
herra fraks árið 2001 eftir miklar
hreinsanir í embættismannakerfi
stjórnar Saddams Husseins. Ári
síðar leiddi hann samningavið-
ræður við alþjóðakjarnorkumála-
stofnunina um framkvæmd vopna-
eftirlits í landinu.
Blaðamenn Washington Post
hafa eftir heimildarmanninum að
stjórnvöld í Washington hafi sýnt
upplýsingum utanríkisráðherrans
lítinn áhuga. Hinsvegar höfðu þau
í gegnum þriðja aðila reynt að fá
hann til þess að gerast liðhlaupi og
töldu að það myndi hjálpa Banda-
ríkjamönnum að sannfæra um-
heiminn um hættuna sem steðjaði
að vegna stjórnar Saddams í írak.
Sabri reyndist ófáanlegur til þess.
Þrátt fyrir upplýsingarnar frá Sa-
bri settu bandarísk yfirvöld hann á
lista yfir eftirlýsta samverkamenn
Saddam Husseins í kjölfar þess
að innrásarliðið náði völdum í
Bagdad.
Mótmæli í Hvíta-Rússlandi
Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-
Rússlands, skipaði í gær óeirðalög-
reglu að stöðva mótmæli í Minsk,
höfuðborg landsins. Samkvæmt
stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi
voru tvö hundruð mótmælendur
handteknir og fjarlægðir af lögreglu.
Talsmenn mótmælenda segja að
talan hafi verið nær fimm hundruð.
Þrátt fyrir aðgerðir lögreglu og bann
við mótmælum hafa aðstandendur
mótmælanna lýst því yfir að þeim
verði haldið áfram í dag, laugardag.
Mótmælendurnir krefjast þess
að forsetakosningarnar, sem voru
haldnar 19. mars s.l. verði endur-
teknar. Þeir halda því fram að víð-
tækt kosningasvindl hafi átt sér stað
við framkvæmd þeirra. I kosning-
unum fékk Lukashenko yfir 80% at-
kvæða en helsti andstæðingur hans,
umbótasinninn Alexander Milinkev-
ich, fékk aðeins um 6% atkvæða.
Tímasetning fyrirhugaðra mót-
mæla í dag er táknræn. Þann 25.
mars 1918 var skammlíft lýðveldi
stofnað í Hvíta-Rússlandi. Búist er
við stjórnvöld reyni að stöðva mót-
mælin. Milinkevich hefur lýst því
yfir að mótmælin muni fara fram
þrátt fyrir að lögregla skakki leik-
inn en hvetur stuðningsmenn sína
að sýna stillingu og forðast átök við
yfirvöld.
ESB og Bandaríkin boða þvinganir
Leiðtogar Evrópusambandsins og
stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa
fordæmt inngrip stjórnvalda Hvíta-
Rússlands í mótmælin. Bæði ESB og
bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið
að grípa til efnahagsþvingana gegn
stjórn Lukashenko. Þrátt fyrir að
tímarammi Og útfærsla þvingana
hafi ekki verið ákveðin er talið lík-
legt að þær muni felast í ferðabanni
á háttsetta embættismenn og að
þrengt verði að aðgengi þeirra að er-
lendu fjármagni.
Rússar hafa brugðist illa við hót-
unumEvrópusambandsinsogBanda-
ríkjanna. f gær lýsti Sergei Lavrov,
utanríkisráðherra Rússlands, því
yfir að vestrænir kosningaeftirlits-
menn hefðu gert upp hug sinn um
lögmæti kosninganna áður en þær
fóru fram. Hann lýsti jafnframt yfir
að rússneskir eftirlitsmenn hefðu
ekki fundið að framkvæmd kosning-
anna..
Félagsvísindadeild
Háskóla íslands
KYNNINGARFUNDUR
um námið verður haldinn 6. apríl kl. 12:15
í stofu 101 í Odda v/Sturlugötu.
Allarupplýsingar: www.fela2s.hi.is fjpiÉp
UmsóRnanresturertill8.april ’lplp
raagsvcindi
íþáguframfera..
nanai
GÓÐARAÐSTÆÐURTIL NÁMS.
FJÖLBREYTNI OG SVEIGJANLEIKI.
STARFSTENGT RANNSÓKNARNÁM.
NÁM STUTT RANNSÓKNUM KENNARA.
NÁM MEÐ STARFI.