blaðið - 25.03.2006, Page 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 blaöið
Stuðbandaláfið
Auglýsingar 510 3744
Nýir vendir í Vatikaninu
Benedikt XVI páfi skipaði fimmtán kardínála við hátíðlega athöfn í Vatikaninu t gær. Þetta er í fyrsta skipti sem hann sinnir því embætt-
isverki eftir að hann var kjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar í fyrra. (ávarpi sínu til nýju kardínálanna hvatti Benedikt XVI þá að útbreiða
fagnaðarerindið og vera málsvarar hinna fátæku og þurfandi.
Kardínálarnir fimmtán koma frá öllum heimshornum. Meðal þeirra sem voru skipaðir er erkibiskupinn t Kraká, Stanisiaw Dziwisz, en
hann var einn nánasti samverkamaður Jóhannesar Páls II. Sú skipun sem hefur vakið hvað mesta athygli er kardínálatign Jósefs Zen
Ze-kiun, erkibiskupsins í Hong Kong. Hann er eindreginn lýðræðissinni og hefur gagnrýnt kínversk stjórnvöld harkalega, en ráða-
menn í Peking banna kínverskum kaþólikkum að viðurkenna vald páfans í Róm í andlegum efnum.
KENNETH COLE
UR&GULL
Firöl • Miöba* Hafnarfjaröar • Sfmi: 565 4666
h \1;F
llllA H jý.
Bandaríkin
ætla að setja
upp herstöðv-
ar í Búlgaríu
mbl.is | Bandarísk og búlgörsk
stjórnvöld hafa gert með sér
samkomulag um að Bandaríkja-
her muni fá aðstöðu fyrir her-
stöðvar í landinu. Gert er ráð
fyrir að þrjár bandarískar her-
stöðvar verði starfræktar þar.
Skrifaðverðurundirsamkomu-
lagið þegar utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, Condoleezza
Rice, sækir fund Atlantshafs-
bandalagsins í Sófíu, höfurborg
Búlgaríu, í næsta mánuði.
Ef Bandaríkin ætla að nota
herstöðvarnar til árása á þriðja
ríki verður búlgarska þingið að
veita samþykki sitt.
Bandaríkin gerðu svipaðan
samning við nágrannaríki Búlg-
aríu, Rúmeníu í desember sl.
Áætlanir eru uppi um að flytja
60-70 þúsund bandaríska her-
menn frá Þýskalandi og Suður-
Kóreu til herstöðva í Búlgaríu og
Rúmeníu á næstu tíu árum.