blaðið - 25.03.2006, Side 27
blaðið LAUGARDAGUR 25. MARS 2006
VIÐTALI 27
Hvað finnst þér um íslenskar
nútímabókmenntir?
„Það er miklu meiri fjölbreytni en
var en sömuleiðis miklu meiri flat-
neskja. 1 myndlistinni er líka gífurleg
flatneskja. Fólk heldur að það geti
teiknað myndir og sett blöðru út um
munninn á fígúrunni og skrifað þar
„halló“. Þetta er sett á sýningu og eng-
inn segir neitt.“
Afhverju segir enginn neitt lengur?
„Það stafar af þeim áhrifum kvenna-
baráttunnar að allir eigi að vera mj úkir.
Þegar allir eru mjúkir kemst til valda
kvenfólk sem er í raun og veru einskis
virði. Á dögunum var ég spurður að
því í útvarpi hvort ég gréti brotthvarf
hersins. Ég hugsaði með sjálfum mér:
„Ætti ég að segja: Eigi skal gráta Björn
bónda heldur safna liði“. En það gat
ég ekki því það var kvenskörungur í
fornöld sem sagði þessi orð en með
tilvísun til samtímans væri þetta Val-
gerður Sverrisdóttur að segja: „Eigi
skal gráta brottför hersins heldur
selja fleiri fossa“. Þetta nefni ég sem
dæmi um það að maður getur ekki
lengur notað hliðstæðu vegna þess
að hliðstæðan í samtímanum er svo
léleg. Valgerður er enginn kvenskör-
ungur. Konurnar í íslenskum stjórn-
málum eru engir kvenskörungar. Því
miður."
Eru karlarnir að standa sig betur?
„Nei, þeir eru ekki að standa sig
betur. Þeir eru lögfræðingagerpi,
ósköp sæt gerpi af góðum fjölskyldum
og með þrjár kynslóðir lögfræðinga á
bak við sig. Þetta er hin íslenska vín-
arbrauðsborgarakynslóð. Nú eru ekki
lengur pokaprestar og stórbændur á
þingi. Vínarbrauðs- og súrmjólkur-
kynslóðin er tekin við.“
Ættaður úr engu
Hefurðu aldrei fylgt flokkspólitík?
„Nei, það er ekki í eðli mínu. Eftir
fermingu vann ég í skipasmíðastöð-
inni í Njarðvík. Það voru eintómir
kommúnistar sem stjórnuðu þar og
töluðu mikið um Sovétrfkin og dýrð-
ina. Ég fann fyrir miklum þrýstingi.
Þetta fór í taugarnar á mér og ég varð
mjög fráhverfur þessum hugsunar-
hætti. Ég kaus Sósíalistaflokkinn á
sínum tíma því hann var í verkalýðs-
baráttu og þvi mjög nauðsynlegur.
Alþýðuflokkurinn hafði á vissan hátt
runnið sitt skeið og fór of mikið til
hægri eins og Framsóknarflokkur-
inn hafði gert.
Ég kem ekki úr pólitískri fjölskyldu.
Það var alltaf sagt: „Þín fjölskylda
hefur ekkert vit á stjórnmálum". Mér
fannst allt í lagi að hafa ekkert vit á
stjórnmálum. Mér fannst líka allt
í lagi að enginn í minni fjölskyldu
hafði lesið bók eftir Þórberg Þórðar-
son eða Halldór Laxness. Mér fannst
engin synd að vera ættaður úr engu.
Ég kunni ekki að skammast mín fýrir
það. Ég kunni ekki að skammast mín
fyrir það að fólkið heima var þágu-
fallssjúkt og flámælt.“
Þú skrifaðir grein í tímaritið Þjóðmál
um Halldór Laxness og þcer œvisögur
sem hafa nýlega verið skrifaðar um
hann. FinnstþérHalldórLaxness vera
ofmetinn?
„Ég held að hann sé fyrst og fremst
lágmetinn. Andleg dusilmenni hafa
stutt hann og aldrei hefur verið
fjallað um verk hans af neinu viti.
Það er heldur ekki gert í þessum ævi-
sögum. Þetta er samtfningur, eins og
verið sé að skrá eigu dánarbús. Bækur
sem eru skrifaðar þannig eru lélegar
ævisögur.
Af hverju segirðu að Laxness sé ekki
hafður í hávegum?
„Vegna þess að hann er miklu marg-
brotnari og merkilegri höfundur en
fólk vill láta í veðri vaka. Þegar menn
tala um verk hans segja þeir: „Meist-
araverk". Vitur maður notar ekki
þetta orð. Gagnrýnendur nota þetta
orð. Kellingar gera það líka.“
Líturðu upp til Halldórs Laxness?
„Ég hef aldrei litið upp til nokkurs
manns. Mér finnst allir menn vera
eðlilegir, hvort sem þeir eru kóngar
eða götusóparar og oft eru kóngar
og hertogar ekkert merkilegri en
götusópararnir. Ég hef kynnst alls
kyns fólki í útlöndum, bæði háum
og lágum. Sumt af þessu fólki hefur
mótað heiminn og ég lít ekkert upp
til þeirra. Þetta er bara þeirra starf.
Að þessu leyti er ég mjög aristotel-
ískur. Ef sérhver maður er á sínum
stað og vinnur vel sitt verk þá er allt í
lagi í samfélaginu. Þetta er gamaldags
skoðun en ég held að hún sé nokkurn
veginn ágæt. En svo verður að gera
byltingu við og við.“
Gaman að láta verðlaun fúna
Hvernig rithöfundur viltu vera?
„Ég vU ekki vera rithöfundur. Vilji
minn er ekki þannig. Ég reyni að
vinna verk mín vel en mig langar ekk-
ert til að fá góðar umsagnir hjá þér
eða Morgunblaðinu. Ég er ekki þess
eðlis.
Ég fór með fyrstu skáldsögu mína.
Músin sem læðist, til Helga Sæmunds-
sonar og bað hann að lesa hana yfir og
segja álit á henni. Hann las og sagði að
engin setning mætti enda á stafnum í.
Þetta var eiginlega það eina sem hann
sagði. Sigfús Daðason las líka bókina
yfir og hann sagði: „Ég held að það sé
ekki rétt að gefa út þessa bók vegna
þess að ég held að það sé ekki hægt
að sannfæra nokkurn mann hér á
landi um það að íslenskar mæður
séu svona vondar“. Með það fór ég.
Þriðji maðurinn var Eiríkur Hreinn
Finnbogason. Hann sagðist hafa farið
með handritið til Alexanders Jóhann-
essonar og spurt hann að því hvort
það væri sálfræðilega rétt að skrifa
svona bók. Alexander sagði: „Það er
sálfræðilega rétt að skrifa svona bók
í útlöndum en það er allt í lagi að gefa
hana út hér á landi“. Þetta segi ég þér
sem þrjú dæmi um viðhorf íslenskra
menntamanna."
Þú hefur hlotið islensku bókmennta-
verðlaunin tvisvar. Hvar eru
verðlaunastytturnar þínar?
„Ég geymi þær inni í skáp.“
Afhverju?
„Vegna þess að loftið þar fúlnar.“
Finnstþér ekki gaman aðfá verðlaun?
„Já, það er gaman að að fá verðlaun
en það er líka gaman að láta verð-
launin fúna.“
Að lifa án öfundar
Trúirðu á innblástur?
„Já. Innblástur er nauðsynlegur.
Hann er innri kraftur sem kemur frá
hinu óþekkta, eiginlega ffá alheims-
tilverunni. Þessi alheimstilvera er
innra með manni sjálfum. Maður
sem hefur ekki innblástur getur ekki
skrifað skáldsögu. Hann getur sett
saman ritverk en getur ekki skáldað.
Vandinn er að viðhalda þessum inn-
blæstri. Þess vegna er það að þeir
höfundar sem eru fæddir með þeim
ósköpum að hafa innblástur vinna
reglulega, á hverjum degi og á sama
tíma. Þá kemur innblásturinn sem
hefur eflaust komið frá móðurinni á
meðan hún gekk með barnið. En það
fer ekki allt frá móðurinni inn í öll
börn, bara inn í sum börn.“
Þú ert kominn á áttrceðisaldur.
Hvernigferðu að því að halda ferskri
ogfrumlegri hugsun?
„Það fæst með því móti að vera
í tengslum við allt án öfundar. Öf-
undin skemmir líkamann og sálina.
Öfund og fordómar eru sterkasta eyði-
leggingaraflið í manninum. Stundum
breytist smekkur í fordóma og maður
getur orðið illur út í einhvern ef
maður hefur ekki hemil á sér. En ef
maður er í tengslum við innblástur-
inn í sjálfum sér þá hefur maður
hemil á sér og lætur ekki skoðun sína
breytast í öfgar eða hatur.“
kolbrun@bladid. net
a rumum
—
mmm
90 x 200 áður 42r©<*0 / nú 29.900,-
120 x 200 áður tfÖTððO / nú 38.500,-
140 x 200 áöur 58.000 / nú 48.000,-
x 200 áður 897500 / nú 59.500,-
ELECTA - sjálfstœð fjöðrun
120 x 200cm áður 53.S00- verð nú kr 49.600-
140 x 200cm áður 68.000- verð nú kr 58.000-
160 x 200cm áður 89.000- verð nú kr 79.500-
Electa er hágæða pokagormadýna með 240 gormum á hvem
fermetir. Hún er svæðaskipt i 5 misstif svæði.
Hver gormur er sér í ofhum poka, sem kemur í veg fyrir að einhver
einn álagspunktur myndist og tryggir afslöppun fyrir hrygginn.
MEMORY
5 svæða pokagormadýna
með 6cm visco þrýstijöfnunarefni á
svefnyfirborðinu.
160 x 200cm tilboð kr. 139.000,-
180 x 200cm tilboð kr. 159.000,-
OPTIFLEX
Ein vandaðasta uppbygging á
rafstillanlegum rúmum.
80 x 200 cm verð frá 69.000.-
■
co
O
O
o
co
O
£
£
£
mS
mM -
HÚSGAGNAVERSLUN
TOSCANA
SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090
HÚSGÖGNIN FASTEINNIGIHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535